Ungt fólk og samræður milli trúarbragða

Vikuna 15.-22. nóvember stóð EYCE að námskeiði um samræður milli menningarsvæða og trúarhópa. Í lok námskeiðsins samþykktu allir 34 þátttakendur námskeiðsins samhljóða sjö grundvallarreglur til notkunar í samræðum milli trúarhópa. En reglurnar voru þróaðar og prófaðar á námskeiðinu. Samþykktin er eins og hér segir:

Þátttakendur á námskeiðinu “Intercultural and Inter-religious Dialogue – Avoid Conflicts” sem haldið var í Panagia Soumela í Grikklandi, dagana 15.-22. nóvember 2004 og skipulagt af EYCE (Samkirkjuráði ungs fólks í Evrópu), FEMYSO (Vettvangi múslímskra stúdenta- og æskulýðshreyfinga í Evrópu) og SYNDESMOS (Heimssambandi ungra Orthodoxa) komust að neðangreindri niðurstöðu eftir umræður um margvíslega þætti samræðna um mismunandi trúarbrögð og tengsl þeirra.

Ráðleggingar um samræður milli trúarbragða

i. Hafðu skýra sín á þína eigin sjálfsmynd og eigin trú.

ii. Komdu fram af virðingu

Virðing er grundvallarþáttur í samræðum milli trúarbragða. Til að samræður skili árangri er nauðsynlegt að til staðar sé opin hugur þáttakenda, hreinskilni, hugrekki, þolinmæði, samhyggð og vilji til að fyrirgefa og hlusta.

iii. Samþykktu sameiginleg gildi

Mikilvægt er að viðurkenna og leita uppi gildi sem sameina ólíka aðila. Þessi gildi geta verið jafnrétti, réttlæti og frelsi, sér í lagi trúfrelsi. Nauðsynlegt er að samþykkja þessi gildi sem grundvallandi í samræðum.

iv. Náðu sátt um sameiginleg markmið samræðunnar.

Til að samræðan skili árangri og til að minnka hættu á miskilningi er nauðsynlegt að þeir sem taka þátt í samræðum milli trúarbragða komi sér saman um sameiginleg markmið vinnunnar.

v. Vertu reiðubúin til að læra

Lærdómurinn byggist á viljanum til að öðlast nýja vitneskju, jafnt um sjálfa sig og aðra.

vi. Forðastu fordóma og staðalímyndir

Manneskjur hafa tilhneigingu til að notast við staðalímyndir sem einfaldar skilgreiningar í flóknum efnum. Af þeim sökum er mikilvægt að forðast hvatvísa fordóma sem geta leit til óásættanlegrar þekkingar á öðrum. Þá er mikilvægt að vera sjálfsgagnrýnin og tilbúin að ögra eigin skilningi.

vii. Innleiddu samræðu í daglegt líf

Það á að leitast við að nota samræður til að takast á við átök í þjóðfélögum okkar, með því að nota hugtök sem eru viðeigandi fyrir alla.

7 thoughts on “Ungt fólk og samræður milli trúarbragða”

  1. Kannski á samræðan ágætlega við þarna, milli trúarbragða. Svo lengi sem hægt er að horfa framhjá hindurvitnum hvers og eins og einblína á það sem við öll viljum, betri heim, þá má ganga út frá að allt effort sem hampar því sameiginlega sé til bóta. En þessi aðferð á ekkert erindi við vísindin. Um leið og þau eru þvinguð til að taka tillit til yfirnáttúru og annarrar bábilju hætta þau að vera vísindaleg. Og þá hætta þau að leiða til þekkingar og framfara. Látið þau í friði. Endilega haldið áfram að sætta hindurvitnaklúbba veraldar alveg þar til þið áttið ykkur á að yfirnáttúruan er óþörf og þið sjálfkrafa orðin húmanistar 🙂

  2. Smá pæling: Er ekki samræðuformið nauðsynleg á milli trúarbragða? Þeas þar sem að þau byggjast ekki á rökum er gagnslaust að tala um rétta og ranga trú þannig að rökræður eru ómögulegar. Sem að segir meira um trú sem tæki til þekkingar en rökfæður.

  3. Eða með öðrum orðum: samræðuformið er eina hugsanega samskiptaformið á milli trúarbragða (ef að við undanskiljum ofbeldi)

Comments are closed.