Viðaukar við Daníelsbók er eitt af apókrýfuritum Gamla testamentisins. Ég fjalla e.t.v. seinna um hvaða aprókýfurit eru í íslensku kristnihátíðarþýðingunni af Biblíunni og af hverju, en að þessu sinni mun ég beina sjónum mínum að Viðaukunum við Daníelsbók. Continue reading Viðaukar við Daníelsbók
Tag: religion
Daníelsbók 6. kafli
Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins. Continue reading Daníelsbók 6. kafli
Markúsarguðspjall 15. kafli
Lýðræði er versta stjórnarformið, ef frá eru talin öll önnur stjórnarform sem reynd hafa verið. (Winston Churchill, í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947)
Vissulega var ekkert raunverulegt lýðræði til staðar í tíð Jesú Krists, en samt ákveður Pílatus að leyfa lýðnum að velja. Pílatus í Markúsarguðspjalli er ekki hræddur líkt og sá í Jóhannesarguðspjalli. Hann er undrandi og virðist ekki telja að Jesús sé hættulegur rómverska heimsveldinu. Continue reading Markúsarguðspjall 15. kafli
Markúsarguðspjall 10. kafli
Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli
Hátíð vonar
Franklin Graham er svo sem ekki á vinalistanum mínum á Fb og ég tæki seint undir skoðanir hans varðandi fjölmarga hluti, en hann er stofnandi og* stjórnandi einna stærstu góðgerðasamtaka í BNA sem velta 46 milljörðum ísl. króna á hverju ári og af þeim rennur um 93% 88%** beint í hjálparstarf af ýmsu tagi. Þetta hlutfall er með því besta sem tíðkast í þessum geira.
2. Mósebók 35. kafli
Þessi texti er um margt eins og textinn í 25. kaflanum, enda er greinilega verið að fjalla um sama viðburðinn. Í 25. kaflanum er YHWH að tilkynna Móse hvers hann óskar, en að þessu sinni er Móse að flytja boðin áfram til Ísraelsþjóðarinnar. Continue reading 2. Mósebók 35. kafli
2. Mósebók 34. kafli
Ég gleymdi víst að nefna það í tengslum við 32. kafla, að þegar Móse kom niður af fjallinu og sá Gullkálfinn varð honum svo mikið um að hann braut steintöflurnar sem YHWH hafði gefið honum með boðorðunum. Continue reading 2. Mósebók 34. kafli
2. Mósebók 32. kafli
Við erum enn í sögunni um boðorðin frá Guði, nema hvað hér er sagt frá því að fólkið hafi farið að lengja eftir Móse á fjallinu. Guðdómur Móse er gefin í skin, enda kallar fólkið til Arons:
Komdu og búðu til guð handa okkur sem getur farið fyrir okkur því að við vitum ekki hvað varð um þennan Móse, manninn sem leiddi okkur út af Egyptalandi. Continue reading 2. Mósebók 32. kafli
2. Mósebók 28. kafli
Stundum verð ég pirraður yfir lestrinum. Nú er lykilfólkið talið upp.
Aron, Nadab og Abíhú, Eleasar og Ítamar, synir Arons. Continue reading 2. Mósebók 28. kafli
2. Mósebók 22. kafli
Þetta eru fyrst og fremst praktísk lög í þessum fyrstu köflum. Vissulega má sjá skýr merki um feðraveldið í umfjölluninni, þar sem mey er sett í kafla með umfjöllun skepnuhald. Continue reading 2. Mósebók 22. kafli
„Nútímavæðing“ islam
This new interpretation of Islamic law creates enormous problems. Rather than for the most part leaving non-Muslims alone, as did traditional Islam, Islamism intrudes into their lives, fomenting enormous resentment and sometimes leading to violence. Continue reading „Nútímavæðing“ islam
2. Mósebók 19. kafli
Nú er komið að því að regluverkið verði sett. Undirbúningnum er lýst skilmerkilega. Móse mun ganga ásamt Aroni upp á fjallið og sækja grunnlögin, en fyrst þarf söfnuðurinn að undirbúa sig undir nýja tíma. Undirbúningurinn felst í hreinsun, hreinum klæðnaði og því að halda sig frá kynlífi í nokkra daga. Enginn má ganga á fjallið, né snerta það. Aðeins Móse og Aron geta gengið til móts við Guð á fjallinu. Aðrir sem slíkt reyna verða teknir af lífi. Continue reading 2. Mósebók 19. kafli
Islömsk lönd
Í heiminum eru 49 lönd þar sem meira en 50% íbúa teljast vera múslimar skv. Pew Research Center. Af þessum löndum eru lög sem virðast banna kirkjur í þremur þeirra, auk þess sem eitt land til viðbótar setur trúarbrögðum almennt miklar skorður á forsendum stjórnmálahugmynda. Continue reading Islömsk lönd
2. Mósebók 17. kafli
Frásögn um væl í lok 15. kafla er endurtekin hér, þó að staðarnöfn séu önnur. Ástæða þess getur hugsanlega verið sú að sagan hefur varðveist í fleiri en einni munnlegri geymd og hver hefur notast við þekkt kennileiti í sínu nærumhverfi. Þegar sögunum var síðan safnað í eitt rit, þá hefur verið ákveðið að halda fleiri en einni sögu til haga. Continue reading 2. Mósebók 17. kafli
2. Mósebók 12. kafli
Það er nýtt upphaf framundan. Þetta nýja upphaf markast af páskahátíðinni. Hátíð þar sem lambi er slátrað og etið í flýti. En fyrst og fremst er páskahátíðinni ætlað að vera minningardagur eða hátíð þar sem þess er minnst þegar YHWH, hlífði söfnuði Ísraels en gaf Egypta dauðanum á vald. Continue reading 2. Mósebók 12. kafli
2. Mósebók 11. kafli
Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.
Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.
2. Mósebók 7. kafli
Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu. Continue reading 2. Mósebók 7. kafli
2. Mósebók 2. kafli
Sagan af drengnum sem var haldið leyndum í þrjá mánuði, áður en móðirin lagði hann í sefkörfu út í fljótið, sagan um Móse, er vel þekkt. Við þekkjum líka myndirnar af Miriam systur hans sem hleypur niður með ánni og fylgist með hvernig karfan vaggar fallega í ánni, nú eða kastast til og frá og er næstum étin af krókódílum. Útfærslurnar eru nokkrar.
2. Mósebók 1. kafli
Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli
Esterarbók 9. kafli
Það fór enda svo að gyðingar tóku öll völd og