2. Mósebók 3. kafli

Móse er hebrei, alinn upp við egypsku hirðina og endar sem fjárhirðir hjá tengdaföður sínum sem er prestur í Mídían. Það þarf ekki mikla þekkingu í sjálfsmyndarfræðum að sjá hvernig persóna Móse er teiknuð upp sem manneskja í leit að merkingu.

Það er samt merkingin sem finnur Móse skv. sögunni, en Móse ekki merkinguna.

Ég er sá sem ég er.

Er svar Guðs við spurningu Móse, um hver Guð sé. Eftir að Guð birtist honum í formi brennandi þyrnirunna. Textinn um brennandi runnann spilar saman sjálfsmyndarmótun Móse. Við sjáum hvernig nafn Guðs Drottinn (YHWH) er notað í samspili við guðshugtakið Elohim, samruni Elohim við Guð Hebrea YHWH, virðist verða algjör.

Efasemdir Móse um eigin getu er vel þekkt stef í Biblíutextum, sbr. köllun Jeremía (Jer. 1). En Guð gerir Móse grein fyrir því að það er Guð sem er gerandinn, það er Guð sem leiðir þjóðina. Það er Guð sem mun leiða þjóð sína úr þjáningunni

…til lands sem flýtur í mjólk og hunangi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.