Esterarbók 1. kafli

Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli

Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Árið 1997 fylgdist ég með biskupskosningum úr fjarska. Ég vissi fljótlega að Karl væri minn maður, hann var vel máli farinn, föðurlegur og hlýr. Ást Karls á kirkjunni og hefð kirkjunnar skein þegar hann talaði. Karl var fulltrúi huggarans og hefðarinnar, elskunnar og hlýleikans. Þegar Karl tók við embættinu var eitt af hans fyrstu verkum að senda bréf á vígða þjóna kirkjunnar og e.t.v. einhverja fleiri þar sem hann lofaði því að biðja fyrir okkur og bað okkur um að biðja fyrir honum. Ég man hvað mér þótti vænt um þetta bréf. Mér fannst að þjóðkirkjunni væri borgið í bili.

Continue reading Er kirkja skrifuð með stórum staf? (smáþankar)

Kynjafordómafærsla

Ein af áherslum kvennaguðfræðinga um og upp úr 1970 var andúðin á auðmýktartali kirkjunnar. Röksemdafærslan var eitthvað á þá leið að hógværðin og auðmýktin væru í raun dyggðir fyrir karla, en konur sem væru aldar upp við að vera annars flokks hefðu ekkert með slíkar dyggðir að gera, enda væri vandi kvenna ekki skortur á auðmýkt og hógværð heldur öllu fremur stöðug auðmýking. Því væri það dyggð kvenna að standa upp og krefjast réttar síns í stað þess að lúta stöðugt í duftið.

Ég féll ekki alveg fyrir þessari nálgun þegar ég var að lesa kvennaguðfræði (sem ég hef reynt ekki gert mjög mikið af). En kannski væri hægt að horfa til William Temple og nálgunar hans á erfðasyndina, þegar við skoðum þessar hugmyndir kvennaguðfræðinga fyrir 40 árum. Þannig skrifaði ég einhvern tímann hjá mér:

Erfðasyndin kemur ólíkt fram hjá konum og körlum. Konur segja “ég get ekki,” karlar segja “ég get.” Í báðum tilfellum er áherslan fyrst og fremst á orðið ÉG.

Reglurnar

Í mínum hluta skógarins hefur margt breyst. Það er minna en 10 ár síðan fagfólk og sjálfboðaliðar í kristilegu æskulýðsstarfi settu sér siðareglur og fóru á markvissan hátt að taka á óæskilegri hegðun samstarfsfólks. Fram að þeim tíma má segja að flestar siðareglur hafi lagt ofuráherslu á gagnkvæma virðingu kollega og snúist fyrst og fremst um starfsvernd og samstöðu þeirra sem tilheyrðu viðkomandi “gildi”. Þetta má sjá bæði í eldri siðareglum presta og lækna, sjálfsagt lögfræðinga líka. Continue reading Reglurnar

Fast Five

Freedom without responsibility, is not a real freedom. To be free does not take away our responsibility for each other. The message is clear in the movie about the Fast Folks. We are responsible for our own kin, our people, our family. We are called to care for the community we belong to, are part of. Continue reading Fast Five

Intriguing Thought about the Cross

One of my absolute favorite “boyish” theologians (isl. strákaguðfræðingur) is Rev. Nick Billardello. It is probably important to point out that in my mind “boyish” theology is a name for a theology that gets straight to the point, is not afraid to sing “Onward Christian Soldiers” when it is appropriate (and sometimes when it is not), and has a Summer Camp, athletic, “jumping from a cliff into the streaming river” feel to it. Being a “boyish” theologian is to understand that God is here among us. We should have fun together and proclaim God’s reign without hesitation. Continue reading Intriguing Thought about the Cross

Ljóðaljóðin 5. kafli

Eftir að þau sofa saman, virðist karlinn fara á braut. Kórinn spyr hvers konan sakni og hún lýsir fegurð elskhuga síns.

Hjalti bendir á mögulega tengingu Ljóðaljóðanna við frjósemisdýrkun miðausturlanda árþúsundið fyrir Krist í ummælum við fyrri kafla. Sé sú raunin, liggur beinast við að lesa inn í textann hugmyndir um árstíðir og hringrás lífsins. Ástmaðurinn sem kemur og fer gæti verið tákn vorsins. En ég veit það samt ekki.

Ljóðaljóðin 4. kafli

Hafi kynferðisleg skýrskotun textans farið fram hjá einhverjum fram til þessa þá þarf ekki að velkjast í vafa lengur. Líkingamálið verður vart augljósara, þegar karlinn hefur lýst fegurð konunnar þá býður hún honum í rúmið með sér.

Ljóðaljóðin 2. kafli

Ástarjátningarnar halda áfram. Það er sjálfsagt margt táknrænt þar að finna, ég rek augun í að rúsínukökur eru á meðal þess sem brúðurin borðar. Þessi tilvitnun gefur til kynna að textinn sé e.t.v. ekki upphaflega úr Jahve hefð, enda er rúsínukökuátt tengt skurðgoðadýrkun í einu spádómsriti Gamla testamentisins (sjá betur síðar).

Á sama hátt má sjá í 2. kaflanum vísanir til frjósemisdýrkunar, m.a. í vísunum til vorsins, þegar lífið vaknar, þegar elskhuginn kemur af fjöllum.

Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

1. Mósebók 39. kafli

Eins og bent var á í ummælum við fyrri kafla, þá reisti Jakob altari til heiðurs El eftir glímu sína við Guð. Það er hins vegar Jahve sem fylgir Jósef í ánauðina í Egyptalandi og lætur “honum heppnast allt sem hann tók sér fyrir hendur.” Það er líka athygli vert að Jahve blessar ekki bara afkomendur Abrahams í þessum kafla, heldur og hinn egypska húsbónda Jósefs. Þessi blessun sem húsbóndinn tengir við Jósef leiðir til þess að Jósef er falin mikil ábyrgð. Continue reading 1. Mósebók 39. kafli