Forsetinn

Ég minni á það að forseti Íslands neitaði að skrifa undir lög sem áttu að takmarka eignarhald auðmanna á fjölmiðlum og koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Þróun sem við höfum séð nú síðustu vikur. Þessi sami forseti skrifaði í gær undir lög sem banna ákveðinni stétt manna að berjast fyrir réttindum sínum.

Það er merkilegt að réttindi auðmanna til samþjöppunar valds er meira virði í augum forsetans en réttindabarátta kennara.

6 thoughts on “Forsetinn”

  1. Láttu nú ekki svona Halldór. Kennarar eru búnir að fá sjens í tvo mánuði til að semja. Reyndar ættirðu að gagnrýna ríkisstjórnina frekar ef þú er eitthvað á móti lögunum. Það voru þau sem settu þau. Þú er kannski með ríkisstjórninni en á móti forsetanum?

  2. Að sjálfsögðu er atferli ríkisstjórnarinnar til háborinnar skammar. Í stað þess að leysa málið með sátt, þá er ákveðið að notast við ofbeldið. Nei, ég er ekki meðmæltur hegðun ríkisstjórnarinnar í þessu máli fremur en mörgum öðrum.

  3. Ég sé ekki aðra lausn gagnvart kennurum en meiri peninga í pakkann. Sjá t.d. hér. Ríkisstjórnin hyggst dæla peningum inn til frekari neyslu með skattalækkunum. Það er hægt að slá hluta þess á frest og setja það inn í hagkerfið með launahækkun kennara.

  4. Myndi það leysa málið? Ég held þetta sé einföldun. Hve mikið ætti að hækka laun kennaranna? Hve mikið ætti að minnka kennsluskylduna? Svona mætti lenga telja. Hvað með leikskólakennara? Yrði þá ekki að koma til móts við á líka? Hvað með almenna kjarasaminga sem þá yrðu í uppnámi? Sé ekki betur en að þessi lausn sé uppspretta annarra vandamála.

  5. Sá einstaki heimsviðburður þegar forseti Íslands neitaði að staðfesta lög frá Alþingi til þess að staðfesta gjá milli þings og fjölmiðla var undantekningin sem sannaði þingræðisregluna í þessu lýðræðisríki. Ekki bjóstu við því í alvöru að hann myndi neita að staðfesta lög öðru sinni af sömu ástæðu?! Hvernig hefði ríkisstjórnin átt að „leysa málið með sátt“? Er ríkissáttasemjari ekki fulltrúi ríkisstjórnarinnar í samningaviðræðum kennara og sveitarstjórna? Ekki er hann kunnur að ofbeldi, sá mæti maður. 😉

Comments are closed.