Að lifa

Það er stórkostlegt að lesa góðan texta. Ekki er síður merkilegt að sjá fimm ára barn sitja agndofa þegar texti eins og þessi hér er lesinn.

Og ég segi ýmist: “Áreiðanlega ekki! Litli prinsinn byrgir blómið sitt á hverri nóttu undir glerhjálmi. Og hann gætir vel að kindinni…” Þá verð ég hamingjusamur. Og allar stjörnurnar hlæja blítt.

Eða ég segi: “Allir gleyma sér öðru hverju, og það er nóg! Eitt kvöldið hefur hann gleymt hjálminum, eða kindin hefir farið út hljóðlaust um nótt…” Þá verða bjöllurnar allar að tárum! …

Þetta er hin mikla gáta. Fyrir ykkur sem líka þykir vænt um litla prinsinn, eins og fyrir mig, er alheimurinn ekki samur ef kind sem við þekkjum ekki hefir einhvers staðar, enginn veit hvar, bitið rós eða ekki bitið rós …

– Horfið á himininn. Spyrjið sjálf ykkur: Hefir kindin bitið blómið eða hefir kindin ekki bitið blómið? Og þið munuð sjá hvernig allt breytist …

(Litli Prinsinn, höf. Antoine De Saint-Exupéry, þýð. Þórarinn Björnsson)

One thought on “Að lifa”

Comments are closed.