Markúsarguðspjall 15. kafli

Lýðræði er versta stjórnarformið, ef frá eru talin öll önnur stjórnarform sem reynd hafa verið. (Winston Churchill, í ræðu í breska þinginu 11. nóvember 1947)

Vissulega var ekkert raunverulegt lýðræði til staðar í tíð Jesú Krists, en samt ákveður Pílatus að leyfa lýðnum að velja. Pílatus í Markúsarguðspjalli er ekki hræddur líkt og sá í Jóhannesarguðspjalli. Hann er undrandi og virðist ekki telja að Jesús sé hættulegur rómverska heimsveldinu. Continue reading Markúsarguðspjall 15. kafli

Markúsarguðspjall 12. kafli

Dæmisaga Jesú í 12. kaflanum er harkaleg og kallast á við frásögu Fjodor Dostojevski í The Grand Inquisitor í Karamasov bræðrunum. Guð fól þjóð sinni allt, þegar spámennirnir komu og kölluðu eftir réttlæti og friði, voru þeir svívirtir, sbr. Jeremía og fleiri. Continue reading Markúsarguðspjall 12. kafli

Markúsarguðspjall 10. kafli

Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli

Markúsarguðspjall 3. kafli

Aherslan í þessum fyrstu köflum Markúsarguðspjalls snýst um spennuna milli þess að fylgja lögmálinu eða gera það sem er rétt. Í dag er stundum talað um borgaralega óhlýðni, það að mótmæla óréttlæti þrátt fyrir að það geti leitt til þess að mótmælandi sé handtekinn fyrir óhlýðni við yfirvöld. Continue reading Markúsarguðspjall 3. kafli

2. Mósebók 36. kafli

Þörf fólksins til að gefa er meiri en þörf helgidómsins fyrir gjafir. Við höfum mörg þörf fyrir að sýna góðmennsku okkar svo lengi sem það reynir ekki of mikið á. Bangsafjöll í kjölfar náttúruhamfara og hörmunga í BNA, gámar með ónýtum fötum í höfninni í Port-au-Prince, ónýtur matur í geymsluhúsnæði á flugvöllum um alla Afríku. Continue reading 2. Mósebók 36. kafli

2. Mósebók 32. kafli

Við erum enn í sögunni um boðorðin frá Guði, nema hvað hér er sagt frá því að fólkið hafi farið að lengja eftir Móse á fjallinu. Guðdómur Móse er gefin í skin, enda kallar fólkið til Arons:

Komdu og búðu til guð handa okkur sem getur farið fyrir okkur því að við vitum ekki hvað varð um þennan Móse, manninn sem leiddi okkur út af Egyptalandi. Continue reading 2. Mósebók 32. kafli

2. Mósebók 31. kafli

Það er víst ekki nóg að skrifa um hvernig hlutirnir eiga að vera. Iðnaðarmennirnir sem eru fengnir í verkið, fá það ekki í kjölfar útboðs á öllu evrópuska efnahagssvæðinu, nei, svo sannarlega ekki. Annar þeirra er barnabarn Húr sem kemur fyrir í 24. kaflanum. En það er ekki hægt að halda því að mönnum að ráða ættingja og vini, slíkt væri ekki faglegt. Continue reading 2. Mósebók 31. kafli

2. Mósebók 16. kafli

YHWH reddar vatni í eyðimörkinni, en það stoppar ekki hringingarnar í 113. Það er óþolandi að búa við óöryggi.

Þá möglaði allur söfnuður Ísraelsmanna gegn Móse og Aroni í eyðimörkinni og sagði við þá: „Betra væri okkur að við hefðum fallið fyrir hendi Drottins í Egyptalandi þegar við sátum við kjötkatlana, þegar við átum okkur södd af brauði. En þið hafið leitt okkur út í þessa eyðimörk til þess að láta allan þennan söfnuð farast úr hungri.“

Söfnuðurinn er með öllu ósjálfbjarga í nýjum aðstæðum og möglið er óstöðvandi. Guð sendir lynghænsn, gefur þeim vatn og brauð eins og hver þarf. Móse segir þeim að taka bara það sem þau þurfa og ekkert meir, en auðvitað eru einhverjir sem taka meira en þeim ber. Það gerist ekki bara í eyðimörkinni.

Á sama hátt gaf YHWH þeim tvöfalt einn dag vikunnar, svo þau héldu hvíldardaginn heilagan, en það voru að sjálfsögðu einhverjir sem reyndu að afla sér extra sjöunda daginn.

Það er á margan hátt magnað og merkilegt að lesa 3-4000 ára frásagnir um væl og græðgi, hræðsluna við breytingar og hegðun tækifærissinna. En hvað um það, ástandið í eyðimörkinni stóð í 40 ár. Þannig að sjálfsagt hafa margir í lokin sagt, en þetta hefur alltaf verið svona!

2. Mósebók 11. kafli

Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.

Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.