2. Mósebók 20. kafli

Guð ávarpar lýðinn með lögum fyrir samfélagið allt, líkt og Jetró hafði bent á að væri mikilvægt að koma á sem fyrst. Lögin eru skýr og hafa á einn eða annan hátt verið notuð til rökstuðnings lagasetningum um allan heim síðan þetta var. Sér í lagi á síðustu 1700 árum. Það eru til fjölmargar leiðir til að skipta upp lögunum, en mig langar að skipta þeim upp í þrjá hluta. Continue reading 2. Mósebók 20. kafli

2. Mósebók 17. kafli

Frásögn um væl í lok 15. kafla er endurtekin hér, þó að staðarnöfn séu önnur. Ástæða þess getur hugsanlega verið sú að sagan hefur varðveist í fleiri en einni munnlegri geymd og hver hefur notast við þekkt kennileiti í sínu nærumhverfi. Þegar sögunum var síðan safnað í eitt rit, þá hefur verið ákveðið að halda fleiri en einni sögu til haga. Continue reading 2. Mósebók 17. kafli

2. Mósebók 11. kafli

Það er augljóst að 11. kaflinn er samsettur úr fleiri en einni heimild. Megininntakið er þó boðun tíundu plágunnar. Dauði allra frumburða í Egyptalandi er sagður yfirvofandi og kallast sú plága á við boð faraó í fyrsta kafla bókarinnar um að myrða skuli öll sveinbörn Ísraelsmanna.

Ísraelsmenn eru hvattir til að kalla til sín allar eigur, enda sé uppgjörið í nánd.

2. Mósebók 7. kafli

Faraó er Guð, svo krafan um að Ísraelsþjóðin eigi fyrst og fremst að lúta YHWH og fylgja fulltrúa YHWH, Móse verður augljóslega hafnað. Ef til vill má horfa á þetta líkt og Spielberg gerði, sem baráttu tveggja manna sem ólust upp í konungshöllinni og báðir gera kröfu um guðlega stöðu.  Continue reading 2. Mósebók 7. kafli

2. Mósebók 5. kafli

Réttindabarátta Móse og Arons virðist ekki bera mikinn árangur. Afleiðingar þess að þeir bræður óska eftir réttindum til handa Ísraelsmönnum er mætt af fullkomnu tillitsleysi. Faraó kannast ekki við YHWH og sér enga sérstaka ástæðu til að taka tillit til guðs sem er honum ókunnur. Continue reading 2. Mósebók 5. kafli

Esterarbók 1. kafli

Þær eru ekki sparaðar lýsingarnar á veisluhöldum Xerxes konungs, fyrir karlmenn í borginni Súsa. Þar er allt til alls og öllum boðið að drekka að vild. Vínið var í sérhönnuðum gullbikurum, þar sem engir tveir voru eins. Það eina sem vantar í frásögnina er að gestir hafi borðað gullflögur. Þetta byrjar sem frásaga af fráleitum munaði og firringu. En um leið kallast hún á við Íslendingasögur í upphafi 21. aldar, og þær voru víst sannar. Continue reading Esterarbók 1. kafli