Innkoma

Það er athyglisvert í rannsókn PewResearch að katólska kirkjan í BNA, er eina trúarhreyfingin/lífskoðunin sem getur með sanni gert kröfu um að vera hreyfing allra stétta. En þegar tekjur Bandaríkjamanna eru greindar með hliðsjón af trúarafstöðu, er skipting katólikka sú sama og þegar öllum íbúum BNA er skipt upp. Þetta er ekki hægt að segja um aðra hópa. Reyndar komast múslímar nálægt meðaltalinu einnig.

Hins vegar er hlutfall verr stæðra fárhagslega í evangelískum kirkjum, hefðbundnum Afrísk-Amerískum söfnuðum og Vottum Jehóva mun hærra en landsmeðaltal. Hlutfall velstæðra er hins vegar hærra í “mainline” protestant kirkjum, hjá Hindúum, búddistum, gyðingum og hópunum þremur sem eru skilgreindir secular (atheist, agnostic, secular unaffiliated).

Þetta, í samhengi við misskiptinguna í BNA, gæti að hluta til útskýrt hvers vegna BNA passar alls ekki inn í líkön sem leitast við að útskýra samband GNP og trúhneigðar (Sjá graf hér). Aðrar útskýringar tengjast t.d. því að trúarþátttaka er ekki nauðsynlega trúartengd (sér í lagi hjá hindúum, gyðingum og í “mainline kirkjum”), heldur snýst ekki síður um sjálfsskilgreiningu og tenging við trúarhreyfingu er “substitute” fyrir stórfjölskylduna sem er ekki nauðsynlega til staðar.

Ef einhver lifir í von um að GNP fallið sé parabólískt og BNA sé sönnun þess, þá er það mun langsóttari skýring, þó henni sé e.t.v. haldið á lofti af einhverjum trúmönnum.