Ef við höfnum orðunum sem okkur eru boðuð, þá missum við af hvíldinni sem felst í fagnaðarerindinu. Ef aðeins Hebrear hefðu fylgt Guði á göngunni inn í fyrirheitna landið, ef lögmálinu hefði verið fylgt, hefði ekki þurft annan dag. Continue reading Hebreabréfið 4. kafli
Tag: stewardship
Hebreabréfið 3. kafli
Það er fyrst hér í þriðja kaflanum sem að Jesús er nafngreindur sem Guðssonur.
Við erum vöruð við því að forherðast. Okkur ber að varast að leyfa efasemdum og vantrú að grafa um sig í lífi okkar. Með því að snúa baki við Guði, með því að gera uppreisn gegn von Guðs, þá missum við af gleðinni á himnum.
Barúksbók 4. kafli
Eins og ég nefndi áður, þá er spekin í skrifum Barúks, vísun til Torah. Í fjórða kaflanum er skírt hver er gerandinn í sambandi Drottins og Ísraelsþjóðarinnar. Guð gerir, þjóðin þiggur. Hvort sem um er að ræða gott eða illt. Continue reading Barúksbók 4. kafli
Barúksbók 3. kafli
Barúk heldur ákalli sínu áfram. Hann biður Guð um að líta framhjá syndum feðranna. Lausnin felst ekki í mætti okkar mannanna,
Minnstu heldur máttar þíns og nafns þíns á þessari stundu. Því að þú ert Drottinn Guð og vér skulum syngja þér lof, Drottinn. Continue reading Barúksbók 3. kafli
Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar
Fyrir hið margumtalaða hrun hafði þjóðkirkjan þanist út líkt og margt annað á landinu. Auðveldast er að benda á skuldastöðu og framkvæmdagleði því til stuðnings, en einnig væri hægt að benda á að fjöldi kirkna réð til starfa starfsfólk í fastar stöður (oft fagfólk) á sviði æskulýðsmála og safnaðarstarfs (framkvæmdastjóra). Continue reading Bjartsýni á vettvangi kirkjunnar
Jeremía 46. kafli
Jeremía spáir Egyptalandi mikilli eymd. Í tveimur ljóðabálkum spáir hann Egyptalandi tapi í orustum gegn Babýloníukonungi. Vissulega verði þó landið byggt upp á ný, en ekki fyrr en eftir svívirðingar. Continue reading Jeremía 46. kafli
Jeremía 45. kafli
Barúk er að niðurlotum kominn. Það var ekki gott „karíermúv“ að verða ritari Jeremía. Eins og segir skemmtilega í textanum:
Drottinn bætir kvíða við kvöl mína. Continue reading Jeremía 45. kafli
Jeremía 42. kafli
Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur. Continue reading Jeremía 42. kafli
Jákvæð þróun
Þegar ég renndi yfir vefmiðla í morgun rak ég augun í myndatexta á mbl.is sem stakk mig svolítið
Í gær fór fram kirkjuþing unga fólksins. Hlutverk þess er að ræða stöðu og hlutverk ungs fólks í þjóðkirkjunni. Continue reading Jákvæð þróun
Að sigra eða skilja
Ég skrifa stundum hjá mér smápælingar sem ég hyggst síðan gera meira með seinna. Oftar en ekki liggur minnismiðinn á einhverju af smáforritunum, s.s. Evernote eða Wunderlist, þangað til ég kemst að því að þetta sé ekki merkileg pæling og hendi henni, nú eða þá að ég formi pælinguna í bloggfærslu sem ég get þá nálgast síðar.
Þannig sat ég á fyrirlestri á menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir rétt um ári síðan þar sem gestaprófessor talaði um muninn á mjúkri og harðri útiveru. Ég velti fyrir mér í því samhengi hvers konar útivera væri til staðar t.d. í sumarbúðastarfi KFUM og KFUK, hvort það væri einhvers konar þróun í gangi, en prófessorinn gaf til kynna að í sínu umhverfi væri kallað eftir meiri áherslu á mjúka útiveru. Continue reading Að sigra eða skilja
Jeremía 29. kafli
Því ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hef í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonaríka framtíð.
Uppáhaldsversið mitt er í þessum kafla. Áherslan á vonina, horfa fram á veginn. En ég held ég hafi aldrei náð samhenginu að fullu fyrr en nú. Jeremía skrifar þessi orð til fólksins í útlegðinni í Babýlon. Hann kallar þau til að lifa í dreifingunni, hann segir þeim:
Reisið hús og búið í þeim. Gróðursetjið garða og neytið ávaxta þeirra. Takið yður konur og getið syni og dætur. … Vinnið að hagsæld þeirrar borgar sem ég gerði yður útlæga til.
Við eigum að takast á við þær aðstæður sem eru óumflýjanlegar, horfast í augu við að framtíðin og vonin felast stundum í því að gera það sem við getum til að aðlagast umhverfinu sem við erum sett í, með eða án okkar vilja.
Hvatning Jeremía um að sætta sig við útlegðina og horfa fram á veginn, en festast ekki í beiskju og fortíðardraumum, er ekki mætt af skilningi hjá öllum. Spádómur Jeremía um að útlegðin standi í meira en mannsaldur er óásættanlegur, en Jeremía stendur fastur og boðar það sem hann telur sig kallaðan til af Guði.
Jeremía 27. kafli
Jeremía boðar uppgjöf gagnvart konungi Babýlon. Það er engin önnur leið fær en að sættast við tapið. Jeremía fordæmir enn á ný spámennina sem halda að aðrar leiðir séu færar. Framtíðin felst í að gangast undir öflugasta konungsveldið á svæðinu.
Fyrst að ég hef velt fyrir mér meintum tengingum við Matteus hér í síðustu köflum, þá má velta fyrir sér hvort að Mt 22.15-22 og sér í lagi orðin
Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er,
kallist ekki á við 27. kafla Jeremía. Maður spyr sig.
Jeremía 24. kafli
Sýn Jeremía á góðar og vondar fíkjur er einföld. Framtíð Jerúsalem liggur ekki í þeim sem eftir sitja, heldur í þeim sem send voru í útlegð. Í útlegðinni mun sjálfsmynd þjóðarinnar styrkjast og þegar útlagarnir koma aftur mun á ný verða uppbygging í Júda.
Bænir í karlamessu
Almenna kirkjubænin í útvarpsmessu dagsins, karlamessu í Langholtskirkju á boðunardegi Maríu. Continue reading Bænir í karlamessu
Von og hamingja
Tengsl vonar og hamingju eru áhugaverð. Þannig er mér minnisstætt þegar prófessorinn minn í Kristniboðsfræðum talaði um að rannsóknir í Afríkuríkjum bentu til þess að þeir sem tækju kristna trú færðust upp á við í þjóðfélagskerfinu. Mest áberandi væri breytingin frá hópnum sem lifði við eymd og færðist upp í hópinn sem býr við gífurlega fátækt.
Hamfarir, reiði, hatur og náð
Flutt á fundi AD KFUM fimmtudaginn 20. október. Fundarefni á fundinum var frásögn af “Hamförunum á Haiti.”
Mig langar að vera tillitssamur, réttsýnn, bjartsýnn, almennilegur, hreinskiptinn, einlægur og ekta. Ég heyrði í vikunni prófessor kvarta undan fjórða boðorðinu á málþingi í Háskólanum, hlustaði á kollega minn í kirkjunni kvarta undan hvað það sé flókið að boða náð Guðs og hlustaði á meðvitaðar vinkonur fordæma syndaskilning kristninnar fyrir að brjóta niður sjálfsmynd ungra stúlkna.
1. Mósebók 41. kafli
Tveimur árum eftir draumaráðningu Jósefs fyrir yfirbyrlarann dregur til tíðinda. Konung Egyptalands, faraó, dreymir draum. Spásagnarmenn faraósins hafa enginn svör þegar kemur að merkingu draumanna og þá skyndilega rifjast upp fyrir byrlaranum, hebreinn ungi sem hafði spáð réttilega um framtíðina. Jósef er sóttur, klæddur upp og klipptur. Continue reading 1. Mósebók 41. kafli
1. Mósebók 6. kafli
Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli
1. Mósebók 4. kafli
Sagan af Kain og Abel er margþætt. Á persónulegum nótum lýsir hún, öfund og ólund, glímir við reiði, sorg og eftirsjá. En hún er líka saga um spennu á milli akuryrkjusamfélaga með fasta búsetu og hirðingjasamfélaga. Ef til vill á sagan uppruna sinn í akuryrkjusamfélagi með léleg landgæði, sem hrekst frá einum stað á annan. Hugsanlega er hér um að ræða réttlætingu á því að til séu landlaus samfélög. Síðari hluti kaflans gerir síðan grein fyrir tilvist margvíslegra menningarhópa í frjósama hálfmánanum, þar sem í senn er gerð grein fyrir sérkennum þeirra og minnt á að þau eiga sér sameiginlegan uppruna.
1. Mósebók 1. kafli
(Hér horfi ég til 1. Mós 1.1-2.4)
1. Mósebók hefst á helgihaldstexta. Texta sem líkast til hefur mótast í helgihaldinu, þar sem lesari fer með texta sem lýsir mögnuðu sköpunarverki Guðs og þátttakendur í helgihaldinu svara. Ýmist með orðunum: “Það var kvöld, það varð morgun …” eða “Og Guð sá að það var gott.” Continue reading 1. Mósebók 1. kafli