Þúsund færslur

Skv. færslulistanum í WordPress þá er þessi færsla númer 1.000 á iSpeculate.net. Þessar færslur eiga ekki allar uppruna sinn hér, þannig ber elsta dagsetta færslan frá 19. maí 2004 heitið “Kominn á annál”, en lengst af var www.annall.is/elli og síðar elli.annall.is það vefsvæði sem ég skráði bloggið mitt á.

Um tíma skrifaði ég færslur á moggabloggið á halldorelias.blog.is og eins gerði ég tilraunir á hvergikirkja.org. Fyrstu bloggfærslurnar voru þó á vefsvæði konunnar minnar simnet.is/jennyb á árunum 2003-2004, en þar notaðist ég við mitt eigið færslukerfi sem ég skrifaði í php með aðstoð javascript og var það afleitt. Enn fyrr, 2000-2001, tók ég virkan þátt í spjallþráðakerfi strik.is, og má segja að sumar færslurnar þar hafi verið blogg-ígildi, og ekki voru umræðurnar þar minna krassandi en ummæli á bloggsíðum dagsins í dag.

Fyrir nokkru síðan tók ég mig til og sameinaði eldri skrif mín á vefnum undir heitinu ispeculate.net og ýmist hætti skrifum á eldri svæðum og/eða eyddi þeim. Í dag er ispeculate.net því helsti vettvangur minn fyrir bloggskrif ásamt fréttavef fjölskyldunnar og starfstengda ráðgjafavefnum mínum, vangaveltur.net. Á síðustu þremur árum hafa auk þess félagsvefir eins og Facebook og Twitter breytt vefnotkun minni, þannig að tíðni bloggfærslna er eitthvað lægri en áður.

3 thoughts on “Þúsund færslur”

  1. Ég afritaði eitthvað af skrifunum mínum (sem mér fannst þess verð að geyma) á Strikinu og hugsanlega eitthvað af ummælum frá þér og Birgi. Ég finn þetta ekki á tölvunni sem ég nota núna, en mig grunar að þetta sé meðal gagna sem fjölskyldan lætur geyma á öruggum stað.

    Þetta eru samt sem áður einvörðungu afrit af skrifum sem láta mig líta vel út. 🙂

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.