Hebreabréfið 7. kafli

Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli

Jeremía 40. kafli

Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli

Jeremía 36. kafli

Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið. Continue reading Jeremía 36. kafli

Viðhorf forréttindastétta

Fyrir nokkuð mörgum árum þýddi ég nokkra valda hluta út 5. kafla bókarinnar Moral Man and Immoral Society eftir Reinhold Niebuhr. Ég þarf væntanlega að fara að skoða það rit aftur á næstu vikum og mánuðum.

Efnahags- og þjóðfélagsstéttir innan ríkis búa ekki yfir eða hafa ekki búið yfir völdum, innri samloðun eða jafn skýrt markaða stöðu og þjóðir. Því er mun erfiðara og ónákvæmara að tala um orð og athafnir stétta en þjóða.  Continue reading Viðhorf forréttindastétta

Jeremía 33. kafli

Þar sem Jeremía situr fanginn í hallagarðinum, boðar hann endurreisn og nýtt upphaf Davíðsættar.

Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort. Continue reading Jeremía 33. kafli

Að sigra eða skilja

Ég skrifa stundum hjá mér smápælingar sem ég hyggst síðan gera meira með seinna. Oftar en ekki liggur minnismiðinn á einhverju af smáforritunum, s.s. Evernote eða Wunderlist, þangað til ég kemst að því að þetta sé ekki merkileg pæling og hendi henni, nú eða þá að ég formi pælinguna í bloggfærslu sem ég get þá nálgast síðar.

Þannig sat ég á fyrirlestri á menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir rétt um ári síðan þar sem gestaprófessor talaði um muninn á mjúkri og harðri útiveru. Ég velti fyrir mér í því samhengi hvers konar útivera væri til staðar t.d. í sumarbúðastarfi KFUM og KFUK, hvort það væri einhvers konar þróun í gangi, en prófessorinn gaf til kynna að í sínu umhverfi væri kallað eftir meiri áherslu á mjúka útiveru. Continue reading Að sigra eða skilja