Guð ávarpar lýðinn með lögum fyrir samfélagið allt, líkt og Jetró hafði bent á að væri mikilvægt að koma á sem fyrst. Lögin eru skýr og hafa á einn eða annan hátt verið notuð til rökstuðnings lagasetningum um allan heim síðan þetta var. Sér í lagi á síðustu 1700 árum. Það eru til fjölmargar leiðir til að skipta upp lögunum, en mig langar að skipta þeim upp í þrjá hluta. Continue reading 2. Mósebók 20. kafli
Tag: storytelling
2. Mósebók 17. kafli
Frásögn um væl í lok 15. kafla er endurtekin hér, þó að staðarnöfn séu önnur. Ástæða þess getur hugsanlega verið sú að sagan hefur varðveist í fleiri en einni munnlegri geymd og hver hefur notast við þekkt kennileiti í sínu nærumhverfi. Þegar sögunum var síðan safnað í eitt rit, þá hefur verið ákveðið að halda fleiri en einni sögu til haga. Continue reading 2. Mósebók 17. kafli
2. Mósebók 15. kafli
Textinn um flóttann úr Egyptalandi, Exodus, er fyrst og fremst helgihaldstexti og hafi einhver efast þá er 15. kaflinn sálmur til að flytja í helgihaldinu. Inntak sálmsins er einfalt. Ef Guð er með mér, hver er þá á móti mér. Continue reading 2. Mósebók 15. kafli
2. Mósebók 11. kafli
Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.
Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.
2. Mósebók 7. kafli
Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu. Continue reading 2. Mósebók 7. kafli
2. Mósebók 6. kafli
Eftir frásögnina af fyrsta fundi bræðranna með Faraó, er ítrekað að verk Móse er viðbrögð við kalli Guðs. Við lesum um viðbrögð Ísraelsmanna við köllun Móse. Continue reading 2. Mósebók 6. kafli
2. Mósebók 5. kafli
Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli
2. Mósebók 4. kafli
Móse kvartar undan því að vera ekki góður ræðumaður, hann vanti sannfæringarkraft og biður Guð:
Æ, Drottinn, sendu einhvern annan. Continue reading 2. Mósebók 4. kafli
2. Mósebók 3. kafli
Móse er hebrei, alinn upp við egypsku hirðina og endar sem fjárhirðir hjá tengdaföður sínum sem er prestur í Mídían. Það þarf ekki mikla þekkingu í sjálfsmyndarfræðum að sjá hvernig persóna Móse er teiknuð upp sem manneskja í leit að merkingu. Continue reading 2. Mósebók 3. kafli
Esterarbók 10. kafli
Sögunni um Ester lýkur á lofræðu um Mordekaí, því við þurfum að muna að það sem mestu skiptir og allt miðast við er frami og virðing sem karlmenn hljóta. 🙂
Esterarbók 9. kafli
Það fór enda svo að gyðingar tóku öll völd og
Esterarbók 8. kafli
Þrátt fyrir að Haman hafi verið líflátinn og 8. kafli hefjist á að Mordekaí fái uppreisn æru og eignist fyrri eigur Haman, þá er tilskipunin um eyðingu gyðinga enn í gildi. Continue reading Esterarbók 8. kafli
Esterarbók 7. kafli
Veislan hefst og konungur heldur áfram að bjóða Ester gull og græna skóga. Ester segir honum frá stöðu þjóðar sinnar og þeirri ákvörðun að henni verði eytt og konungur bregst við af undrun. Hann spyr hver beri ábyrgð á slíkri ákvörðun. Continue reading Esterarbók 7. kafli
Esterarbók 6. kafli
Nóttina fyrir veisluna liggur konungur andvaka og lætur lesa fyrir sig frásögn um tilræðið við sig. Þar er skráð að það hafi í raun verið Mordekaí sem kom upp um tilræðismennina, en hafi ekki fengið neitt að launum. Continue reading Esterarbók 6. kafli
Esterarbók 5. kafli
Ester er greinilega glæsileg kona, því þegar konungur sér hana gefur hann henni merki um að koma. Einfeldni konungs er tvítekin þar sem hann, uppnuminn af fegurð drottningar sinnar segist myndi veita henni hálft konungsríkið, ef hún bara bæði um það. Continue reading Esterarbók 5. kafli
Esterarbók 3. kafli
Ester kemur upp um tilræði við Xerxes, svo að sjálfsögðu fær Haman, sonur Hamdata stöðuhækkun. Það segir sig eiginlega alveg sjálft, eða… Continue reading Esterarbók 3. kafli
Esterarbók 2. kafli
Lausnin á vanda Xerxesar er að leita að ungum og fögrum meyjum. Hlutverk drottningar Xerxesar er að þegja, hlýða og vera sæt. Ein þeirra sem er kölluð til konungshallarinnar er Hadassa, munaðarlaus stúlka af gyðingaættum sem bjó hjá frænda sínum Mordekaí, en þau eru sögð tvímenningar. Continue reading Esterarbók 2. kafli
Esterarbók 1. kafli
Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli
Jónas 4. kafli
Það eru margar Biblíusögur sem kalla á ranga túlkun, vegna þess að innihald þeirra pirrar okkur. Ein af þessum sögum er í Matteusarguðspjalli 20.1-16. Réttlæti Guðs getur nefnilega virkað sem óréttlæti. Það er upplifun Jónasar hér. Continue reading Jónas 4. kafli
Jónas 3. kafli
Verkefni Jónasar er samt enn ólokið. Reynslunni ríkari ákveður Jónas að hlusta á köllun sína. Hann heldur af stað til borgarinnar Níneve og prédikar að framundan sé eymd og volæði. Continue reading Jónas 3. kafli