Innflytjendalög

Samkvæmt innflytjendalögum í Ísrael frá 2003 fá íbúar Gaza og Vesturbakkans ekki ríkisborgararétt í Ísrael þó þeir giftist ísraelskum ríkisborgara. Þessi lög eru reyndar talinn brjóta gegn stjórnarskrá Ísraels og verða tekinn upp fljótlega á ísrealska þinginu. Í grein um málið í Economist í síðustu viku er velt upp spurningunni hvort reynt verði að fara fram hjá stjórnarskránni með því að notast við dönsku aðferðina. Þar er notast við kríteríu sem í fyrstu virðist “colour-blind” en beinist samt að ákveðnum hópum, en ekki öðrum. Slíkar leiðir séu að sjálfsögðu í engu frábrugðnar þeirri leið sem farinn sé í Ísrael nú, en erfiðara sé að berjast gegn þeim fyrir dómstólum. Aðalkrítería dönsku leiðarinnar er hin fáranlega regla um aldurstakmörk þegar kemur að því að veita mökum ríkisborgararétt, sú krítería er notuð eins og þekkt er á Íslandi.
Það er merkilegt að Ísrael sé að skoða að taka upp harðari lög um ríkisborgararétt. Samsvarandi lög og eiginmaður mannréttindabaráttukonunnar Dorritar M. undirritaði fyrir lýðveldið Ísland.