Við erum sum í guðfræðigeiranum sem afgreiðum spádóm Jesú um komu Guðsríkisins í fyrsta versinu með hugmyndinni um „proleptic“ endalokaguðfræði (e. eschatology). Continue reading Markúsarguðspjall 9. kafli
Tag: theology
Markúsarguðspjall 1. kafli
Markúsarguðspjall er oft talið elst guðspjallanna. Það er styst, virðist síst upptekið af flóknum guðfræðipælingum og birtir að einhverju leiti „hrárri“ mynd af Jesú en hin guðspjöllin. Continue reading Markúsarguðspjall 1. kafli
2. Mósebók 35. kafli
Þessi texti er um margt eins og textinn í 25. kaflanum, enda er greinilega verið að fjalla um sama viðburðinn. Í 25. kaflanum er YHWH að tilkynna Móse hvers hann óskar, en að þessu sinni er Móse að flytja boðin áfram til Ísraelsþjóðarinnar. Continue reading 2. Mósebók 35. kafli
2. Mósebók 22. kafli
Þetta eru fyrst og fremst praktísk lög í þessum fyrstu köflum. Vissulega má sjá skýr merki um feðraveldið í umfjölluninni, þar sem mey er sett í kafla með umfjöllun skepnuhald. Continue reading 2. Mósebók 22. kafli
2. Mósebók 20. kafli
Guð ávarpar lýðinn með lögum fyrir samfélagið allt, líkt og Jetró hafði bent á að væri mikilvægt að koma á sem fyrst. Lögin eru skýr og hafa á einn eða annan hátt verið notuð til rökstuðnings lagasetningum um allan heim síðan þetta var. Sér í lagi á síðustu 1700 árum. Það eru til fjölmargar leiðir til að skipta upp lögunum, en mig langar að skipta þeim upp í þrjá hluta. Continue reading 2. Mósebók 20. kafli
2. Mósebók 17. kafli
Frásögn um væl í lok 15. kafla er endurtekin hér, þó að staðarnöfn séu önnur. Ástæða þess getur hugsanlega verið sú að sagan hefur varðveist í fleiri en einni munnlegri geymd og hver hefur notast við þekkt kennileiti í sínu nærumhverfi. Þegar sögunum var síðan safnað í eitt rit, þá hefur verið ákveðið að halda fleiri en einni sögu til haga. Continue reading 2. Mósebók 17. kafli
2. Mósebók 3. kafli
Móse er hebrei, alinn upp við egypsku hirðina og endar sem fjárhirðir hjá tengdaföður sínum sem er prestur í Mídían. Það þarf ekki mikla þekkingu í sjálfsmyndarfræðum að sjá hvernig persóna Móse er teiknuð upp sem manneskja í leit að merkingu. Continue reading 2. Mósebók 3. kafli
Jónas 3. kafli
Verkefni Jónasar er samt enn ólokið. Reynslunni ríkari ákveður Jónas að hlusta á köllun sína. Hann heldur af stað til borgarinnar Níneve og prédikar að framundan sé eymd og volæði. Continue reading Jónas 3. kafli
Stuttar gamansögur
Í umfjöllun um Esterarbók og Jónas lagði einn Gamlatestamentiskennarinn minn mikla áherslu á að við nálguðum sögurnar á réttan hátt. Sögurnar um Ester og Jónas eru fyrst og fremst gamansögur (e. Comical Novellas) sem hafa erfst í munnlegri geymd. Continue reading Stuttar gamansögur
Hebreabréfið 12. kafli
Túlkun mín á frásögunni um Jakob og Esaú í 27. kafla 1. Mósebókar er öðruvísi en höfunda(r) Hebreabréfsins. Að mati höfunda(r) var það skammsýni Esaú sem svipti hann frumburðarréttinum.
Hebreabréfið 9. kafli
Útskýringar á dauða Jesú Krists til fyrirgefningar syndanna er líklega sú guðfræðiglíma sem kallað hefur á lengstar útskýringar og sumar flóknustu deilurnar í kristindómi. Áherslan hér í þessum texta er á fullvissuna. Continue reading Hebreabréfið 9. kafli
Hebreabréfið 8. kafli
Koma Jesús felur í sér nýjan sáttmála. Sá sáttmáli byggir ekki á Torah, hinu ritaða lögmáli. Hið nýja lögmál er ritað í hjarta og huga þeirra sem trúa og treysta á Guð. Hinn nýi sáttmáli verður auk þess án skilmála af hendi Guðs, Continue reading Hebreabréfið 8. kafli
Hebreabréfið 4. kafli
Ef við höfnum orðunum sem okkur eru boðuð, þá missum við af hvíldinni sem felst í fagnaðarerindinu. Ef aðeins Hebrear hefðu fylgt Guði á göngunni inn í fyrirheitna landið, ef lögmálinu hefði verið fylgt, hefði ekki þurft annan dag. Continue reading Hebreabréfið 4. kafli
Hebreabréfið 2. kafli
Við sjáum strax að höfundur Hebreabréfsins er vel að sér í ritningunni. Hún/hann vísar í Davíðssálm 8, og tengir sköpunarsálminn ekki við allt mannkyn heldur við persónu sonarins, sem kom, deildi með okkur kjörum og þjáðist. Continue reading Hebreabréfið 2. kafli
Hebreabréfið 1. kafli
Hebreabréfið hefur merkilega stöðu í Nýja Testamentinu. Ritið er án vísunar til höfundar þess. Með öðrum orðum Hebreabréfið sækir ekki áhrifavald sitt til meints höfundar, heldur til textans sjálfs og þeirrar staðreyndar að textinn er hluti af kanón Biblíunnar. Continue reading Hebreabréfið 1. kafli
Barúksbók 3. kafli
Barúk heldur ákalli sínu áfram. Hann biður Guð um að líta framhjá syndum feðranna. Lausnin felst ekki í mætti okkar mannanna,
Minnstu heldur máttar þíns og nafns þíns á þessari stundu. Því að þú ert Drottinn Guð og vér skulum syngja þér lof, Drottinn. Continue reading Barúksbók 3. kafli
Moral Man and Immoral Society
Fyrir um 18 árum tók ég saman stutt yfirlit á íslensku um bók Reinhold Niebuhr, Moral Man and Immoral Society. Í umfjöllun minni skoðaði ég sérstaklega hugmyndir í 5. kaflanum um viðhorf forréttindastétta. Þá skoðaði ég siðferðishugmyndir Neibuhr í ljósi þess sem ég kalla skylduboðasiðfræði, afleiðingasiðfræði og einkasiðfræði.
Um Reinhold Neibuhr
Reinhold Neibuhr fæddist í smábæ í Missouri ríki í Bandaríkjunum 1892, þar sem faðir hans var þjónandi prestur. Hann stundaði nám í Elmhurst College í Illinois, Eden Theological Seminary í Missouri og tók síðan masterspróf frá Guðfræðideild Yale háskóla 1915. Continue reading Moral Man and Immoral Society
Viðhorf forréttindastétta
Fyrir nokkuð mörgum árum þýddi ég nokkra valda hluta út 5. kafla bókarinnar Moral Man and Immoral Society eftir Reinhold Niebuhr. Ég þarf væntanlega að fara að skoða það rit aftur á næstu vikum og mánuðum.
Efnahags- og þjóðfélagsstéttir innan ríkis búa ekki yfir eða hafa ekki búið yfir völdum, innri samloðun eða jafn skýrt markaða stöðu og þjóðir. Því er mun erfiðara og ónákvæmara að tala um orð og athafnir stétta en þjóða. Continue reading Viðhorf forréttindastétta
The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship
In my theology studies, one of the strangest things I did was a dictionary study for worship. I came across the list (at least part of it) yesterday and decided to put it out here. Continue reading The Ultimate “Adiaphora” – The Words of Worship
Á ferðinni
Ég hef starfað í sumarbúðum KFUM og KFUK meira en hálfa ævina. Þegar ég var forstöðumaður í Vatnaskógi fyrir nokkrum árum lenti ég í atviki sem ég hef lýst nokkrum sinnum og ég kalla gjarnan mína Emmausargöngu. Continue reading Á ferðinni