Bækur sem vert er að lesa

Ég er stundum spurður um hvaða bækur ég hef lesið nýlega sem vert er að glugga í. Á næstu vikum og mánuðum hyggst ég birta nokkra bókaumfjallanir hér á vefnum um misspennandi bækur sem ég hef rekist á. En þangað til er e.t.v. vert að benda á nokkrar bækur á sviði starfsháttafræði sem er vert að lesa fyrir áhugafólk og sérfræðinga um kirkjustarf.

Israel Galindo gaf nýlega út bókina “Perspectives on Congregational Leadership: Applying systems thinking for effective leadership” sem tekur á því sama og “The Hidden Lives of Congregations” nema í styttra formi. Ég hef hins vegar ekki gefið mér tíma til að lesa þá bók.

Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

It is clear according to Dori Grinenko Baker and Joyce Ann Mercer, youth should not be a time of waiting to become. Young people are not to be subjects of our solution based church ministry. Continue reading Thoughts about “Lives to Offer” by Baker and Mercer

Hjálpumst að – hugmyndir…

Á árinu 2007 gáfu Biskupsstofa, Æskulýðssamband kirkjunnar í Reykjavíkurprófastsdæmum, Æskulýðssamband Þjóðkirkjunnar og Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis út bókina “Hjálpumst að – Hugmyndir að kærleiksþjónustuverkefnum.” Bókin sem var unnin í tengslum við ár kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni 2006 – 07, skiptist í helgistundir, starf í söfnuðum, fundarefni, fjáröflun og hjálparstarf.

Að bókinni vann margt gott fólk ásamt Halldóri Elíasi Guðmundssyni sem annaðist ritstjórn, hönnun og frágang.

Opinberunin

Opinberunin, ef hún þá er til staðar, er opinberun á Kristi sjálfum, miklu fremur en opinberun þeirrar kennslu sem hann veitti. Sú trú sem fyrstu áhangendur hans töldu sig frelsast vegna, var ekki byggð á samþykki á staðhæfingum um Jesús sjálfan eða samþykki á öllu því sem hann hafði kennt í orðum um Guð og mannkyn, þrátt fyrir að það sé órofa hluti trúar þeirra. Trúin sem þau töldu veita frelsi var persónulegt traust á persónulega nálægð Jesús, kærleika hans og kraft. Kenningar og játningar gegndu mikilvægu hlutverki í að benda á hann, í trausti til hans sem veitt hafði áhangendum sínum frið. Kenningarnar og játningarnar voru ekki sjálfar opinberunin, heldur vörður sem leiðbeindu að þeim stað þar sem opinberunina var að finna. (William Temple, Nature, man and God; MacMillan & co. 1940: bls. 311-312)

Þýðing mín frá 1996.

Embættisgengi enn á ný

Á nokkurra ára fresti velti ég fyrir mér hvað mig vantar upp á til að hljóta embættisgengi til prests í íslensku þjóðkirkjunni. Lagagreinin um skilyrði til embættisgengis hljóðar svona:

Embættispróf frá guðfræðideild Háskóla Íslands eða frá viðurkenndri guðfræðideild eða guðfræðiskóla og skal biskup um hið síðarnefnda atriði leita umsagnar guðfræðideildar Háskóla Íslands. Continue reading Embættisgengi enn á ný

Hvert er markmið kirkjustarfsins?

Í upphafi svona innleggs er rétt að taka fram að þegar ég nota hugtök, eins og trú og trúarvissa er ég alltaf að vísa til kristinnar trúar eins og hún er boðuð í þjóðkirkjunni. Á sama hátt geng ég út frá ákveðnum kirkjustrúktur þar sem boðið er upp á sérskipulagt starf fyrir unglinga og ungt fólk.

Ég var einhverju sinni að tala við hóp presta í þjóðkirkjunni og talið barst að starfi kirkjunnar og hvernig hún næði til almennings. Við það tækifæri sagði einn í hópnum:

Kirkjan á að hætta að reyna að ná til hópsins 15-25 ára. Hér er um að ræða þann hóp sem er hvað uppteknastur í lífinu. Fólk er í skóla eða nýtt á vinnumarkaði, að mynda ný vináttusambönd, ástin blosar og auk þess er hópurinn að móta framtíð sína. Þetta fólk hefur ekki tíma fyrir kirkjuna og tími kirkjunnar er illa nýttur í að reyna að nálgast þetta fólk!

Ég ætla ekki að segja að þetta viðhorf sé algengt í kirkjunni en áhugavert er það. Og ekki er síður mikilvægt að þarna tekur prestur til máls um málefni ungs fólks og hefur rökstudda skoðun. En því miður er allt of lítið um að menn segi skoðanir sínar og leggi þær niður sem umræðugrundvöll.

Um markmið

Í upphafi máls er gott að byrja á byrjuninni, hvert er hlutverk kirkjunnar, eða með málfari markaðsfræðanna: Hvaða markmiðum er kirkjan að reyna að ná?

Markmiðssetning er lausnarorðið í æskulýðsstarfi kirkjunnar í dag. Ekki aðeins í merkingunni hvernig matreiðum við það sem við gerum í markaðinn, heldur ekki síður: Hvaða markmiðum hyggjumst við ná með starfi okkar.

Við getum talað um þrenns konar markmið leiðtoga í kirkjunni og í æskulýðsstarfi:

  1. Trúarleg
  2. Félagsleg
  3. Viðskiptaleg

Markmið æskulýðsleiðtoga getur t.d. verið að vinna með skólanum við getum kallað viðskiptalegt markmið eða köllun til að boða ákveðið gildismat sem væri félagslegt eða trúarlegt markmið.

Eins getur sóknarnefndin haft sín markmið, t.d. að vera með æskulýðsstarf eins og allar hinar kirkjurnar sem er félagslegt markmið eða að fá ódýrt vinnuafl í formi þátttakenda í æskulýðsstarfi til að raða upp stólum í kirkjuna sem getur verið viðskiptalegt.

Mikilvægt er að ábyrgðaraðilar á starfi kirkjunnar meðal ungs fólks séu sér meðvitaðir um hvaða raunverulegu markmið liggi að baki starfinu sem unnið er.

Ef við gefum okkur að markmiðið sé boðun trúar og/eða fræðsla um trú. Þá er mikilvægt að spyrja hvernig slík fræðsla getur farið fram. Hvernig boðum við unglingum trú?

Þekking-Skilningur-Upplifun

Ég hyggst hér skipta Guðstrú unglinga í þrjá þætti, sem eru þekking, skilningur og upplifun.

Þekking er þannig ákveðin kunnátta sem við tengjum trúnni á Guð. Það að kunna Faðir Vorið, Trúarjátninguna, þekkja söguna um týnda soninn o.s.frv.

Skilningur er þá það að skilja merkingu Faðir vorsins og Trúarjátningarinnar ásamt því að skilja hvað Jesús kennir okkur með sögunni um týnda soninn.

Þriðji þátturinn, upplifunin er þá það að fara með Faðir Vor og vita Guð sem hlustanda, játa trú sína með orðum Trúarjátningarinnar og treysta þessum Guði eða finna sig í hlutverki einhverrar persónu sögunnar um týnda soninn.

Tveir síðarnefndu þættirnir byggja á því að einstaklingurinn sem um er að ræða geti hugsað huglægt. Hann geti tileinkað sér hugtök eins og fyrirgefning og kærleikur án þess að þurfa að tengja þau við ákveðna atburði. Einnig gerir upplifunin þá kröfu til einstaklingsins að hann geti sett sig í spor annarra, geti áliktað um hvernig aðrir hugsa og líður.

Hæfileikinn til að hugsa huglægt og setja sig í annarra spor er grundvallarþáttur í þroska unglingsáranna. Á árunum 13-18 ára er unglingurinn að móta þessa hæfileika og á þessum árum öðlast hann færni í að takast á við efasemdarspurningar og heimspekileg hugtök.

Á þessum árum lærir unglingurinn líka að foreldrarnir eru ekki fullkomnir og við það fer unglingurinn að leita eftir öðrum fyrirmyndum og endurskilgreina hver hann er. Um leið er ekkert algilt lengur, allt er metið á mælistiku vantrúar eða efans, og eina leiðin til að komast fram hjá þeirri mælistiku er með múgsefjun eða hópstemmningu, þar sem unglingurinn er ekki lengur einstaklingur heldur aðeins hluti af hóp.

Mælistika vantrúar eða efans leitar sérstaklega að ósamræmi, hræsni og feluleik, og því er nauðsynlegt ef ná skal til einstaklingsins að viðurkenna vanmátt sinn og eigin bresti.

Aftur að markmiðunum

Ef við viljum að unglingarnir / ungmennin skilgreini sig sem kristna eða kirkjufólk, þá verðum við að koma aftur að markmiðunum. Af hverju viljum við það?

  • Erum við að forða þeim frá eiturlyfjum?
  • Erum við að setja inn RÉTTAR siðferðisskoðanir?
  • Erum við að reyna að öðlast jákvætt viðhorf samfélagsins með því að annast unglingana sem allir eru hræddir við?
  • Erum við að reyna að forða þeim frá eilífri glötun í helvíti?
  • Eða er markmiðið eitthvað allt annað?

Annar þáttur sem mótar boðunina er markhópurinn. Ætlum við alltaf að ná öllum?

Ég segi stundum frá því að þegar ég var í KSS (Kristilegum skólasamtökum) vorum við að hanna auglýsingaplakat. Plakatið var að okkar mati nokkuð fyndið, gamall maður að spila á banjó á götu í Danmörku og undir yfirskriftin “Við viljum þig fyrir vin”. Plakatið olli nokkrum umræðum, og sterkustu rökin gegn því voru þau að sá sem ekki hefði húmor fyrir því og læsi ekki upplýsingatextann, myndi halda að um væri að ræða félag fyrir aldraða banjóspilara og kæmi því aldrei á fund.

Við svöruðum rökunum á eftirfarandi hátt:

Sá sem ekki hefur húmor fyrir plakatinu mun ekki finna sig í KSS, og því allt í lagi að hann mæti ekki. Við orðuðum þetta reyndar ekki svona pent þá.

En punkturinn sem ég vil koma á framfæri með þessari sögu er einfaldlega, ungt fólk er mismunandi, boðun til þeirra þarf að fara fram á mismunandi hátt. Hið sama hentar ekki öllum.
Ef við einföldum myndina mjög má segja að hún sé svona:

Tvívíð trúarafstaða

Einstaklingurinn sem hafnar Guði af röklegum ástæðum þarf annars konar umræðu en sá sem hafnar honum stemmningarinnar vegna.

Því tel ég að þrátt fyrir að markmið Krist með starfi kirkju sinnar…

  • Vellíðan allra
  • Samfélag Guðs og manns
  • Að við öll finnum okkur sem Guðs börn
  • Að við sýnum virðingu og væntumþykkju hvert til annars.

…séu algild og alltaf viðeigandi, geti undirmarkmið starfsins þurft að vera mismunandi eftir því hver markhópurinn er. Hér er reyndar hægt að velta upp hvort að við getum sagt að kirkjan sé ein ef hún er öll skipt niður í hópa, og það er mjög mikilvægt að við skiljum að markmið hópastarfs er ekki aðgreining, heldur styrking allra.

Markmið Krists

Hér á undan talaði ég um það sem ég kalla markmið Krists:

  • Vellíðan allra
  • Samfélag Guðs og manns
  • Að við öll finnum okkur sem Guðs börn
  • Að við sýnum virðingu og væntumþykkju hvert til annars.

Oft er talað um fullkomnu frumkirkjuna, þar sem allir deildu með sér öllu og lifðu saman í kærleika Krists. Sú kirkja var að sjálfsögðu ekki fullkominn. Menn deildu um kenningar. Sumum hópum fannst þeir skyldir útundan og svo framvegis. En þar var samt um að ræða samfélag.

Heilbrigt trúarlíf þar sem þekking, skilningur og upplifun fara saman, þarfnast samfélags þar sem fólk getur komið fram með skoðanir sínar, deilt um þær, hlegið saman, grátið saman. Það krefst samfélags þar sem einstaklingurinn fær athygli, þar sem allir fá að glíma við upplifanir í trúarlífi sínu. Heilbrigt trúarlíf þarfnast samfélags þar sem einstaklingurinn fær að finna sig sem mikilvæga sköpun Guðs, svo ég notist við fallegan frasa.

Slíkt er ekki hægt að gera með múgsefjun, hvort sem heilagur andi er að verki eður ei. Slíkt á sér heldur ekki stað í messu þar sem fallegur kór syngur við undirleik góðs organista og síðan fara allir til síns heima. Til að upplifanir trúarlífsins nái að festa rætur og öðlast merkingu, þarf einstaklingurinn að vera í nánu samfélagi fólks sem metur hann og lætur hann sig varða eins og hann er.

Niðurstaða

  • Markviss boðun til ungs fólks í nútímaþjóðfélagi á sér ekki stað á fjöldasamkomum, þar sem náð er fram góðri stemmningu og boðið fram til fyrirbænar. Ekki ef áhrifin eiga að vera langvarandi.
  • Markviss boðun til ungs fólks í nútímasamfélagi á sér ekki stað í hnakkasamfélagi sunnudagsmessunnar þar sem allir fara heim strax að lokinni messu.
  • Markviss boðun til ungs fólks fer ekki fram með fyrirlestrum einstaklinga um rétt og rangt.
  • Markviss boðun til ungs fólks fer fram í smærri hópum, þar sem ungt fólk hefur tækifæri til að koma og deila með öðrum hugsunum sínum og segja frá væntingum sínum og þrám.
  • Markviss boðun til ungs fólks fer fram í samskiptum þeirra við einstaklinga sem eiga lifandi fordómalausa og kærleiksríka trú, trú sem mótar lífið.
  • Markviss boðun til ungs fólks fer fram með málefnalegri og kærleiksríkri umræðu, þar sem allir koma jafnir til leiks.
  • Markviss boðun til ungs fólks nær árangri þegar Jesús Kristur leiðir starfið og skipulegjendur og þátttakendur skilja og vita hver markmiðin eru.

E.s. Presturinn sem ég nefndi í upphafi gleymdi einu þegar hann taldi starf kirkjunnar með ungu fólki bagga á kirkjunni. Ef ungt fólk skilgreinir sig ekki sem kirkjufólk þegar það er að móta framtíð sína, þá er ég viss um að margt af því gerir það aldrei.

Neysluviðmiðið

Ég ákvað í dag að gefa mér tíma og skoða reiknivél Velferðarráðuneytisins. Þar fékk ég út með hjálp rsk.is að sameiginlegar tekjur hjóna með tvö börn á grunnskólaaldri þurfi að vera 900 þúsund krónur á mánuði fyrir skatta til að endar nái saman. Hér tek ég reyndar ekki tillit til barna- og vaxta-/húsaleigubóta, og veit ekki hvort það sé gert í reiknivélinni. Ég efa það reyndar. Continue reading Neysluviðmiðið

Tættir þankar um fermingarfræðslu

Reglulega velti ég fyrir mér hvernig hægt er að nálgast fermingarfræðsluna í íslensku þjóðkirkjunni. Verkefnið er flókið, þar sem fermingarhefðin og foreldrakrafan um að “allir” unglingar fermist kallast á við áhuga kirkjunnar á að fá unglingana til að taka meðvitaða og upplýsta ákvörðun um ferminguna sína. Continue reading Tættir þankar um fermingarfræðslu

Veldið og mergðin

Í voru sóttu þekktir stjórnmálaheimspekingar Antonio Negri og Michael Hardt Ísland heim, en Hardt og Negri eru þekktir fyrir bækur sínar Empire 2000 og Multitude 2004. Nöfn þessara bóka mætti þýða með „Veldi“ og „Mergð“ og hafa þessi tvö hugtök einkennt mjög málflutning þessara tveggja áhugaverðu fræðimanna.

Sigríður Guðmarsdóttir bendir á tvær áhugaverðar bækur í pistlinum Guðfræði mergðarinnar á trú.is. Ég setti inn hlekki á bækurnar í tilvísuninni.

Stjórnalagaþingsklúðrið og “Nýja Ísland”

Hvernig er það eiginlega? Það eru framkvæmdar kosningar á Íslandi. Framkvæmdinni er verulega ábótavant. Nokkrir einstaklingar kæra framkvæmdina þar sem hún var ekki í samræmi við lög (og þeim mislíkaði niðurstaðan). Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að lögum hafi ekki verið fylgt og ógildir kosninguna. Núna keppast stjórnmálamenn og bloggarar við að skammast í kærendum og Hæstarétti, eins og þeir beri sök. Continue reading Stjórnalagaþingsklúðrið og “Nýja Ísland”

Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

When a young person walks into a church, it’s a significant moment, because no one expects her to go and nothing pressures her to attend; instead, she enters the church looking for something. (16)

Tribal Church is one person’s attempt to put it out there; her thoughts and feelings about being a parent, a spouse, a seeker, a rostered church leader, a young adult, a person-in-debt, all while living in a world of constant changes and uncertainty. She addresses the struggle of being a follower of Christ in a world were young people outside the church walls “seem much more gracious, loving, and responsible, more consistent with Christ-like behavior.” (2) Continue reading Thoughts about the “Tribal Church” by Carol Howard Merritt

When I Say, “I am a Christian”

When I say, “I am a Christian” I don’t speak with human pride I’m confessing that I stumble – needing God to be my guide

This is a part of a poem by Carol Wimmer. I came across it on Pastor DJ Dent’s wall on Facebook and thought it was worth quoting here. The whole poem can be found on  Carol Wimmer’s website.

Church’s Evolution

Christianity started out in Palestine as a fellowship. Then it moved to Greece and became a philosophy, then it went to Rome and became an institution, and then it went to Europe and became a government. Finally it came to America where we made it an enterprise.

This quote is said to be by Richard Halverson and I borrowed it from Kim Conway’s Facebook wall. Intriguing indeed, but lacking for sure.

The Church & The World in the Decade Ahead

The early church was on the margins not only of Judaism, but of society generally. Given this setting as the occasion of the writing of the books of the New Testament, we might begin to suggest that the New Testament actually has more to say to us when we find ourselves on the margins than it does when we find ourselves at the center of society. It’s at this point that we cast a glance at the Old Testament and realize that the bulk of it, too, is addressed to a people who finds itself on the margins, not in control of their political situation. We might even look anew at passages concerning the downtrodden, the oppressed, or the outcast and imagine that they might not be talking about someone else, but about us — and without having to spiritualize the message to get there.

The Church & The World in the Decade Ahead is an interesting blog post with familiar thoughts about the church.

Þúsund færslur

Skv. færslulistanum í WordPress þá er þessi færsla númer 1.000 á iSpeculate.net. Þessar færslur eiga ekki allar uppruna sinn hér, þannig ber elsta dagsetta færslan frá 19. maí 2004 heitið “Kominn á annál”, en lengst af var www.annall.is/elli og síðar elli.annall.is það vefsvæði sem ég skráði bloggið mitt á.

Um tíma skrifaði ég færslur á moggabloggið á halldorelias.blog.is og eins gerði ég tilraunir á hvergikirkja.org. Fyrstu bloggfærslurnar voru þó á vefsvæði konunnar minnar simnet.is/jennyb á árunum 2003-2004, en þar notaðist ég við mitt eigið færslukerfi sem ég skrifaði í php með aðstoð javascript og var það afleitt. Enn fyrr, 2000-2001, tók ég virkan þátt í spjallþráðakerfi strik.is, og má segja að sumar færslurnar þar hafi verið blogg-ígildi, og ekki voru umræðurnar þar minna krassandi en ummæli á bloggsíðum dagsins í dag.

Fyrir nokkru síðan tók ég mig til og sameinaði eldri skrif mín á vefnum undir heitinu ispeculate.net og ýmist hætti skrifum á eldri svæðum og/eða eyddi þeim. Í dag er ispeculate.net því helsti vettvangur minn fyrir bloggskrif ásamt fréttavef fjölskyldunnar og starfstengda ráðgjafavefnum mínum, vangaveltur.net. Á síðustu þremur árum hafa auk þess félagsvefir eins og Facebook og Twitter breytt vefnotkun minni, þannig að tíðni bloggfærslna er eitthvað lægri en áður.

Þankar um breytingastjórnun og regluverk

Að lokinni hátíðarsýningu myndarinnar “Submarino” í Bíó Paradís í byrjun nóvember var leikstjóri myndarinnar spurður út í gerð hennar og þá hugmyndafræði sem hann aðhylltist í listsköpun sinni. Það vakti athygli mína að Thomas Vinterberg talaði um að það þyrfti alltaf að vera til staðar umgjörð sem að sköpunin ætti sér stað í, listsköpun ætti sér ekki stað í tómarúmi. Þannig talaði Vinterberg um mikilvægi þess að “Make a set of rules to liberate yourself.” “Framework is inspirational,” sagði Vinterberg. Umgjörðin veitir listamönnum innblástur, í stað þess að hefta þá.

Það mátti skilja á leikstjóranum að án regluverks og umgjarðar færi sköpunarkrafturinn í það að útbúa regluverkið/umgjörðina í stað þess að mynda merkingarbæra list.

Það er ekki bara í listaheiminum þar sem umgjörðin er nauðsynleg til að veita innblástur. Þetta á ekki síður við í stjórnun og hvar sem unnið er með breytingar. Ef umgjörð og reglur eru ekki til staðar, fer krafturinn að jafnaði í að móta og þróa umgjörð og reglur í stað þess að móta stefnu og/eða framtíðarsýn.

Skuldir íslensku bankanna í samhengi

Íslensku bankarnir þrír, Kaupþing, Glitnir og Landsbankinn, skulduðu 86 milljarða Bandaríkjadala, 10.085 milljarða króna, er þeir fóru í þrot.

Sagði í frétt Morgunblaðsins 15. september síðastliðin. Svona tölur eru að sjálfsögðu vitagagnslausar og segja fátt, ef ekki er hægt að finna þeim samhengi. En það er þó ljóst að tölurnar eru gífurlega háar. Continue reading Skuldir íslensku bankanna í samhengi