3. Mósebók 24. kafli

Hlýðni við Guð er lykilatriði. Ljósastika á að stöðugt að loga fram fyrir samfundatjaldinu. Tólf brauð skulu lögð fram fyrir Guð hvern hvíldardag. Væntanlega sem áminning um hvaða tólf ættkvíslar tilheyra Guði í raun og veru.

Öll gagnrýni á fyrirkomulag Guðsdýrkunarinnar er bönnuð. Gagnrýni á Guð, er árás á þjóðina alla og landráð eru dauðasök. Þegar Guðlast hefur verið skilgreint dauðasök er útskýrt að refsing fyrir aðra glæpi sé í samræmi við verknaðinn.

Drepi maður mann skal hann tekinn af lífi. Hver sem drepur skepnu skal bæta hana: Líf fyrir líf. Þegar einhver maður veitir landa sínum áverka skal honum gert það sama og hann sjálfur gerði: Beinbrot fyrir beinbrot, auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Honum skal veittur sami áverki og hann veitti manninum. Hver sem drepur skepnu skal bæta hana en hver sem drepur mann skal tekinn af lífi.

Síðan er bætt við reglu í ljósi þess að dæmið um Guðlast var um mann af egypskum ættum.

Sama réttarregla skal gilda fyrir ykkur, bæði fyrir aðkomumenn og innborna, því að ég, Drottinn, er Guð ykkar.

Aðkomumenn skulu dæmdir eftir sömu reglum og innbornir.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.