1. Mósebók 50. kafli

Það er áhugavert að þrátt fyrir að Jakob hafi fengið ósk sína uppfyllta og verið jarðaður í eða við Hebron, þá virðist textinn segja að undirbúningur líksins og útförin hafi farið fram eftir egypskum hefðum. Ef til vill áminning um að réttar útfararhefðir voru minna mál þá enn nú. Þá er mikilvægt að Guð Ísraels (El) eða Jahve eru í engu tengdir þessu jarðarfararstússi.

Dauði Jakobs hefur áhrif á bræður Jósefs, enda hræddir um að það hafi verið vegna Jakobs sem Jósef hefndi sín ekki á þeim, en við lærum að svo er ekki. Þó fyrirgefningarhugtakið sé ekki notað, þá virðist ljóst að Jósef hefur fyrirgefið, enda hafi Guð verið honum góður. Hann minnir þá á að Egyptaland sé ekki fyrirheitna landið, heldur landið sem Guð gaf Abraham, Ísak og Jakobi og þangað muni Guð leiða þau á ný.

Líkt og faðir sinn fer Jósef fram á að vera jarðaður utan Egyptalands og biður bræður sína að sjá til þess að hann bein hans verði flutt úr landi. Saga Jósef endar á orðunum: “Jósef var hundrað og tíu ára þegar hann dó og þeir smurðu hann og lögðu í kistu í Egyptalandi.”

One thought on “1. Mósebók 50. kafli”

Comments are closed.