Islömsk lönd

Í heiminum eru 49 lönd þar sem meira en 50% íbúa teljast vera múslimar skv. Pew Research Center. Af þessum löndum eru lög sem virðast banna kirkjur í þremur þeirra, auk þess sem eitt land til viðbótar setur trúarbrögðum almennt miklar skorður á forsendum stjórnmálahugmynda.

Í löndunum þremur sem virðast banna kirkjur búa rétt tæplega 35 milljónir manna eða tæplega 0,3% allra múslíma. Þessi lönd eru:

Saudi Arabia. Íbúafjöldi Saudi er rétt um 30 milljónir. Um er að ræða einveldi, stjórnað af fámennri fjölskyldu sem stjórnar í krafti olíuauðs og notar trúarbrögð sem valdatæki á markvissan hátt. Öll trúarbrögð önnur en Islam eru bönnuð.

Mauritania er staðsett á vesturströnd Afríku með íbúafjölda upp á 3,3 milljónir. Landið hefur verið þjakkað af pólítiskri óvissu, gífurlegri fátækt og hefur verið gagnrýnt fyrir að leyfa þrælahald. Þrátt fyrir að íbúar séu því sem næst 100% múslímar og trúfrelsi sé ekki til staðar, þá hefur Rómversk katólska kirkjan verið með biskupsdæmi í landinu frá 1965 og tilheyra nokkur þúsund manns katólsku kirkjunni í höfuðborginni Nouakchott. Kirkjan hefur starfað að mestu án afskipta stjórnvalda, þó hún hafi ekki opinbera viðurkenningu.

Maldives er minnsta landið í þessari upptalningu. Íbúafjöldi er svipaður og á Íslandi, rétt um 330.000 manns. Landið er á eyjaklasa í Indlandshafi og býr við stöðuga ógn af hækkun sjávarmáls, sem mun líklega gera landið óbyggilegt á komandi öld. Herinn tók öll völd í landinu eftir mótmæli í byrjun 2012 og ekki liggur fyrir hvort og þá hvenær lýðræði verður endurreist í landinu. Á Maldives er öll trúariðkun önnur en Islam bönnuð í stjórnarskrá.

Þá er hægt að nefna Uzbekistan. Þar eru ofsóknir gegn kristnum tíðar og mjög hefur verið þrengt að réttindum þeirra. Allt að 96% íbúa þessa 30 milljón manna lands eru sagðir múslimar þó kannanir hafi sýnt að rétt um 35-40% íbúa telji sig mjög trúaða. Þrátt fyrir ofsóknir þá eru rétt um 5% íbúa kristinnar trúar. Ofsóknirnar í Uzbekistan byggja ekki á múslímskum rétttrúnaði heldur veraldlegum ótta við trúarbrögð, sem fyrst og fremst hefur beinst að mótmælendakirkjum af vestrænum uppruna og smærri sértrúarhópum.

Með öðrum orðum. Af 49 löndum þar sem múslímar eru í meirihluta íbúa, er kristnum mönnum bannað að iðka trú sína í þremur, og í aðeins tveimur þeirra eru engar kirkjubyggingar leyfðar, þ.e. á Maldives og í Saudi Arabíu.

Ég vona að stjórnarfarið og hagsældin í þessum löndum séu ekki markmið þeirra sem berjast gegn moskubyggingu í Reykjavík.

Viðbót: Ágæt skrif þar sem komið er lítillega inn á skyldu stjórnvalda til að vernda trúfrelsi þeirra sem trúa á bókina. http://www.examiner.com/article/are-christian-churches-allowed-muslim-countries

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.