Framboð

Í dag uppfyllti ég lokaskilyrðið fyrir því að vera kjörgengur til embættis forseta Íslands. Vegna hvatningar í kringum mig og þar sem styttist í kosningar hefur nú verið útbúin meðmælatexti til að auðvelda stuðningsfólki mínu að safna undirskriftum. Textinn er á þessa leið:

Ella í embættið
Ég tel Halldór Elías Guðmundsson fullfæran til þess að búa á Bessastöðum og starfa á Sóleyjargötu. Hæfileikar Halldórs eru vel nýtanlegir í embætti forseta. Ekki skemmir fyrir að hann er orðinn 35 ára og hefur mikla löngun til þess að verða ábyrgðarlaus í stjórnarathöfnum.

Rétt er að minna stuðningsfólk á að skrá með eigin hendi nafn sitt með prentstöfum, heimilisfang og kennitölu á meðmælabréf.

One thought on “Framboð”

Comments are closed.