1. Mósebók 38. kafli

Þessi kafli brýtur upp söguna af Jósef og beinir sjónum okkar annað. Júda, sonur Jakobs og Leu, flytur burtu frá bræðrum sínum og giftist inn í kanverska fjölskyldu. Elsti sonur Júda deyr ungur stuttu eftir að hafa gengið að eiga konu að nafni Tamar og segir frásagan að ástæða andlátsins hafi verið að hann hafi vakið andúð Drottins (Jahve). Continue reading 1. Mósebók 38. kafli

1. Mósebók 34. kafli

Það er framinn glæpur. Dinu, dóttur Jakobs er nauðgað og við lesum í kaflanum um viðbrögð fjölskyldu hennar og ekki síður tilraunir fjölskyldu ofbeldismannsins til að fela glæpinn. Umgjörðin er vel þekkt, við sjáum svona fréttir á hverjum degi. Afsakanir ofbeldismannanna eru enn í dag þær sömu og áður, hvort sem er í fjarlægum löndum eða á útihátið um verslunarmannahelgina. Continue reading 1. Mósebók 34. kafli

1. Mósebók 29. kafli

Hvort sem ástæðan er flótti undan bróður sínum eða hlýðni við föður sinn um að eignast konu af réttum ættum, þá lesum við hér um för Jakobs til austurs. Kaflinn rekur samskipti Jakobs við Laban tengdaföður sinn. Blekking Labans gagnvart Jakobi minnir um sumt á þegar Jakob og Rebekka blekktu Ísak. Við lesum um spennu á milli tveggja systra sem báðar eru gefnar sama manninum, við erum kynnt fyrir heimi þar sem óréttlæti og misrétti, kúgun og blekkingar koma við sögu. Við lesum um ófrjósemi og sjálfsmyndarkrísur í hörðum heimi karlaveldisins.

1. Mósebók 24. kafli

Abraham leggur áherslu á að blóð sitt blandist ekki við blóð íbúa Kanaanslands en jafnframt vill hann tryggja að Ísak dvelji þar áfram. Frásagan hér lýsir ferð þjóna Abrahams til ættlandsins í leit að kvonfangi. Sagan af því þegar þjónninn sér Rebekku við brunninn og ávarpar hana, kallast rétt sem snöggvast á við söguna af samversku konunni í Jóhannes 9. En bara rétt sem snöggvast, eða hvað? Continue reading 1. Mósebók 24. kafli

1. Mósebók 21. kafli

Enn er hlegið, en nú hlægja þau saman Guð og Sara við fæðingu Ísaks. Gleðin er samt ekki hrein, Sara sér tilvist Hagar og Ísmael sem ögrun við stöðu sína og Ísak og krefst þess að þau séu rekin á burt. Hér er frásagan úr 16. kaflanum endurtekin, að þessu sinni aukin og endurbætt í anda E-hefðarinnar. Continue reading 1. Mósebók 21. kafli

1. Mósebók 16. kafli

Biblían er uppfull af sögum um misnotkun og kúgun. Saga Hagar er ein af þeim. Kona sem hefur verið hreppt í þrældóm er notuð til að ala eigendunum barn, vegna ófrjósemis eiginkonunnar. Þegar Hagar verður ólétt, kemur upp afbrýðissemi hjá Saraí, og í kjölfarið flýr Hagar með barn undir belti inn í eyðimörkina, flýr frá kvölurum sínum. Continue reading 1. Mósebók 16. kafli

1. Mósebók 9. kafli

Kaflinn byrjar á stefi sem við höfum séð fyrr. Flóðið markar nýtt upphaf. Ritstjórar 1. Mósebókar endurtaka blessun Guðs úr 1. kaflanum. “Verið frjósamir, fjölgið ykkur og fyllið jörðina.” Það er reyndar áhugavert að hér í 9. kaflanum er blessunin í karlkyni en hvorugkyni í 1. kaflanum (alla vega í íslensku þýðingunni frá 2007). Continue reading 1. Mósebók 9. kafli

Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

It is clear according to Dori Grinenko Baker and Joyce Ann Mercer, youth should not be a time of waiting to become. Young people are not to be subjects of our solution based church ministry. Continue reading Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

Umhyggja, vonbrigði og reiði

Þankar vegna skrifa formanns Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu 4. september 2010.

Margir hafa tjáð sig um málefni þjóðkirkjunnar síðustu vikur, margt gott hefur verið sagt, og annað miður fallegt látið fjúka. Þegar formaður Framsóknarflokksins kvaddi sér hljóðs í dag, ásakaði fréttamenn um annarlegar kenndir og minnti okkur sum með óbeinum hætti á ógeðfellt samtal Davíðs Oddssonar og Ólafs Skúlasonar um að athygli fjölmiðla væri eðli málsins samkvæmt alltaf tímabundin, þá fannst mér tímabært að leggja orð í belg.
Continue reading Umhyggja, vonbrigði og reiði

Benedictine Women of Madison

The welcoming reception, uncluttered space and natural environment offer you a place to discover more about yourself, God’s place in your life and your connection with the world.

Our ecumenical community also invites single Christian women of any denomination to visit the monastery and explore a call to monastic life.

It is our privilege to share our life of prayer, hospitality, justice and care for the earth with people of diverse views and cultures. We invite you to join those who say, “When I come in the door, it feels like coming home.”

via Benedictine Women of Madison.

The Power of Talk

In her article Power of Talk: Who Gets Heard and Why (PDF), Deborah Tannen, looks at linguistic styles and their affects on communication and relationships. In her research she claims that there is a difference between communication patterns of males and females, were men seems to focus on power dynamics and their place in the pecking order, while women seems to be more focused on protecting the placement of others.

Generalizations about genders is always risky, but her focus on linguistic differences is extremely important.

A Helpful Counter Narrative

David Murrow offers a valuable and perhaps helpful narrative to counteract the niceness in the mainline churches, at least in the US, in his book Why Men Hate Going to Church. What he uses to encounter the “be nice” and “be irrelevant” theology of the mainline churches, is the boyish theology (isl. strákaguðfræðin), which I learned in Vatnaskogur Summer Camp in Iceland. Theology of action and fun, lay driven, running thru puddles, getting dirty and wet, competing for the price like Paul, solution based, focused on results rather than community “goody-goody” feeling. Its contains an “Onward Christian Soldiers” worship style, with stories of heroic adventures.

In his writing it is clear that Mr Murrow is surely not a theologian, his glorified thoughts about the early church is way off base, and John Gray’s pop-psychology, Mr. Murrow quotes, is not worth the paper its written on.

However, Mr Murrow is right that there is more to Christianity than kumbaya-ish be good to some, singing about our love to Jesus, and helping out in the nursery. If we are to live Christlike, we have to stop being polite and nice, become risk takers, step up and out, and be ready to get dirty and wet as we run for the price. Or as they say in Vatnaskogur: “Press on towards the goal.” (Phil 3:14)

Leading Pastors: Men vs. Women

Although there may be differences between how male and female lead pastors see themselves and function, it appears that the nature and challenges of large church leadership shape the experience of male and female lead pastors in ways that make their leadership more similar than different.

To see the survey results, go to: http://www.gbhem.org/atf/cf/%7B0BCEF929-BDBA-4AA0-968F-D1986A8EEF80%7D/CW_LWPP2009results.pdf

To see an analysis by HiRho Park and Susan Willhauck, go to: http://www.gbhem.org/atf/cf/%7B0BCEF929-BDBA-4AA0-968F-D1986A8EEF80%7D/CW_LWPP2009.pdf

via Lewis Center Update July 2009.

Staða konunar sem táknmynd

Það er áhugavert í umfjöllun um þjóðfélagsbreytingar hvernig ákveðnir hópar, s.s. kristnir sköpunarsinnar í BNA, fundamental múslimar, nasistar og á ákveðnu tímabili kommúnistar í Sovét, fjarlægja konuna af hinu opinbera sviði og gera hana að musteri menningar og táknmynd þess eina rétta. Þannig verður það skylda konunnar og hlutverk að fæða og uppfræða sín eigin börn og vera táknmynd þess hreina, t.d. í klæðaburði og atferli. Allt sjálfstæði og sjálfsákvörðunarréttur er fjarlægt og konan verður viðfang heimilisfólks síns.

Hver okkar er ekki karl?

Það verður að segjast að það virðist vegið hart í Morgunblaðinu í dag. Spurningin sem hlýtur að vakna við lestur þessarar greinar er, hver okkar þriggja er ekki alvöru karlmaður?
Þegar betur er að gáð sést hins vegar að verið er að ræða um vígslur í tíð Karls, og þá hlýtur önnur spurning að vakna. Hver er hinn? Því ég fæ ekki betur séð en að Jón Jóhannsson sé eini karldjákninn sem hefur fengið vígslu til starfa í þjóðkirkjunni í tíð Karls. En e.t.v. fer ég hér með rangt mál, það væri svo sem ekki í fyrsta sinn.

Upphaflega birt á halldorelias.blog.is sem viðbrögð við frétt á mbl.is.