Fyrir nokkru varð umræða um að stjórnmálamaður á Íslandi hefði sagt ósatt um námsgráðu við Háskóla Íslands. Hneykslunin varð nokkur og kostaði manninn hugsanlega borgarstjórastólinn, þrátt fyrir ágætar útskýringar á mistökunum sem áttu sér stað.
Tag: politics
Gengið á glötunarvegi
Það má segja að það sé meira en lítið hallærislegt að skrifa bloggfærslu um Framsóknarflokkinn, en þar sem málið er mér skylt finnst mér ég þurfa að leggja orð í belg. Allt frá barnæsku hefur mér þótt Framsóknarflokkurinn standa fyrir skemmtilegan raunveruleika í íslenskri pólítík, tengsl hans við landsbyggðina þar sem einn hjálpar öðrum við að koma kindum í hús, kallast skemmtilega á við lög- og hagfræðimenntuðu frjálshyggjumennina í Sjálfstæðisflokknum og sjálfhverfa akademíska liðið sem hefur rænt baráttunni fyrir jöfnum rétti allra og hringsnýst um gáfur sjálfs sín og ást sína á umhverfinu og landinu sem það hefur aldrei séð.
Óheppinn
Dagur B. sá ágæti skólabróðir minn sagði í stuðningsmannaræðunni sinni í gær að hátt í 90% kjósenda hefðu valið stefnumál Samfylkingarinnar í kosningunum í Reykjavík. Vísaði hann til þess að hann flokkarnir hefðu tekið upp stefnumál Samfylkingarinnar í aðdraganda kosninga. Þetta þótti flokksfélögum hans fyndið og skemmtilegt.
Innflytjendalög
Samkvæmt innflytjendalögum í Ísrael frá 2003 fá íbúar Gaza og Vesturbakkans ekki ríkisborgararétt í Ísrael þó þeir giftist ísraelskum ríkisborgara. Þessi lög eru reyndar talinn brjóta gegn stjórnarskrá Ísraels og verða tekinn upp fljótlega á ísrealska þinginu. Í grein um málið í Economist í síðustu viku er velt upp spurningunni hvort reynt verði að fara fram hjá stjórnarskránni með því að notast við dönsku aðferðina. Continue reading Innflytjendalög
Rosa Parks
Fyrir nokkrum vikum var í strætó hér í Columbus með Önnu Laufeyju. Á auglýsingaspjöldum í vagninum vorum við minnt á að minnast Rosa Parks og hennar framlags til réttindabaráttunnar. Það sem hins vegar stakk mig var sú pólítíska ranghugsun að framlag hennar hefði átt þátt í því að strætó hér í Columbus er “all-Black”. Þannig voru ég og Anna einu farþegarnir í vagninum í sem ekki voru African-American. Hvítt fólk getur ekki stokkið sagði í góðri mynd, en þeir virðast ekki heldur taka strætó.
Ég er orðinn gamall
Ég uppgötvaði að ég er orðinn gamall rétt í þessu, en kosningabarátta Hjálmars Þ Hannessonar fer í mínar fínustu. Þetta minnir á svertuauglýsingar hér í BNA. Hér í BNA passa frambjóðendur sig á að hafna tengslum við lákúruna en láta gervihreyfingar eins og Moms for Ohio kosta skítkastið. Hér er það ungliðahreyfing fylkingarinnar sem stendur á bak við nálgunina og á heimasíðu framboðsins er vísað til Hjálmars.
Ég er líklega gamall þar sem mér líkar þetta ekki, en mér finnst Samfylkinguna setja niður.
Staða kirkjunnar í BNA
It is of course idolatry and heresy, patriotism is, and the spectacle (in the strict sense of the term) of the evangelical right aligning itself with the gods of the age reveals as clearly as any other symptom the utter theological bankruptcy of the American church.
Umfjöllun Travis Ables um Hjáguðadýrkun er áhugaverð.
Að nota skilgreiningar til að vanvirða
Með reglulegu millibili birtir Forbes lista yfir ríkustu þjóðarleiðtoga heims og í kjölfarið birtist frétt um meinta stöðu Kastró á listanum. Svo virðist vera að í áróðursskini og/eða fávisku um hugmyndaheim kommúnismans á Kúbu telji Forbes mikilvægt að eigna Kastró einhvern hluta af eignum ríkisins sem hann veitir forstöðu.
Continue reading Að nota skilgreiningar til að vanvirða
Áhugaverð söfnunarleið
Á gasreikningnum mínum í þessum mánuði er boðið upp á spennandi nýjung. Columbia Gas of Ohio hefur tekið upp samstarf við Hjálpræðisherinn og er hægt að styrkja herinn um ákveðna upphæð, sem rennur óskipt til að styrkja efnaminna fólk sem hefur engin úrræði til að greiða gasreikninginn. Continue reading Áhugaverð söfnunarleið
God and Politics
In the minds of many Americans the commitment to Christ is measured in how strongly they fight against gay-marriages and abortions. Even thou Jesus never spoke about those issues. Those who measure up as the most Christian, sometimes have no agenda or at least vague about poverty. That seems strange in the light of the fact that poverty and the importance of fighting it is mentioned almost 2000 times in the Bible. Continue reading God and Politics
Hefndin [spoiler]
Það er margt að segja um hefndina og þeir Wachowski-bræður reyna að koma sínum hugmyndum til skila í nýrri mynd hér í BNA, V for Vendetta. En hefndin er ekki það eina sem glímt er við, hér er líka snert við einhverri þekktustu glímu guðfræðings. Er í lagi að beita ofbeldi til að leiðrétta óréttlætið? En íbúar BNA eru mjög uppteknir af því að Bonhoeffer hafi ekki þegið stöðu við Union Theology Seminar um miðjan 3. áratug síðustu aldar, heldur haldið heim til Þýskalands, barist gegn Hitler og svarað ofangreindri spurningu játandi. En það er útúrdúr.
Góðar fréttir [lagað]
Í vikunni átti sér stað áhugavert samtal í 500 mílna fjarlægð frá heimili mínu. Ef til vill var það á þessa leið.
Hvað er að gerast í Suður Dakóta? [uppfært]
Hér í BNA hafa verið nokkrar umræður um Suður Dakóta. Fylki sem fæstir geta staðsett á landakorti, nema helst þeir sem eru fluttir þaðan. Íbúarnir enda undir 1 milljón og fjölgar víst lítið. Fylkið þar með eitt af 7 minnstu ríkjum sambandsins.
Continue reading Hvað er að gerast í Suður Dakóta? [uppfært]
Einstaklega óhæfir einstaklingar
Það er magnað að sjá lóðaklúðrið í Reykjavík. Ítrekað tekst Borgaryfirvöldum að klúðra úthlutun með lélegum vinnubrögðum. Í Morgunblaðinu talar Alfreð Þorsteinsson um að aðferðir Reykjavíkurborgar séu þó betri en Kópavogsbæjar, en er það endilega svo. Continue reading Einstaklega óhæfir einstaklingar
Frjálslyndi flokkurinn alltaf spes
Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp um enn eitt jákvætt skrefið í ferlinu að aðskilnaði ríkis og kirkju. En samkvæmt því er skipulagning og kjörgengi á Kirkjuþing ekki í höndum Alþingismanna heldur Kirkjuþings sjálfs. Þannig eru innri ákvarðanir kirkjunnar færðar til hennar en eru ekki viðfangsefni Alþingismanna. Skv. frétt á mbl.is skiluðu fulltrúar Frjálslyndaflokksins inn séráliti vegna þessa frumvarps um að þeir teldu að Alþingismenn ættu ekki að fjalla um innri mál kirkjunnar. Og … ætli þeir hafi ekki skilið að um það snýst frumvarpið.
Hver á RÚV?
Enn á ný gerast fáránlegir hlutir á Íslandi. Skyndilega er það ekki hlutverk þeirra sem þjóðin kýs almennri kosningu til Alþingis að skipa fólk og halda utan um stefnumótun Ríkisútvarpsins sem er í eigu allra landsmanna heldur starfsmanna þeirrar stofnunar, jafnvel þótt þeir hafi verið ráðnir til annarra starfa. Sá þjófnaður á sameign þjóðarinnar sem átti sér stað í gær, í skjóli hlutleysis og mótmæla við því að stjórnmálamenn ræki hlutverk sitt er til skammar og okkur öllum til minnkunar.
Starfsfólk RÚV á að skammast sín.
Til skammar
Það er hneisa að einhverjir Íslendingar skuli vera til í að svínbeygja reglur um íslenskan ríkisborgararétt til handa manni sem fagnar yfir hryðjuverkum, er haldinn hatri í garð einstakra þjóða og er auk þess í skattrannsókn vegna hugsanlegra skattsvika í heimalandi sínu. Continue reading Til skammar
Ríkiskirkja!?!!
Ég trúi að ef kirkjan vill lifa heilbrigðu lífi þurfi hún að ná sem mestri fjarlægð frá ríkisvaldinu. Margvíslegur árangur hefur náðst, þó alltaf megi gera betur. Ástandið í Noregi er hins vegar dæmi um óheilbrigt umhverfi hvað þetta varðar. Er staðan virkilega sú að ríkisstjórnarsamstarf er í hættu vegna biskupskosninga og afstöðu kirkjunnar til samkynhneigðra?
Forsetinn
Ég minni á það að forseti Íslands neitaði að skrifa undir lög sem áttu að takmarka eignarhald auðmanna á fjölmiðlum og koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þróun sem við höfum séð nú síðustu vikur. Þessi sami forseti skrifaði í gær undir lög sem banna ákveðinni stétt manna að berjast fyrir réttindum sínum.
Það er merkilegt að réttindi auðmanna til samþjöppunar valds er meira virði í augum forsetans en réttindabarátta kennara.
Vika í lokaniðurstöður
Þar sem kjörstöðvum lokaði ekki fyrr en um 3 klst á eftir áætlun í Columbus, Ohio og her lögfræðinga á þeim bæ tók að sér að efast um fjölda nýskráðra kjósenda, liggur fyrir að lokaniðurstöður kosninganna í BNA liggja ekki fyrir fyrr en eftir 7-11 daga. Continue reading Vika í lokaniðurstöður