Nýr dagur í Trumplandi

Á mánudögum sit ég heima allan daginn og sinni verkefnum sem hafa ekkert með Bandaríkin að gera. Eftir að ég hef komið börnunum í skóla og konunni í vinnu þá sest ég inn á heimaskrifstofuna og sinni verkefnum fyrir sjálfstæða reksturinn minn. Continue reading Nýr dagur í Trumplandi

How Are You Today?

Á lestarpallinum á leiðinni í vinnuna í gærmorgun var ég spurður, “How are you, today?” Spurningin “How are you?” er einhver sú marklausasta í enskri tungu og eftir 10 ár í Bandaríkjunum hef ég lært að svara “Fine and you?” og ganga síðan framhjá viðkomandi. Continue reading How Are You Today?

Forsetakosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Guð

Hér fyrir neðan er handritið að fræðsluerindi sem ég flutti á Sæludögum í Vatnaskógi sumarið 2016. Það er alltaf nokkrum vandkvæðum bundið að færa erindi sem er flutt munnlega inn á bloggið, viðbótarútskýringar sem ég bætti við í framsögunni og viðbrögð úr salnum vantar en innihaldið er í grunninn óbreytt. Continue reading Forsetakosningar í Bandaríkjunum og hugmyndir um Guð

The Bird and The Donald

I heard a bird yesterday in the attic. Let me be clear I love birds. I even have a bird feeder outside my living room window. I really care for birds. However, I don’t like them when they enter my attic. My anxiety started to set in. I imagined the bird plotting against me. Planning to leave marks all over my furniture. Continue reading The Bird and The Donald

Kristin þjóð og önnur trúarbrögð

Hér fyrir neðan er fræðsluerindi sem ég flutti á Sæludögum í Vatnaskógi sumarið 2014. Það er alltaf nokkrum vandkvæðum bundið að færa erindi sem er flutt munnlega inn á bloggið. Af þeim sökum hef ég lagað það örlítið, m.a. með tilliti til umræðu sem myndaðist að erindi loknu.

Ef við slítum í sundur siðinn, slítum við og í sundur friðinn.

Úrskurður Þorgeirs ljósvetningagoða fyrir 1015 árum hefur mótað íslenskan samfélagsskilning alla tíð síðan, jafnvel eftir að trúfrelsisákvæði kom með skýrum hætti með stjórnarskránni 1874 að tilstuðlan konungsins í Kaupmannahöfn.

Continue reading Kristin þjóð og önnur trúarbrögð

Stærðfræði(sumar)búðir

Nú í vikunni hef ég hjálpað til sem sjálfboðaliði í stærðfræði(sumar)búðum. Stærðfræðibúðirnar eru í boði nú þegar þátttakendur eru í vorfríi í skólanum sínum og eru skipulagðar af tveimur söfnuðum og í samvinnu við grunnskóla barnanna sem taka þátt. Markhópurinn fyrir búðirnar eru krakkar í 3. og 5. bekk sem gætu hagnast á viðbótarþjálfun í stærðfræði fyrir samræmd próf í Ohio sem verða haldin núna í kringum mánaðarmótin. Continue reading Stærðfræði(sumar)búðir

How do we understand our relationship with God and how does it affect our political leanings?

In Fides et Historia, vol XXXII, no. 2 (Summer/Fall 2000), I came across an interesting article by David John Marley; Martin Luther King Jr., Pat Robertson, and the Duality of Modern Christian Politics. I have mentioned the article earlier, in my Icelandic Bible blog when I was writing about Exodus 22. Continue reading How do we understand our relationship with God and how does it affect our political leanings?

Illmennska og ógeðisheit

Eitt af einkennum kerfisbundins misréttis er ósýnileikinn. Þegar reynt er að benda á tilvist kerfisbundins misréttis eða ef út í það er farið kerfislægrar kynþáttahyggju, er viðhorf forréttindafólks oft á þá leið að það persónulega séu góðar manneskjur. Við sjáum þetta í umræðum um feminisma, rasisma, fátækt og í trúarlegri umræðu. Og hér er mikilvægt að taka fram að ég er í ríkjandi stöðu þegar kemur að umræðunni um öll þessi mál. Ég er giftur karl, hvítur, vel stæður og kristinn og ég er ekki vondur. Continue reading Illmennska og ógeðisheit

3. Mósebók 20. kafli

Guðinn Mólok sem hér er nefndur til sögunnar, var einn þeirra guða sem dýrkaður var af nágrannaþjóðum Hebrea. Í túlkunarhefðinni er Mólok tengdur við mannfórnir og sér í lagi fórnir á börnum. Ef sá skilningur er ofan á, þá er auðvelt að skilja textann í upphafi þessa texta. Sá sem fórnar barni sínu hefur lítinn rétt. Continue reading 3. Mósebók 20. kafli

Daníelsbók 6. kafli

Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins.  Continue reading Daníelsbók 6. kafli

Markúsarguðspjall 10. kafli

Í afbrotafræðunum er til kenning um að hugmyndir um lengd refsinga byggi á því hvaða brot ríkjandi stéttir séu líklegar til að brjóta. Þannig sé refsað harðar fyrir brot sem séu algengari hjá minnihlutahópum en brot þeirra sem betur standa. Eins séu fíkniefni valdastétta, t.d. áfengi, leyfð, en fíkniefni minnihlutahópa, t.d. maríúana, bannað. Þrátt fyrir að ekkert liggi fyrir um að bönnuðu efnin séu skaðlegri en þau leyfðu. Continue reading Markúsarguðspjall 10. kafli

2. Mósebók 2. kafli

Sagan af drengnum sem var haldið leyndum í þrjá mánuði, áður en móðirin lagði hann í sefkörfu út í fljótið, sagan um Móse, er vel þekkt. Við þekkjum líka myndirnar af Miriam systur hans sem hleypur niður með ánni og fylgist með hvernig karfan vaggar fallega í ánni, nú eða kastast til og frá og er næstum étin af krókódílum. Útfærslurnar eru nokkrar.

Continue reading 2. Mósebók 2. kafli

2. Mósebók 1. kafli

Hræðslan við hina er ekki ný. Hina sem kannski stela á endanum landinu okkar. Árlega er skrifað um endalok hvítra Bandaríkja, nú eða fjallað um spár um mannfjöldaþróun sem benda til þess að hinir verði bráðum fleiri en við. Markmiðið er ekki alltaf neikvætt með slíkum fréttaflutningi, en rasíski undirtóninn er óumflýjanlegur. Continue reading 2. Mósebók 1. kafli