Þrátt fyrir að Haman hafi verið líflátinn og 8. kafli hefjist á að Mordekaí fái uppreisn æru og eignist fyrri eigur Haman, þá er tilskipunin um eyðingu gyðinga enn í gildi. Continue reading Esterarbók 8. kafli
Tag: religion
Bréf Jeremía
I 29. kafla Jeremía kemur fram að um sé að ræða bréf
sem Jeremía spámaður sendi frá Jerúsalem til þeirra sem eftir voru af öldungum útlaganna, til prestanna, spámannanna og alls fólksins sem Nebúkadnesar hafði flutt í útlegð frá Jerúsalem til Babýlonar. Continue reading Bréf Jeremía
Jeremía 51. kafli
Eyðing Babýlon er Jeremía enn hugleikinn. Ósigur Babýlon er afleiðing þeirra níðingsverka sem íbúar Babýlon og Kaldeu unnu gegn þjóð Drottins. Guðsmyndir Babyloníumanna eru enda blekking eins og segir í textanum: Continue reading Jeremía 51. kafli
Jeremía 31. kafli
Þannig er sátmálinn sem ég mun gera við Ísraelsmenn þegar þessir dagar eru liðnir, segir Drottinn: Ég legg lögmál mitt þeim í brjóst og rita það á hjörtu þeirra. Ég verð Guð þeirra og þeir verða lýður minn. Enginn mun framar þurfa að kenna landa sínum og bróður og segja: Þekkið Drottin. Allir munu þekkja mig, bæði stórir og smáir, segir Drottinn. Ég mun fyrirgefa þeim sekt þeirra og minnist ekki framar syndar þeirra.
Framtíðarsýn Jeremía felst í endurkomu þjóðar Guðs til borgar Drottins. Fyrirheitna landið mun að lokum standa undir nafni. Þegar ég les lýsingarnar rifjast upp nálgun mín á kvikmyndinni Munich sem ég skrifaði fyrir margt löngu. Framtíð Jeremía hefur ekki ræst í huga allra.
Jeremía 23. kafli
Sjá, þeir dagar koma, segir Drottinn, að ég mun láta réttlátan kvist vaxa af ætt Davíðs. Hann mun ríkja sem konungur, breyta viturlega og iðka rétt og réttlæti í landinu. Um hans daga verður Júda bjargað og Ísrael mun búa óhultur. Þetta er nafnið sem honum verður gefið: „Drottinn er réttlæti vort.“
Það glittir í von hjá Jeremía, þrátt fyrir að þjóðin hafi verið send í útlegð, þá er von. Drottinn hefur ekki yfirgefið sitt fólk. Það verður nýtt upphaf.
Enn á sama tíma varar Jeremía við svikulum spámönnum sem spá gegn greiðslu, spinna upp sögur, styðja við illvirkja með orðum sínum.
—
Er ég aðeins Guð í nánd? segir Drottinn,
en ekki Guð í fjarlægð?
Þessi texti Jeremía er stórkostlega mikilvægur, enda minnir hann á stórbrotna og fjölþætta Guðsmynd Ísraelsþjóðarinnar. Drottinn (YHWH) er ekki einvörðungu Guð sem gengur í kvöldsvalanum, heldur og sá sem svífur yfir vötnunum og skapar.
Jeremía 19. kafli
Jeremía er reiður enda hlustar fólkið ekki. Hann boðar að þjóðin muni splundrast eins og leirker. Hjáguðadýrkun og höfnun YHWH átrúnaðar leiði eymd yfir þjóðina, enda þekki hún ekki sjálfa sig, sögu sína, Guð sinn og stöðu sína.
Darkwood Brew
Á Wild Goose Festival í sumar hlustaði ég tvívegis innlegg frá Darkwood Brew, sem er nokkurs konar netsjónvarpsþáttur um kristna trú, sem blandar saman helgihaldi, guðfræðiumræðum, tónlist, viðtölum við merkisfólk og margt margt fleira. Darkwood Brew er sent út á netinu á sunnudagskvöldum kl. 23:00 að íslenskum tíma.
Guð elskar ykkur, takk fyrir…
Hugleiðing á KSS fundi 5. maí 2012.
Guð elskar ykkur, takk fyrir, … Continue reading Guð elskar ykkur, takk fyrir…
Jeremía 10. kafli
En Drottinn er hinn sanni Guð, hann er lifandi Guð og eilífur konungur.
Jeremía minnir á að skurðgoð og styttur úr gulli eða silfri, sé bara það, styttur úr gulli og silfri.
Þær geta ekki gert neitt illt og þær geta ekki heldur gert neitt gott.
Drottinn Ísraelsþjóðarinnar sé hins vegar Guð, sá sem skapaði jörðina með krafti sínum, sá sem lifir með okkur. Bæn Jeremía er að Guð miskunni sig yfir sig, þó hann eigi það ekki endilega skilið.
1. Mósebók 31. kafli
Þegar Laban uppgötvar að Jakob hefur svikið hann sér Jakob sig tilneyddan til að koma sér á burt. Hann segir konum sínum að það sé í raun Laban sem hafi svikið sig og það hvernig Jakob hafi hagnast sé í raun vilji Guðs, jafnvel þó að í fyrri kafla sé það tekið skýrt fram að Jakob hafi beytt klækjum og hugsanlega blekkingum til að ná eignum af Laban. Hann útskýrir snilli sína með því að Guð hafi birst honum í draumum og nú sé komið að því að Guð vilji að þau flýi. Continue reading 1. Mósebók 31. kafli
1. Mósebók 6. kafli
Það er erfitt að fullyrða um gamla texta, en þegar ég les fyrsta hlutann hér í 6. kafla velti ég fyrir mér, hvort hér sé um einhvers konar tilraun skrifara til að tengja ýmsar guðshugmyndir fornaldar inn í heildarmynd YHWH, þannig séu vísanir í glæsilega guðasyni og risa hugsanlega tilvísanir til goðsagna Grikkja. Þannig séu þessi vers einhvers konar “spin” á handriti kvikmyndarinnar Thor sem er væntanleg í kvikmyndahús nú í sumar. Nú veit ég ekki, en minnir að það hafi verið einhverjar aðrar skýringar nærtækari þegar ég stúderaði textann. En hvað um það. Continue reading 1. Mósebók 6. kafli
The Church & The World in the Decade Ahead
The early church was on the margins not only of Judaism, but of society generally. Given this setting as the occasion of the writing of the books of the New Testament, we might begin to suggest that the New Testament actually has more to say to us when we find ourselves on the margins than it does when we find ourselves at the center of society. It’s at this point that we cast a glance at the Old Testament and realize that the bulk of it, too, is addressed to a people who finds itself on the margins, not in control of their political situation. We might even look anew at passages concerning the downtrodden, the oppressed, or the outcast and imagine that they might not be talking about someone else, but about us — and without having to spiritualize the message to get there.
The Church & The World in the Decade Ahead is an interesting blog post with familiar thoughts about the church.
For Those Speaking (and listening) on behalf of God
A prose from The Grand Inquisitor by Fyodor Dostoyevsky which the enlightened atheist Ivan shares with his younger brother and monk Alyosha.
He came softly, unobserved, and yet, strange to say, everyone recognised Him. That might be one of the best passages in the poem. I mean, why they recognised Him. The people are irresistibly drawn to Him, they surround Him, they flock about Him, follow Him. He moves silently in their midst with a gentle smile of infinite compassion. Continue reading For Those Speaking (and listening) on behalf of God
Why I Hang in There
I hang in there for several reasons. First, if I want to be affiliated with any group of human beings, sooner or later I will be associated with bigotry, intolerance, violence, stupidity, and pride. In fact, even if I stand alone, distancing myself from every other group, I know that within me there are the seeds of all these things. So there’s no escaping the human condition.
Second, if I were to leave to join some new religion that claims to have – at last! – perfected the way of being pristine and genuine through and through, we all know where that’s going to lead. There’s one thing worse than a failed old religion: a naïve and arrogant new one. In that light, maybe only religions that have acknowledged and learned from their failures have much to offer.
From My Take: Why I support Anne Rice but am still a Christian – Religion – CNN.com Blogs.
The Gospel
The Gospel is not an invention but a perennial revelation; it is not a program for salvation but a proclamation of salvation.
by Jay C. Rochelle, Luteran Forum on Lent 1982, p. 9.
Af hverju erum við ekki ofurvinsæl*?
Í tíma í Kristniboðsfræðum í dag afhenti kennarinn okkur grein eftir Michael Spencer, þar sem hann spáir mjög snöggum umskiptum í trúarlífi Bandaríkjamanna á næstu árum. Grein allrar athygli verð af ýmsum ástæðum. Ég ákvað því að kynna mér manninn frekar og heimsótti bloggið hans á www.internetmonk.com og rakst þar á aðra ekki síður áhugaverða grein.
*Þetta er ekki alveg orðrétt þýðing á heiti greinarinnar sem ég rakst á.
Eyrir ekkjunnar
Við í kirkjunni erum viðkvæm fyrir gagnrýni, ég held það fari ekki fram hjá neinum. Enda erum við öll viðkvæm fyrir því þegar okkur er bent á það sem miður fer. Gagnrýni getur ýmist verið til uppbyggingar eða niðurrifs og ég held að flest okkar vilji fremur það fyrra en hið síðara, þó bæði geti meitt.
Í Detroit í janúar hlustaði ég m.a. á Jim Perkinson, guðfræðing við Ecumenical Theological Seminary í Detroit þar sem hann fjallaði á mjög ákveðinn hátt um sjálfhverfu okkar sem erum hvítir, gagnkynhneigðir, giftir og karlar og sjálfhverfu kirkjunnar sem við stjórnum, eigum og ráðum. Einhver sársaukafyllsta athugasemdin hans, ekki bara fyrir mig heldur ekki síður fyrir aðra guðfræðinema og jafnvel prestanna sem sátu fyrirlesturinn var umfjöllun hans um eyri ekkjunnar.
Hann benti á hvernig við (hvítir, gagnkynhneigðir giftir karlar) höfum um aldaraðir höfum notað orð Jesús til að upphefja fórn þess sem ekkert á, og notað þannig Jesús til að réttlæta það að fátækir gefi til trúarstofnunarinnar í neyð sinni. Þannig hafi orð Jesús verið notuð sem kúgunartæki á fátæka og hvatning til að fórna sjálfum sér fjárhagslega að fullu fyrir Guðsríkið.
Ég persónulega hef notað þennan texta á þennan hátt, hann er settur fram á þennan hátt í lestrum kirkjuársins í íslensku þjóðkirkjunni, ég hef vísað til hans í fræðsluefni sem ég hef skrifað og ef ég man rétt hér á veraldarvefnum einnig. Dæmi um þessa túlkun má sjá t.d. í prédikun Sigurbjörns Einarssonar frá því í október 2005, í vísun Arnar Bárðar til sögunnar í prédikun hér, prédikun Sveinbjarnar Bjarnasonar eða grein Karls V. Matthíassonar í BB.
Jim Perkinson benti hins vegar á að samhengi textans byði langt í frá upp á þessa túlkun sem við höldum á lofti í sjálfhverfu okkar. Jesús kemur nefnilega ekki af himnum ofan og bendir á ekkjuna án samhengis.
Þegar Jesús var að kenna þeim sagði hann: „Varist fræðimennina sem fýsir að ganga í síðskikkjum og láta heilsa sér á torgum, vilja skipa æðsta bekk í samkundum og hefðarsæti í veislum. Þeir mergsjúga heimili ekkna en flytja langar bænir að yfirskini. Þeir munu fá því þyngri dóm.“ Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: „Sannlega segi ég ykkur, þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna. Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína.“
Þegar Jesús gekk út úr helgidóminum segir einn lærisveina hans við hann: „Meistari, sjáðu, hvílíkir steinar, hvílíkar byggingar!“ Jesús svaraði honum: „Sérðu þessar miklu byggingar? Hér verður ekki steinn yfir steini, allt lagt í rúst.“ (Mark 12.38-13.2)
Þannig eru orð Jesús um fórn ekkjunnar ekki sérstaklega tilraun til að lofsyngja fátæklinga sem fórna öllu fyrir musterisbygginguna heldur miklu mun fremur árás á valdastéttir sem byggja upp hallir og helgidóma, með því að mergsjúga ekkjur og hrósa sér síðan af góðmennsku sinni. Með því að einblína á ekkjuna sem fórnaði öllu og lofsyngja hana erum við að vantúlka textann í tilraun til að horfa fram hjá óþægindunum sem felast í sannleikanum. Það er e.t.v. við hæfi að tvær af prédikunum sem ég vísa í hér að ofan skuli hafa verið haldnar í tveimur af dýrustu kirkjubyggingum Íslands, miklum og glæsilegum byggingum.
Viðbrögð okkar sem hlustuðum á fyrirlestur Jim voru ekki síður merkileg. Þeim verður líklega best lýst sem skömm og sorg. Við höfðum öll lesið guðspjallið margoft en vegna kaflasetningar í þýðingum eða einfaldlega fræðslunnar í sunnudagaskólanum sáum við ekki það sem stóð. Við vorum innstillt á Jesús sem hrósar fátæklingum fyrir að fórna öllu, en ekki Jesús sem fordæmir okkur sem misnotum stöðugt aðstöðu okkar.
Þegar ég skrifaði þetta hér, varð mér hugsað til samsvörunar á milli viðbragða Níels Dungal við ekkjunni á Ítalíu sem hann lýsir í bókinni Blekking og þekking og orða Jesús. Viðbrögðin voru e.t.v. ekki ólík eftir allt. Við höfum hins vegar aldrei hlustað á hvað það var sem Jesús sagði í raun og veru.
(Sylvía Magnúsdóttir hefur áður bent á þessa túlkun á mbl-bloginu í nóvember 2007)
Erum við að taka þátt?
Í umræðum um Emerging Church í samnefndri bók Gibbs og Bolger, er vísað í Dou Pagitt þar sem hann veltir upp spurningunni um stöðu kirkjunnar og nefnir þrjá möguleika. Sá þriðji er að mínu viti mikilvægastur fyrir þjóðkirkjuna.
[S]eeing the church as not necessarily the center of God’s intentions. God is working in the world, and the church has the option to join God or not.
Hafir þú athugasemdir eða viðbrögð við færslum á elli.annall.is er opið fyrir TrackBack vísanir af öðrum bloggsíðum. Upplýsingar um TrackBack/PingBack eru hér.
Innkoma
Það er athyglisvert í rannsókn PewResearch að katólska kirkjan í BNA, er eina trúarhreyfingin/lífskoðunin sem getur með sanni gert kröfu um að vera hreyfing allra stétta. En þegar tekjur Bandaríkjamanna eru greindar með hliðsjón af trúarafstöðu, er skipting katólikka sú sama og þegar öllum íbúum BNA er skipt upp. Þetta er ekki hægt að segja um aðra hópa. Reyndar komast múslímar nálægt meðaltalinu einnig.
Hins vegar er hlutfall verr stæðra fárhagslega í evangelískum kirkjum, hefðbundnum Afrísk-Amerískum söfnuðum og Vottum Jehóva mun hærra en landsmeðaltal. Hlutfall velstæðra er hins vegar hærra í “mainline” protestant kirkjum, hjá Hindúum, búddistum, gyðingum og hópunum þremur sem eru skilgreindir secular (atheist, agnostic, secular unaffiliated).
Þetta, í samhengi við misskiptinguna í BNA, gæti að hluta til útskýrt hvers vegna BNA passar alls ekki inn í líkön sem leitast við að útskýra samband GNP og trúhneigðar (Sjá graf hér). Aðrar útskýringar tengjast t.d. því að trúarþátttaka er ekki nauðsynlega trúartengd (sér í lagi hjá hindúum, gyðingum og í “mainline kirkjum”), heldur snýst ekki síður um sjálfsskilgreiningu og tenging við trúarhreyfingu er “substitute” fyrir stórfjölskylduna sem er ekki nauðsynlega til staðar.
Ef einhver lifir í von um að GNP fallið sé parabólískt og BNA sé sönnun þess, þá er það mun langsóttari skýring, þó henni sé e.t.v. haldið á lofti af einhverjum trúmönnum.
Rannsókn á trúfélagsaðild
CNN birtir í dag frétt um nýja rannsókn á trúfélagsaðild í BNA. Ég hef ekki náð að skoða niðurstöðurnar eða nálgast gögnin sem fréttin byggir á.