Kirkja kapítalismans

En kannski er Kringlan við hæfi. Er ekki verslunarmiðstöðin einhvers konar kirkja markaðssamfélagsins? Hof markaðshyggjunnar? Þangað förum við snemma á sunnudagsmorgnum. Messan er útsala. Fyrir framan afgreiðslukassann bíðum við í röð eins og í kapítalískri altarisgöngu. Líkami Krists eru Diesel-buxur og Nike-skór; pulsa og kók. Fyrirgefning syndanna, hugarró sóknarbarnsins. Ég er neytandi og kirkjan mín er Kringlan. (Af Múrnum, 8. júlí 2006)

Valkvætt hugmyndakerfi

Í færslu hér á undan notast ég við orðtakið valkvætt hugmyndakerfi. Ástæðan er sú að ég lýt ekki svo á að trúarbrögð séu markaðsvara á svipaðan hátt og t.d. þátttaka í Lions eða Kiwanis. Trú mín kallar mig til að eiga samfélag við Guð, sú köllun snýst ekki um hvort að mér líkar tónlistin í kirkjunni, hvort ég telji prestinn minn einstakan prédikara eður ei, hún er meira að segja óháð því hvort söfnuðurinn minn komi vel fram. Burtséð frá þessum þáttum á ég að leitast við að fylgja Kristi, eiga við hann samfélag og leitast við að gera sköpunarverkið að þeirri góðu sköpun sem Guð ætlaði því að vera.

Continue reading Valkvætt hugmyndakerfi

Hlutverkaskilgreiningar

Einhverjum kann að finnast ég gera lítið úr hlutverkaskilgreiningum í svari á trú.is í gær. Því er til að svara að hlutverkaskilgreiningar hafa ákveðið hlutverk. Þær hjálpa til við greiningu hópa og hreyfinga, auðvelda okkur að sjá mynstur í atferli hreyfinga og hafa ákveðið forspárgildi um þróunarferli þeirra. Slíkar upplýsingar eru mikilvægar og rannsóknir á slíkum mynstrum geta hjálpað við að takast á við hópa sem hafa tilhneygingu til að beita ofbeldi svo dæmi sé tekið.
Svari mínu í gær var hins vegar ætlað að vara við að nota þessar skilgreiningar til að fullyrða um trú/trúleysi einstaklinga, þar sem hlutverkaskilgreiningar henta mjög illa til slíkrar stimplunar.

Hins vegar er pistill Svavars Alfreðs dæmi um skemmtilega notkun á hlutverkaskilgreiningum trúarlífsfélagsfræðinnar til greiningar á hópum.

Þetta er sett hér inn til útskýringar.

Ofbeldi

Ofbeldi er valdbeiting sem einkennist af virðingarleysi fyrir þolandanum. Ofbeldi birtist í fleiri myndum en barsmíðum og líkamsmeiðingum. Alvarlegustu afleiðingar ofbeldis eru oftast tilfinningalegs eðlis.
Höfnun, meinhæðni, einelti, hótanir, óréttlæti og einangrun eru tegundir ofbeldis.
(Skilgreining af vef Vímulausrar æsku)

Emergent/Postmodern

You scored as Emergent/Postmodern. You are Emergent/Postmodern in your theology. You feel alienated from older forms of church, you don’t think they connect to modern culture very well. No one knows the whole truth about God, and we have much to learn from each other, and so learning takes place in dialogue. Evangelism should take place in relationships rather than through crusades and altar-calls. People are interested in spirituality and want to ask questions, so the church should help them to do this.

Emergent/Postmodern – 86%
Roman Catholic – 75%
Neo orthodox – 75%
Evangelical Holiness/Wesleyan – 68%
Reformed Evangelical – 61%
Modern Liberal – 50%
Classical Liberal – 50%
Charismatic/Pentecostal – 39%
Fundamentalist – 11%

What’s your theological worldview?
created with QuizFarm.com

Guð sem stjórnmálaafl

Fyrir flestum Bandaríkjamönnum er afstaðan til Krists mæld í afstöðinni til hjúskapar samkynhneigðra og fóstureyðinga, þrátt fyrir að þetta séu mál sem Kristur nefnir aldrei. Sama fólk og mælist þannig kristnast er í mörgum tilfellum skeytingarlaust um þann gífurlega þjóðfélagsvanda sem fátækt er. Það þrátt fyrir að fátækt og mikilvægi þess að vinna bug á henni sé nefnt til sögunnar um 2000 sinnum í Biblíunni.

Continue reading Guð sem stjórnmálaafl

Hefndin [spoiler]

Það er margt að segja um hefndina og þeir Wachowski-bræður reyna að koma sínum hugmyndum til skila í nýrri mynd hér í BNA, V for Vendetta. En hefndin er ekki það eina sem glímt er við, hér er líka snert við einhverri þekktustu glímu guðfræðings. Er í lagi að beita ofbeldi til að leiðrétta óréttlætið? En íbúar BNA eru mjög uppteknir af því að Bonhoeffer hafi ekki þegið stöðu við Union Theology Seminar um miðjan 3. áratug síðustu aldar, heldur haldið heim til Þýskalands, barist gegn Hitler og svarað ofangreindri spurningu játandi. En það er útúrdúr.

Continue reading Hefndin [spoiler]

Kúgaðar skoðanir

Í nóvember 2004 var ég á málþingi í Grikklandi um samskipti milli trúarhópa. Málþingið var um margt spennandi og skemmtilegt en um leið reyndi margt á. Eitt af því sem hefur alltaf setið í mér, var “session” þar sem fimm einstaklingar úr hópnum voru fengnir til að velta upp nokkrum spurningum um stöðuna í Evrópu og af einhverjum ástæðum var ég valinn til þátttöku. Umræðan fór vítt og breitt og ég fann að oft átti ég litla samleið með hinum fulltrúunum. Þegar kom að spurningu um hverjar væru helstu hætturnar í Evrópu á næstu árum, komu fjölbreytt svör.

Continue reading Kúgaðar skoðanir