3. Mósebók 26. kafli

Guð gerir kröfu um að lögunum sé framfylgt, aðeins þá

…mun [ég] reisa bústað minn mitt á meðal ykkar og ekki hafa neina óbeit á ykkur. Ég mun ganga um mitt á meðal ykkar, vera Guð ykkar og þið verðið þjóð mín. 

Afleiðingar þess að hafna boðum Guðs eru skelfilegar. Lýsingin á afleiðingunum kallast skýrt á við herleiðinguna til Babýlón. Aðeins með því að hörmungar komi yfir þjóðina og hún sé flutt í land fjandmannanna, fær landið hvíldina sem boðin er í textanum um fagnaðarárið.

Landið mun fá hvíldarár sín endurgoldin allan þann tíma sem það er í eyði. Á meðan þið eruð í landi fjandmanna ykkar hvílist landið og fær hvíldarár sín endurgoldin. Það mun hvílast allan þann tíma sem það er í eyði því að það naut engrar hvíldar þegar þið hélduð hvíldardaga ykkar meðan þið bjugguð í því.

Þessi texti er þannig tilraun til að útskýra það sem gerðist, tilraun til að varpa mynd á það hvers vegna fyrirheitna þjóðin gekk í gegnum raunir sínar. En textinn endar ekki þar.

En ég mun ekki hafna þeim, jafnvel ekki á meðan þeir dveljast í landi fjandmanna sinna. Ég mun ekki hafa óbeit á þeim svo að ég geri út af við þá og rjúfi sáttmála minn við þá því að ég er Drottinn, Guð þeirra. Þeim til heilla mun ég minnast sáttmálans við forfeður þeirra sem ég leiddi út úr Egyptalandi fyrir augum þjóðanna til þess að verða Guð þeirra. Ég er Drottinn.

 

One thought on “3. Mósebók 26. kafli”

  1. Vissulega eru þetta “afleiðingar”, en ég held að það væri réttara að kalla þetta “refsingar”. Ég hef stundum orðið var við það að kristið fólk reynir að afskrifa svona texta á þá leið að þarna sé Jahve bara að draga í burtu verndarhendi sína, en í þessum texta er ljóst að þarna er Jahve beinlínis að refsa fólkinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.