Ójöfnuður

Hægt er að sjá vandaða umfjöllun um stéttarskiptingu í skólakerfi á múrnum í dag. Umfjöllun Berglindar Rósar Magnúsdóttur, Eru einkagrunnskólar nauðsynlegir? er sérlega áhugaverð í því umhverfi sem ég upplifi hér í BNA.

Reyndar fylgja hættur blönduninni í bekki eins og greinar Sigríðar Víðis um geðraskanir barna í Morgunblaðinu sýndu fram á. Eins er spurning hvort Berglind átti sig á þeirri þróun sem orðin er í Reykjavík, þar sem eitthvað er um að fólk kaupi sig inn í hverfi með sterka grunnskóla. En burt séð frá þessum vanköntum á jöfnuðinum, er ljóst að ástandið hér í BNA er skelfilegt þegar kemur að ójöfnuði til grunnskólanáms.