3. Mósebók 19. kafli

Afram heldur upptalning á lögum og reglum. Einkenni upptalningarinnar er trúmennska gagnvart Guði, góðgerðir og heiðarleiki. Daglaunamaður skal fá greitt samdægurs, meinsæri er óheimilt, koma skal vel fram við fatlaða, taka tillit til fátækra.

Þegar þið skerið upp kornið í landi ykkar skaltu hvorki hirða af ysta útjaðri akurs þíns né dreifarnar á akri þínum. Þú skalt hvorki tína allt í víngarði þínum né hirða ber sem falla í víngarði þínum. Þú skalt skilja þetta eftir handa hinum fátæka og aðkomumanninum.

Heiðarleiki og fyrirgefning gagnvart þeim sem tilheyra samfélaginu er mikilvægt stef.

Þið megið ekki fremja ranglæti í réttinum. Þú mátt hvorki draga taum hins valdalausa né vera hinum valdamikla undirgefinn. Þú skalt dæma skyldmenni þín af réttlæti. Þú mátt hvorki bera róg á meðal landa þinna né krefjast blóðs náunga þíns. … Þú skalt ekki hefna þín á löndum þínum. Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.

Það má spyrja af hverju…

Þú skalt ekki bera klæði sem ofin eru úr tvenns konar bandi.

En að sama skapi eru lög sem banna tegundablöndun dýra og að forðast að sá tvenns konar akri í garðinn ekki endilega óskynsamleg.

Kynferðisleg misbeiting á ambáttum er óheimil (ef ambátt er heitbundinn öðrum). Lagt er bann við trúariðkun hvers konar sem tilheyrir öðrum samfélögum (spákonur, galdur, …). Að sama skapi er sjálfskaði óheimill, húðflúr og krúnurökun. Inntakið er hér fyrst og fremst að þeir (karlmenn) sem tilheyra Ísraelsþjóðinni beri að skera sig frá þeim sem ekki eru hluti af hópnum, sem rýmar t.d. við hetjusögurnar af Daníel og vinum hans.

Hins vegar er mikilvægt að þó að Ísraelsþjóðinni beri að skera sig úr, þá eru ákvæðin skýr um aðkomumanninn.

Þegar aðkomumaður dvelur hjá ykkur skuluð þið ekki sýna ójöfnuð. Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.