Ekki á morgun heldur hinn

Það er margt hægt að segja um mynd Roland Emmerich “Ekki á morgun heldur hinn” (e. The Day After Tomorrow). Þannig má fjalla um hana sem tveggja tíma auglýsingu fyrir John Kerry í komandi kosningum í BNA. Lárus Páll vinur minn myndi líklega hlæja sig máttlausan af enn einni spennumyndinni með veðurfræðingum (hvað er þetta með veðurfræðinga?). Mig langar hins vegar að velta fyrir mér þeim guðvana heimi sem Roland Emmerich skapar.

Continue reading Ekki á morgun heldur hinn

Hvernig kristin(n) ertu?

Það er alltaf gaman að góðum netskoðunum. Núna veit ég til dæmis að ég er framsækinn kristinn maður, sem ber fyrir brjósti félagslegt réttlæti og virði þá sem eru annarrar trúarskoðunar en ég sjálfur. Ég veit ekki hvort allir taki samt undir þetta. En könnunin er á Christianity.about.com. (Upphaflega skrifað 18. nóvember 2003)