Jesaja 1. kafli

Spádómsbók Jesaja er eitt af lykilritum Gamla testamentisins, ekki síst fyrir kristna, enda fjölmargar vísanir til frelsarans sem hafa verið lesnar sem spádómar um líf og starf Jesú Krists. Almennt er talið að ritið sé a.m.k. þrískipt og í því samhengi talað um Jesaja, Deutero-Jesaja og Trito-Jesaja. Continue reading Jesaja 1. kafli

3. Mósebók 22. kafli

Guðsmynd þessa texta er ekki aðlaðandi fyrir alla. Guð hafnar öllu sem ekki er óaðfinnanlegt, eða e.t.v. öllu heldur prestarnir. Einungis hinir fullkomnu og frábæru hafa séns. Enn á ný kallast textinn í 3. Mósebók á við frásöguna af Faríseanum og tollheimtumanninum í Lúkas 18.

Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn, ræningjar, ranglátir, hórkarlar eða þá eins og þessi tollheimtumaður. Ég fasta tvisvar í viku og geld tíund af öllu, sem ég eignast.

3. Mósebók 20. kafli

Guðinn Mólok sem hér er nefndur til sögunnar, var einn þeirra guða sem dýrkaður var af nágrannaþjóðum Hebrea. Í túlkunarhefðinni er Mólok tengdur við mannfórnir og sér í lagi fórnir á börnum. Ef sá skilningur er ofan á, þá er auðvelt að skilja textann í upphafi þessa texta. Sá sem fórnar barni sínu hefur lítinn rétt. Continue reading 3. Mósebók 20. kafli

3. Mósebók 1. kafli

Valdakjarninn við samfundatjaldið heldur áfram að styrkja stöðu sína með orðum Drottins í gegnum Móse. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Guð og því ber brennifórnum að vera lýtalaus karldýr, slátrun dýranna fær á sig helgiblæ og Ísraelsmönnum sagt að Drottinn sé ánægður með ilm fórnargjafanna. Continue reading 3. Mósebók 1. kafli

Daníelsbók 11. kafli

Nálgun mín að Daníelsbók byggir á því að bókin sé fyrst og fremst sem verk skrifara sem leitast við að túlka fortíðina og stöðu þjóðar sinnar í kringum 167 f.Kr. Aðferðin sem skrifari notar er að túlka söguna í gegnum „framtíðarsýn“ Ísraelsmannsins Daníels sem upplifði herleiðinguna til Babýlón 400 árum. Með framtíðarsýn Daníels að vopni fjallar ritari á mjög gagnrýnin hátt um hátterni, hegðan og persónu konungsins sem hefur Jerúsalem á valdi sínu.  Continue reading Daníelsbók 11. kafli

Daníelsbók 9. kafli

Eg hef ekki áður nefnt hlutverk Gabríels í Daníelsbók sem sendiboða Guðs, en hann er nefndur á nokkrum stöðum í ritinu. Í mínum huga er Gabríel nátengdur fæðingarfrásögn Jesú og því gaman að stinga því hér inn, sem ég gleymdi fyrr í skrifunum, að ég hef alltaf verið fremur svag fyrir vitringunum sem Daníel verndaði í öðrum kafla, og hef haft tilhneigingu til að tengja þá við vitringana frá austurlöndum sem vitjuðu jötunnar. Continue reading Daníelsbók 9. kafli

Daníelsbók 6. kafli

Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins.  Continue reading Daníelsbók 6. kafli

Daníelsbók 1. kafli

Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.

Continue reading Daníelsbók 1. kafli