2. Mósebók 2. kafli

Sagan af drengnum sem var haldið leyndum í þrjá mánuði, áður en móðirin lagði hann í sefkörfu út í fljótið, sagan um Móse, er vel þekkt. Við þekkjum líka myndirnar af Miriam systur hans sem hleypur niður með ánni og fylgist með hvernig karfan vaggar fallega í ánni, nú eða kastast til og frá og er næstum étin af krókódílum. Útfærslurnar eru nokkrar.

Continue reading 2. Mósebók 2. kafli

2. Mósebók 1. kafli

Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli

Esterarbók 1. kafli

Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli

Jónas 2. kafli

Eg man þegar mér var í fyrsta sinn bent á að hvalurinn sem gleypti Jónas væri ekki í sögunni, enda hefði Jónas verið gleyptur af risafisk og allir vita sem er að hvalir eru ekki fiskar. Þá var því og haldið fram að ástæða þessa ruglings væri að Gosi (e. Pinocchio) úr sögu Carlo Collodi hefði verið gleyptur af hval og þessar sögur hefðu runnið saman. Continue reading Jónas 2. kafli

Framsókn

Þetta fólk vinnur með hag framtíðarinnar fyrir augum og er í fremstu röð þeirra landsmanna, sem eru að skapa íslendingasögu tuttugustu aldarinnar.
Síðan íslendingar hurfu frá landbúnaði og dreifbýli að stórum meirihluta og tóku sér bólfestu í þéttbýli, hafa þeir fundið sér nýja guði í dægurlagasöngvurum, kvikmyndaleikurum og íþróttafólki og dægurdvöl í sorpritum, kvikmyndahúsum og fleiri ónáttúrlegum hlutum. Hinum nýju hálfguðum er þröngvað upp á þjóðina með allri hugsanlegri nútímatækni. En löngu eftir að þeir eru allir og gleymdir vitna störf manna eins og Ketils á Finnastöðum um karlmennsku og framsýni, og þá verða menn þakklátir öllum þeim, sem gengu í lið með vorinu og gróandanum og gerðu landið betra en það áður var.

(http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2653752)