Jeremía 42. kafli

Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur.

Ef þér búið um kyrrt í þessu landi mun ég byggja yður upp en ekki brjóta niður, ég mun gróðursetja yður en ekki uppræta. Já, ég iðrast þeirrar ógæfu sem ég hef leitt yfir yður. Óttist ekki konunginn í Babýlon sem þér nú óttist. Óttist hann ekki, segir Drottinn, því að ég er með yður. Ég mun hjálpa yður og bjarga yður úr greipum hans. Ég mun sýna yður miskunn svo að hann miskunni sig yfir yður og leyfi yður að snúa heim til ættjarðar yðar. En ef þér segið: Nei, vér viljum ekki vera um kyrrt í þessu landi, og óhlýðnist fyrirmælum Drottins, Guðs yðar, og hugsið: Nei, vér viljum fara til Egyptalands og setjast þar að þar sem vér þurfum hvorki að sjá stríð né heyra lúðurþyt og þurfum ekki að líða hungur, heyrið þá orð Drottins, þér sem eruð eftir af Júdamönnum: Svo segir Drottinn hersveitanna, Guð Ísraels: Ef þér eruð staðráðnir í að fara til Egyptalands að leita þar hælis mun sverðið, sem þér óttist, ná til yðar þar, í Egyptalandi, og hungrið, sem þér hræðist, mun elta yður til Egyptalands og þar munuð þér láta lífið. Allir þeir sem eru ákveðnir í að fara til Egyptalands til að leita þar hælis munu falla fyrir sverði, úr hungri og drepsótt. Enginn þeirra mun bjargast eða komast undan bölinu sem ég mun leiða yfir þá.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.