Jóel 4. kafli

Þjóðirnar sem um aldir hafa kúgað Ísraelsmenn munu á endanum fá makleg málagjöld. Réttlætið sigrar að lokum skv. Jóel Petúelssyni. Þjóðin hans, sem hefur mátt þola svívirðingar mun ná fram rétti sínum með Guðs hjálp.

En lýð sínum veitir Drottinn skjól

og Ísraelsmönnum er hann athvarf.

Og yður verður ljóst að ég, Drottinn, Guð yðar,

bý á Síon, hinu heilaga fjalli mínu.

Jerúsalem verður heilög,

aðkomumenn munu aldrei framar ryðjast þar í gegn.

Á þeim degi drýpur vínlögur af fjöllunum,

hæðirnar fljóta í mjólk

og vatn mun streyma um alla farvegi í Júda.

Og lind mun streyma frá húsi Drottins og fylla farveg Akasíudalsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.