Frjálslyndi flokkurinn alltaf spes

Fyrir Alþingi liggur fyrir frumvarp um enn eitt jákvætt skrefið í ferlinu að aðskilnaði ríkis og kirkju. En samkvæmt því er skipulagning og kjörgengi á Kirkjuþing ekki í höndum Alþingismanna heldur Kirkjuþings sjálfs. Þannig eru innri ákvarðanir kirkjunnar færðar til hennar en eru ekki viðfangsefni Alþingismanna. Skv. frétt á mbl.is skiluðu fulltrúar Frjálslyndaflokksins inn séráliti vegna þessa frumvarps um að þeir teldu að Alþingismenn ættu ekki að fjalla um innri mál kirkjunnar. Og … ætli þeir hafi ekki skilið að um það snýst frumvarpið.

3 thoughts on “Frjálslyndi flokkurinn alltaf spes”

  1. Tja, þetta eru lög sem fjalla um innri starfssemi kirkjunnar, lög sem lögð eru fyrir Alþingi. Samt segja sumir (les: biskup) að ríki og Þjóðkirkja séu aðskilin. Er það ekki einfaldlega málið. Frjálslyndir vilja alvöru aðskilnað, ekki hænuskref þar sem Alþingi hlutast til um innra starf Þjóðkirkjunnar og ekki er skorið á naflastrenginn? Annars hef ég ekki hugmynd um hvað frjálslyndir eru að spá 🙂

  2. Þetta snýst um endurskoðun á gildandi lögum, með það að markmiði að minnka vægi þeirra. Ef Frjálslyndir koma með vitræn viðbrögð hefði verið nær að leggja til að lögin í heild yrðu felld úr gildi. Í stað þess að gagnrýna breytingar í þá átt.

Comments are closed.