Andaglas

Á fermingarnámskeiðum í Vatnaskógi kemur reglulega upp þörf hjá unglingsstelpum að fara í andaglas. Spurningunni um andaglas er svarað yfirvegað og vel á Vísindavefnum. Þar er leitt að því líkum að það séu aðgerðir einstaklinganna sjálfra sem kalla fram svörin og vísað í rannsóknir þess efnis. Ekki skal ég efast um það. Hins vegar er áhugavert að velta fyrir sér hvað það þýðir í raun þegar unglingar kalla fram óhugnanleg svör í þessum leik, í flestum tilvikum ómeðvitað.
Ef einhverjir hafa áhuga á að kynna sér andaglasið, er hægt að fara í eitt slíkt hér.

Rétt eða rangt

Ég var að glugga í blogg hjá nemendum í Trinity Lutheran Seminary, enda ekki verri leið að kynnast umhverfinu eftir jól en hvað annað. Þar rakst ég á þessa setningu:

And Binau would probably move beyond that by saying something about how we should not look at things as “right and wrong,” but whether the things are “helpful or unhelpful.” That in interpreted, again, through CONTEXT (our favorite word!).

Stöðnuð eða umbreytandi trú!

Sumum finnst trúin vera farvegur hins gamla, jafnvel úreltra sjónarmiða. Þeim finnst trúin vera sá vettvangur í lífi mannsins þar sem hann varðveitir – og stendur vörð um – það sem alltaf hefur verið, þar verjist maðurinn nýrri þekkingu og nýju áreiti og þar að auki sé trúin – og trúarbrögð almennt – oft gróðrarstía fordóma og jafnvel ofstækis.
Oft getur svo verið, en er það þá ekki vegna þess að maðurinn sjálfur, lokaður inni í sínum litla heimi, hefur lagað trúarbrögðin nað sjálfum sér, þetta þekkjum við úr kristinni trú ekki síður en öðrum trúarbrögðum. Continue reading Stöðnuð eða umbreytandi trú!

Um einkenni umræðunnar

Hún er um margt áhugaverð umræðan um stöðu trúarbragða í grunnskólanum, sem hefur skotið upp kollinum í almennum fjölmiðlum í kjölfar málþings Vinstri grænna um helgina. Eitt einkenni þessarar umræðu hefur verið tilhneiging ýmissa til að spyrða saman ólíka þætti og alhæfa út frá einstökum og á tíðum stílfærðum dæmum.

Continue reading Um einkenni umræðunnar

Trúarlíf í leikskólum

Í dag var úthlutað úr Kristnihátíðarsjóði í fjórða sinn. Það vakti athygli mína að annálaritarar voru nokkrir í hópi styrkþega og eins var gleðilegt að ummælaritarinn Torfi fékk styrk að þessu sinni. Við úthlutunina ræddi ég skamma stund við Kristínu Dýrfjörð en hún er að rannsaka Trúarlíf í leikskólum. Continue reading Trúarlíf í leikskólum

Ungt fólk og samræður milli trúarbragða

Vikuna 15.-22. nóvember stóð EYCE að námskeiði um samræður milli menningarsvæða og trúarhópa. Í lok námskeiðsins samþykktu allir 34 þátttakendur námskeiðsins samhljóða sjö grundvallarreglur til notkunar í samræðum milli trúarhópa. En reglurnar voru þróaðar og prófaðar á námskeiðinu. Samþykktin er eins og hér segir: Continue reading Ungt fólk og samræður milli trúarbragða