Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Fyrir mörgum árum var á stundum leikið leikrit í Vatnaskógi sem var kallað “Sérhæfingin” og fjallaði um Bandaríkjamann á rakarastofu sem útskýrði fyrir rakaranum hversu allt væri frábært í Ameríku því sérhæfingin væri svo mikil. Þannig væru til sumarbúðir sem sérhæfðu sig í knattspyrnu og engu öðru, aðrar sem biðu bara upp á rólur og þar inni sérhæft starfsfólk sem sinnti einungis þessum sérstöku verkefnum. Okkur foringjunum þótti leikritið skemmtilegt vegna þess að við litum á okkur sem fjölfræðinga sem kynnum allt, ég held hins vegar að strákunum hafi ekki þótt leikritið sérlega merkilegt. En hvað um það. Continue reading Sérfræðivæðing í barna- og æskulýðsstarfi

Fall and Future

My family has finally drafted the next few steps on our journey. Jenny has accepted a two year Post Doc position at Duke University and SAMSI, but SAMSI is a partnership of Duke University, North Carolina State University (NCSU), the University of North Carolina at Chapel Hill (UNC), and the National Institute of Statistical Sciences (NISS). There she will have a wonderful opportunity to work with some of the most talented people in her field of Statistics. SAMSI is located in the Research Triangle Park, kind of in between Raleigh, Chapel Hill, and Durham. Continue reading Fall and Future

Haustið og framtíðin

Nú er fjölskyldan í Bexleybæ loksins búin að teikna upp næstu skref og ganga frá fjölmörgum lausum endum varðandi verkefni næstu ára. Eins og margir vita hefur Jenný fengið Post Doc stöðu til tveggja ára í Norður-Karólínufylki hjá Duke University og SAMSI sem er rannsóknarstofnun rekin í samvinnu nokkurra háskóla í Norður-Karólínu. Þar gefst henni frábært tækifæri til að vinna með sumum af fremstu sérfræðingum heims á sínu sviði. Svæðið þar sem SAMSI er til húsa er kallað rannsóknarþríhyrningurinn (Research Triangle Park) en þríhyrningur markast af NC State University í Raleigh, University of North Carolina í Chapel Hill og Duke University í Durham. Allar þessar þrjár borgir renna saman og í miðju svæðisins er hinn áðurnefndi Research Triangle Park. Continue reading Haustið og framtíðin

Lestrarverkefni í bið

Undanfarna þrjá mánuði hef ég skráð hér á síðuna viðbrögð mín og hugsanir þegar ég les í gegnum Biblíuna, einn kafla á dag. Verkefnið hefur verið gefandi og skemmtilegt en þar sem framundan eru miklar breytingar hjá mér og fjölskyldu minni á næstu fjórum mánuðum, ferðalög, flóknir flutningar, nýir vinnustaðir, nýir skólar hjá börnunum ásamt nýjum tækifæri og margvíslegum hindrunum, þá ætla ég að setja verkefnið í bið í bili.

Næsti texti sem ég hafði hugsað mér að taka fyrir var Spádómsbók Jeremía en hún hefst á köllunarfrásögn sem mér þykir vænt um. Framundan er að takast á við svar fjölskyldunnar við næstu köllun okkar. Afsökun Jeremía “En ég er enn svo ungur” á líkast til ekki við, svo um fátt annað að ræða en að takast á við framtíðina.

Söfnuður sem heimahöfn

Ég var að glugga í bækur um hlutverk og stöðu kristninnar á fyrstu tveimur öldunum eftir Krist, m.a. í ljósi deilna postulanna í Jerúsalem og Páls. Það er áhugavert að kristni er í upphafi fyrst og fremst borgartrú, þ.e. hún dreifist, vex og dafnar í borgarumhverfi. Lykilleikmenn í útbreiðslunni eru iðnmenntaðir farandverkamenn sem fara úr einni borg í aðra og stunda iðn sína. Gæði samgangna og færanleiki vinnuafls (mobility) í rómverska keisaraveldinu eru auðvitað vel þekktar stærðir. Ekki síður mikilvægt er að þessi færanleiki kallar á þörfina fyrir “fjölskyldu” fjarri blóðfjölskyldunni og skapar kjöraðstæður fyrir safnaðaruppbyggingu og samfélag.  Continue reading Söfnuður sem heimahöfn

Fljót í fimmta sinn

Frelsi án ábyrgðar, er ekki alvöru frelsi. Það að vera frjáls til góðra og slæmra verka merkir samt ekki að við getum vikist undan ábyrgð. Skilaboðin eru skýr í myndinni um fljóta fólkið. Við berum ábyrgð á fólkinu okkar, fjölskyldunni sem við tilheyrum. Við berum ábyrgð í því samfélagi sem við lifum í, tökum þátt í.
Continue reading Fljót í fimmta sinn

1. Mósebók 50. kafli

Það er áhugavert að þrátt fyrir að Jakob hafi fengið ósk sína uppfyllta og verið jarðaður í eða við Hebron, þá virðist textinn segja að undirbúningur líksins og útförin hafi farið fram eftir egypskum hefðum. Ef til vill áminning um að réttar útfararhefðir voru minna mál þá enn nú. Þá er mikilvægt að Guð Ísraels (El) eða Jahve eru í engu tengdir þessu jarðarfararstússi. Continue reading 1. Mósebók 50. kafli

1. Mósebók 49. kafli

Jakob ávarpar syni sína, útskýrir fyrir þeim að framtíð afkomenda þeirra sé misbjört. Það er að sjálfsögðu mest framtíð í lífi Jósefs sem nýtur að sögn Jakobs sérstakrar blessunar Guðs Ísraels. Þá lærum við að ætt Júda á bjarta framtíð. Flestum mun þeim bræðrum reyndar farnast vel, nema þremur elstu sonum hans og Leu, sem að mati Jakobs eru og verða til vandræða. Continue reading 1. Mósebók 49. kafli

1. Mósebók 47. kafli

Faraó tekur vel á móti fjölskyldu Jakobs, jafnvel þó Jakob tali um sig sem hjarðmann og segi flutninginn bara vera tímabundinn. Það er sagt að Jósef hafi þurft að styðja við fjölskylduna þrátt fyrir að þau fengu gott land og vinnu hjá Faraó, enda hópurinn stór og kreppan byrjuð að hafa áhrif í Egyptalandi þrátt fyrir undirbúninginn á góðæristímanum. Continue reading 1. Mósebók 47. kafli

1. Mósebók 45. kafli

Þá kemur að því. Jósef missir andlitið. Hann passar sig á að senda hirðmenn sína úr herberginu, enda mikilvægt að þjónustufólkið sjái ekki veikleikamerki. Það kemur þó fyrir ekki. Grátur Jósefs heyrist um allt Egyptaland. Bræðurnir vita skiljanlega ekki hvernig þeir eiga að bregðast við, en þegar Jósef hefur sannfært þá um að allt þetta sé hluti af plani Guðs, þá róast þeir. Continue reading 1. Mósebók 45. kafli

1. Mósebók 37. kafli

Það einkennir “hetjur” Gamla testamentisins, a.m.k. hetjur fyrstu Mósebókar að þær eru ekki beinlínis skemmtilegir karakterar. Þannig er sjálfhverfa Jósefs eins og henni er lýst í fyrri hluta þessa kafla fremur óþolandi. Enda finnst jafnvel föður hans nóg um. Það er jafnvel nefnt að hann hafi baktalað þá bræður sína sem hann hékk þó mest með. Continue reading 1. Mósebók 37. kafli

1. Mósebók 35. kafli

Jakob sér sig tilneyddan til að flytja fjölskylduna eftir harmleikinn í fyrri kafla. Hann reisir altari í Betel. Sagan um að Guð hafi gefið honum nýtt nafn er endurtekinn. Við lesum að Rakel eiginkona hans ferst af barnsförum þegar hún eignast Benjamín. Kaflinn endar á andláti Ísaks og okkur er sagt að Esaú og Jakob jörðuðu hann í sameiningu, sem kallar fram hugrenningatengsl við jarðarför Abrahams, þar sem Ísmael og Ísak virtust ná saman á ný.

1. Mósebók 34. kafli

Það er framinn glæpur. Dinu, dóttur Jakobs er nauðgað og við lesum í kaflanum um viðbrögð fjölskyldu hennar og ekki síður tilraunir fjölskyldu ofbeldismannsins til að fela glæpinn. Umgjörðin er vel þekkt, við sjáum svona fréttir á hverjum degi. Afsakanir ofbeldismannanna eru enn í dag þær sömu og áður, hvort sem er í fjarlægum löndum eða á útihátið um verslunarmannahelgina. Continue reading 1. Mósebók 34. kafli

1. Mósebók 33. kafli

Nýtt líf Ísraels (aka Jakobs) byrjar vel. Hann sættist við Esaú bróður sinn og kemur sér fyrir á ný í fyrirheitna landinu. Enn heyrum við staðarnöfn sem eru/eiga/ættu að vera á valdi Ísraelsþjóðarinnar.

Við lesum líka að trúariðkun Ísraels fær á sig formlegri blæ og hentugleikahugmyndir hans um Guð virðast víkja fyrir altarinu sem hann reisir við Síkemborg í Kanaanslandi og nefnir El-elóhe-Ísrael (Guð er Guð Ísraels).

1. Mósebók 31. kafli

Þegar Laban uppgötvar að Jakob hefur svikið hann sér Jakob sig tilneyddan til að koma sér á burt. Hann segir konum sínum að það sé í raun Laban sem hafi svikið sig og það hvernig Jakob hafi hagnast sé í raun vilji Guðs, jafnvel þó að í fyrri kafla sé það tekið skýrt fram að Jakob hafi beytt klækjum og hugsanlega blekkingum til að ná eignum af Laban. Hann útskýrir snilli sína með því að Guð hafi birst honum í draumum og nú sé komið að því að Guð vilji að þau flýi. Continue reading 1. Mósebók 31. kafli