Daníelsbók 5. kafli

Sonur Nebúkadnesar, Belassar, tók við völdum af föður sínum og virðing hans fyrir gyðinglegum hefðum er verulega minni en föðurins. Textinn segir okkur frá því að hann hafi vanvirt musterisgripina frá Jerúsalem sem gæti verið vísun til vanvirðingar hrakmennisins Antíokkusar Epífanesar (sjá 1Makk 1.10) á musterinu í kringum 167 f. Krist. En Belassar og áðurnefnt hrakmenni áttu það sameiginlegt að hafa ekki unnið sér annað til frægðar en að tilheyra réttri ætt. Continue reading Daníelsbók 5. kafli

Daníelsbók 4. kafli

Hrun Babýlóníu er yfirvofandi, þó að ríkið eigi ef til vill afturkvæmt ef það leitar til Guðs hins æðsta. Tilraunir til að sjá í þessum texta tímabundið brotthvarf Nebúkadnesars konungs frá völdum og endurkomu hans í valdastól er fyrst og fremst skemmtilegur misskilningur einstaklingshyggjuhugsuða í kjölfar upplýsingarinnar.  Continue reading Daníelsbók 4. kafli

Markúsarguðspjall 12. kafli

Dæmisaga Jesú í 12. kaflanum er harkaleg og kallast á við frásögu Fjodor Dostojevski í The Grand Inquisitor í Karamasov bræðrunum. Guð fól þjóð sinni allt, þegar spámennirnir komu og kölluðu eftir réttlæti og friði, voru þeir svívirtir, sbr. Jeremía og fleiri. Continue reading Markúsarguðspjall 12. kafli

2. Mósebók 36. kafli

Þörf fólksins til að gefa er meiri en þörf helgidómsins fyrir gjafir. Við höfum mörg þörf fyrir að sýna góðmennsku okkar svo lengi sem það reynir ekki of mikið á. Bangsafjöll í kjölfar náttúruhamfara og hörmunga í BNA, gámar með ónýtum fötum í höfninni í Port-au-Prince, ónýtur matur í geymsluhúsnæði á flugvöllum um alla Afríku. Continue reading 2. Mósebók 36. kafli

2. Mósebók 31. kafli

Það er víst ekki nóg að skrifa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Iðnaðarmennirnir sem eru fengnir í verkið, fá það ekki í kjölfar útboðs á öllu evrópuska efnahagssvæðinu, nei, svo sannarlega ekki. Annar þeirra er barnabarn Húr sem kemur fyrir í 24. kaflanum. En það er ekki hægt að halda því að mönnum að ráða ættingja og vini, slíkt væri ekki faglegt. Continue reading 2. Mósebók 31. kafli

2. Mósebók 18. kafli

Tengdafaðir Móse heimsækir tjaldbúð Ísraelsþjóðarinnar í þessum kafla sem fjallar um mikilvægi þess að góður stjórnandi deili verkefnum og sé ekki með puttana í smámálum, enda hægi það á ákvarðanatöku og gangi fram af öllum. Ekki bara leiðtoganum sem þarf að skipta sér af öllu, heldur líka þeim sem þurfa endalaust að bíða eftir úrlausn sinna mála.

Continue reading 2. Mósebók 18. kafli

2. Mósebók 16. kafli

YHWH reddar vatni í eyðimörkinni, en það stoppar ekki hringingarnar í 113. Það er óþolandi að búa við óöryggi.

Þá möglaði allur söfnuður Ísraelsmanna gegn Móse og Aroni í eyðimörkinni og sagði við þá: „Betra væri okkur að við hefðum fallið fyrir hendi Drottins í Egyptalandi þegar við sátum við kjötkatlana, þegar við átum okkur södd af brauði. En þið hafið leitt okkur út í þessa eyðimörk til þess að láta allan þennan söfnuð farast úr hungri.“

Söfnuðurinn er með öllu ósjálfbjarga í nýjum aðstæðum og möglið er óstöðvandi. Guð sendir lynghænsn, gefur þeim vatn og brauð eins og hver þarf. Móse segir þeim að taka bara það sem þau þurfa og ekkert meir, en auðvitað eru einhverjir sem taka meira en þeim ber. Það gerist ekki bara í eyðimörkinni.

Á sama hátt gaf YHWH þeim tvöfalt einn dag vikunnar, svo þau héldu hvíldardaginn heilagan, en það voru að sjálfsögðu einhverjir sem reyndu að afla sér extra sjöunda daginn.

Það er á margan hátt magnað og merkilegt að lesa 3-4000 ára frásagnir um væl og græðgi, hræðsluna við breytingar og hegðun tækifærissinna. En hvað um það, ástandið í eyðimörkinni stóð í 40 ár. Þannig að sjálfsagt hafa margir í lokin sagt, en þetta hefur alltaf verið svona!

2. Mósebók 5. kafli

Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli

Jónas 2. kafli

Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli

Hebreabréfið 7. kafli

Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli