2. Mósebók 2. kafli

Sagan af drengnum sem var haldið leyndum í þrjá mánuði, áður en móðirin lagði hann í sefkörfu út í fljótið, sagan um Móse, er vel þekkt. Við þekkjum líka myndirnar af Miriam systur hans sem hleypur niður með ánni og fylgist með hvernig karfan vaggar fallega í ánni, nú eða kastast til og frá og er næstum étin af krókódílum. Útfærslurnar eru nokkrar.

Líkt og önnur sveinbörn hebrea er Móse settur í ánna. En dóttir konungs er sögð finna hann og vorkenna honum. Miriam fylgist með öllu sem fram fer og stígur síðan inn í myndina.

Þá spurði systir hans dóttur faraós: „Á ég að fara og kalla á hebreska brjóstmóður fyrir þig?“ Dóttir faraós svaraði: „Já, gerðu það.“ Stúlkan fór og kallaði á móður drengsins. Dóttir faraós sagði við hana: „Farðu með þennan dreng og hafðu hann á brjósti fyrir mig og ég skal launa þér það.“ Konan fór með drenginn og hafði hann á brjósti. Þegar drengurinn stálpaðist fór hún með hann til dóttur faraós sem tók hann í sonar stað. Hún gaf honum nafnið Móse og sagði: „Því að ég dró hann upp úr vatninu.“

Móses er alinn upp á mörkum tveggja heima. Í frumbernsku dvelur hann hjá fjölskyldu sinni, en fær athvarf í konungshöllinni er hann eldist. Þessi glíma leiðir til þess að Móses myrðir Egypta sem hann sér slá hebreskan mann.

Í kjölfarið flýr Móses burt úr Egyptalandi og til Midíanslands. Þar kvænist hann prestsdóttur og kemur sér fyrir sem

aðkomumaður í ókunnu landi.

Þegar ráðandi konungur í Egyptalandi deyr og kvein Ísraelsmanna halda áfram, ákveður Guð að stíga fram og minnast sáttmála síns við Abraham, Ísak og Jakob.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.