Hér kemur útskýring á hver umræddur Melkísedek var. Hann var sem sé „réttlætiskonungur“ og „friðarkonungur“ anda frá Salem (síðar Jerúsalem). Hér er áhugavert að höfundur/ar Hebreabréfsins tala um að fjölskylda Melkísedek sé ekki þekkt, hvorki faðir né móðir og ekki forfeður hans. Continue reading Hebreabréfið 7. kafli
Tag: God’s Plan
Hebreabréfið 4. kafli
Ef við höfnum orðunum sem okkur eru boðuð, þá missum við af hvíldinni sem felst í fagnaðarerindinu. Ef aðeins Hebrear hefðu fylgt Guði á göngunni inn í fyrirheitna landið, ef lögmálinu hefði verið fylgt, hefði ekki þurft annan dag. Continue reading Hebreabréfið 4. kafli
Hebreabréfið 1. kafli
Hebreabréfið hefur merkilega stöðu í Nýja Testamentinu. Ritið er án vísunar til höfundar þess. Með öðrum orðum Hebreabréfið sækir ekki áhrifavald sitt til meints höfundar, heldur til textans sjálfs og þeirrar staðreyndar að textinn er hluti af kanón Biblíunnar. Continue reading Hebreabréfið 1. kafli
Barúksbók 5. kafli
Við megum og eigum að ganga í trausti til þess Guðs sem gefur allt sem er. Drottinn mun leiða þjóð sína aftur til Jerúsalem.
Allir munu sjá að Guð Ísraels er Guð alsherjar.
Barúksbók 4. kafli
Eins og ég nefndi áður, þá er spekin í skrifum Barúks, vísun til Torah. Í fjórða kaflanum er skírt hver er gerandinn í sambandi Drottins og Ísraelsþjóðarinnar. Guð gerir, þjóðin þiggur. Hvort sem um er að ræða gott eða illt. Continue reading Barúksbók 4. kafli
Jeremía 49. kafli
Jeremía birtir spádóma um Ammóníta, um Edóm, um Damaskus, um Kefar, um konungsríki Hasórs og um Elam. Continue reading Jeremía 49. kafli
Jeremía 48. kafli
Móab á ekki mikla framtíð. Móab hafði sloppið fram til þessa, búið í friði. Velmegunin og friðsældin leiddi hins vegar til værukærðar og hroka. Hrokinn, drambið og ofmetnaðurinn verður Móab að falli. Þegar erfiðleikarnir banka á brýst á flótti, Móab leysist einfaldlega upp.
Jeremía 46. kafli
Jeremía spáir Egyptalandi mikilli eymd. Í tveimur ljóðabálkum spáir hann Egyptalandi tapi í orustum gegn Babýloníukonungi. Vissulega verði þó landið byggt upp á ný, en ekki fyrr en eftir svívirðingar. Continue reading Jeremía 46. kafli
Jeremía 45. kafli
Barúk er að niðurlotum kominn. Það var ekki gott „karíermúv“ að verða ritari Jeremía. Eins og segir skemmtilega í textanum:
Drottinn bætir kvíða við kvöl mína. Continue reading Jeremía 45. kafli
Jeremía 44. kafli
Jeremía varar Júdafólk við að þau hafi yfirgefið Drottinn, með því að halda til Egyptalands og með því að taka þátt í helgihaldi fyrir framandi guði. Júdafólkinu virðist slétt sama, þau tilbiðja nú drottningu himins (væntanlega sólguð) og þeim finnst sér farnast vel. Continue reading Jeremía 44. kafli
Jeremía 42. kafli
Hópurinn hyggst flýja til Egyptalands en áður en af því verður leita leiðtogar hópsins til Jeremía. Svar Guðs í gegnum Jeremía er skýrt, verið kyrr, óttist ekki. Byggið upp landið sem Guð hefur valið ykkur. Continue reading Jeremía 42. kafli
Jeremía 40. kafli
Jeremía er fyrir mistök hlekkjaður ásamt þeim sem Babýloníukonungur hyggst flytja til Jerúsalem. Þegar foringi lífvarðar Babýloníukonungs finnur Jeremía í hópi þeirra sem hlekkjaðir eru, þá er Jeremía látinn laus og gefið sjálfsvald um hvert hann vill fara og hvað hann vill gera. Continue reading Jeremía 40. kafli
Jeremía 39. kafli
Nebúkadresar Babýloníukonungur mætir aftur til Jerúsalem árið er 587 og borgarmúrinn er rofinn. Sedekía Júdakonungur og lið hans flýr borgina, en eru handsamaðir. Lykilfólk er tekið af lífi en Sedekía er fluttur til Babýlon. Continue reading Jeremía 39. kafli
Jeremía 37. kafli
Jeremía gengur enn laus, Nebúkadresar Babýlonkonungur hefur kallað nýjan konung yfir Júda og Egyptar stefna á Jerúsalem. Kaldear sem hafa setið um borgina hörfa og bíða átekta. Continue reading Jeremía 37. kafli
Jeremía 36. kafli
Jeremía kallaði nú Barúk Neríason til starfa sem ritara sinn. Barúk skráði samviskusamlega spádóma Jeremía. Barúk fór síðan fyrir hönd Jeremía og las fyrir söfnuðinn það sem skráð hafði verið. Jeremía hélt sig hins vegar til hlés, enda virtist hann ekki lengur velkominn í musterið. Continue reading Jeremía 36. kafli
Jeremía 35. kafli
Rekabítar voru hjarðmenn sem höfðu endað í Jerúsalem í kjölfar innrásar Nebúkadresar í Júda 597 f.Kr. Þrátt fyrir að búa í borginni segir hér að Rekabítar hafi haldið fast í hefði og siði hjarðsamfélagsins, þeir hafi ekki byggt sér hús eða stundað akuryrkju. Continue reading Jeremía 35. kafli
Viðhorf forréttindastétta
Fyrir nokkuð mörgum árum þýddi ég nokkra valda hluta út 5. kafla bókarinnar Moral Man and Immoral Society eftir Reinhold Niebuhr. Ég þarf væntanlega að fara að skoða það rit aftur á næstu vikum og mánuðum.
Efnahags- og þjóðfélagsstéttir innan ríkis búa ekki yfir eða hafa ekki búið yfir völdum, innri samloðun eða jafn skýrt markaða stöðu og þjóðir. Því er mun erfiðara og ónákvæmara að tala um orð og athafnir stétta en þjóða. Continue reading Viðhorf forréttindastétta
Jeremía 34. kafli
Jeremía gefur Sedekía fyrirheiti um að þrátt fyrir herleiðinguna muni hann halda lífi og deyja í friði. En… en… þá koma svikin. Continue reading Jeremía 34. kafli
Jeremía 33. kafli
Þar sem Jeremía situr fanginn í hallagarðinum, boðar hann endurreisn og nýtt upphaf Davíðsættar.
Á þeim dögum og þeim tíma mun ég láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun framfylgja rétti og réttlæti í landinu. Á þeim dögum mun Júda bjargað og Jerúsalem verða óhult. Þetta nafn verður henni gefið: Drottinn er réttlæti vort. Continue reading Jeremía 33. kafli
Að sigra eða skilja
Ég skrifa stundum hjá mér smápælingar sem ég hyggst síðan gera meira með seinna. Oftar en ekki liggur minnismiðinn á einhverju af smáforritunum, s.s. Evernote eða Wunderlist, þangað til ég kemst að því að þetta sé ekki merkileg pæling og hendi henni, nú eða þá að ég formi pælinguna í bloggfærslu sem ég get þá nálgast síðar.
Þannig sat ég á fyrirlestri á menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir rétt um ári síðan þar sem gestaprófessor talaði um muninn á mjúkri og harðri útiveru. Ég velti fyrir mér í því samhengi hvers konar útivera væri til staðar t.d. í sumarbúðastarfi KFUM og KFUK, hvort það væri einhvers konar þróun í gangi, en prófessorinn gaf til kynna að í sínu umhverfi væri kallað eftir meiri áherslu á mjúka útiveru. Continue reading Að sigra eða skilja