Óheppinn

Dagur B. sá ágæti skólabróðir minn sagði í stuðningsmannaræðunni sinni í gær að hátt í 90% kjósenda hefðu valið stefnumál Samfylkingarinnar í kosningunum í Reykjavík. Vísaði hann til þess að hann flokkarnir hefðu tekið upp stefnumál Samfylkingarinnar í aðdraganda kosninga. Þetta þótti flokksfélögum hans fyndið og skemmtilegt.

Spurningin hlýtur að vera sú, ef rétt er með stefnumálin, hvers vegna svo sé að fólk velji afritunina umfram Dag og félaga. Það er nærtækast að telja að ástæðan sé einvörðungu persónuleg. Fullyrðing Dags í ræðunni í gær gefur nefnilega í skin að eina ástæða þess að Samfylkingin hafi ekki náð árangri í kosningunum sé sú að fólki líki einfaldlega ekki við fólkið á listanum fyrst að stefnur allra séu eins. Ég held hins vegar að það geti vart hafa verið hugmynd Dags í ræðunni að ýja að því að hann hafi ekki höfðað til fjöldans. Hann var bara óheppinn með brandara.