Esterarbók 7. kafli

Veislan hefst og konungur heldur áfram að bjóða Ester gull og græna skóga. Ester segir honum frá stöðu þjóðar sinnar og þeirri ákvörðun að henni verði eytt og konungur bregst við af undrun. Hann spyr hver beri ábyrgð á slíkri ákvörðun.

Ester bendir á Haman, sem verður strax hræddur, enda er honum ljóst að staða hans er glötuð. Það fer enda svo að Haman er tekinn af lífi og notaður til þess gálgi sem Haman hafði ætlað Mordekaí.

Það er samt áhugavert að konungur virðist algjörlega ónæmur fyrir sínum þætti í ákvarðanatökunni um að eyða gyðingum.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.