Það er hægt að sjá þróun í 3. Mósebók, reglurnar verða strangari, áherslan á aðgreiningu eykst. Krafan um „fullkomnun“ magnast. Nú eru líkamlýti illa séð, það er ekki lengur rými fyrir blinda, halta, þá sem hafa klofna vör, kramin eistu eða krypplinga. Continue reading 3. Mósebók 21. kafli
Tag: leadership
3. Mósebók 20. kafli
Guðinn Mólok sem hér er nefndur til sögunnar, var einn þeirra guða sem dýrkaður var af nágrannaþjóðum Hebrea. Í túlkunarhefðinni er Mólok tengdur við mannfórnir og sér í lagi fórnir á börnum. Ef sá skilningur er ofan á, þá er auðvelt að skilja textann í upphafi þessa texta. Sá sem fórnar barni sínu hefur lítinn rétt. Continue reading 3. Mósebók 20. kafli
3. Mósebók 13. kafli
Lögin hér á undan snúast um að vernda samfélagið sem heild. Einstaklingar voru sjaldnast mikilvægari en heildin í samfélagi fortíðar. Einstaklingshyggja á kostnað heildarinnar er nýtt fyrirbæri í heimssögunni og lítt þekkt og enn síður skilið annars staðar en í hinum vestræna heimi. Continue reading 3. Mósebók 13. kafli
Prestskosningar
Hugmyndin um prestskosningar er um margt áhugaverð frá lúthersku sjónarhorni, embættismannaskilningi, hugmyndum um þjóð- eða ríkiskirkju. Continue reading Prestskosningar
3. Mósebók 11. kafli
Ég hef fjallað um 3. Mósebók eins og um sé að ræða línulega frásögn af ákveðnum viðburðum í lífi Ísraelsþjóðarinnar í eyðimörkinni. En auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þessi texti er fyrst og fremst texti sem er ætlað að móta helgihald og líf Ísraelsþjóðarinnar. Hér er um að ræða helgisagnir, ráðleggingar og lög sem eru sett í ákveðið form af prestastéttinni í Ísrael, og prestastéttin var ekki ein. Við höfum annars vegar musterishefðina (P-hefðin) og hins vegar fyrirheitnalandshefðina (H-hefðin). Continue reading 3. Mósebók 11. kafli
3. Mósebók 10. kafli
Það er ekki gott að vera fullur í vinnunni og með sítt hár. Hvað þá ef fötin hanga lauslega á þér og vinnan felst í því að undirbúa eld fyrir fórnarathafnir. Kaflinn hér fjallar um reglur fyrir presta, sem fylgja í kjölfarið á dramatískum viðburði þar sem Nadab og Abíhú synir Arons, brenna til bana. Continue reading 3. Mósebók 10. kafli
3. Mósebók 9. kafli
Eftir 7 daga vígsluathöfn var komið að Aroni og sonum hans að sinna hlutverki sínu. Aron og synir hans fylgja helgihaldsreglum undir eftirliti Móse. Söfnuðurinn upplifir dýrð Guðs í helgihaldinu og
[þ]egar fólkið sá það hóf það upp fagnaðaróp og féll fram á ásjónur sínar.
3. Mósebók 7. kafli
Ítarlegar lýsingar halda áfram á meðferð fórna og fórnarkjöts. Hér kemur fram að fórnarkjöt þarf að borða innan tveggja daga frá slátrun. Ef kjötið kemst í snertingu við eitthvað sem skilgreint er óhreint, þarf að brenna það. Continue reading 3. Mósebók 7. kafli
3. Mósebók 6. kafli
Hér er farið yfir helgisiði í tengslum við fórnir og fórnarkjöt. Helgihaldið hefur á sér virðulegan blæ, eldurinn við altarið má aldrei slokkna og áhersla lögð á snyrtimennsku í hvívetna. Continue reading 3. Mósebók 6. kafli
3. Mósebók 5. kafli
Löggjöfin hófst á brotum af vangá í síðasta kafla og nú eru nokkur slík brot útskýrð. Sektargreiðslan eða fórnin byggir á fjárhag þess sem brotið fremur. Hér virðist reyndar tekið fram að prestar fái einungis umbun þegar kornfórn er færð.
3. Mósebók 4. kafli
Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi. Continue reading 3. Mósebók 4. kafli
3. Mósebók 1. kafli
Valdakjarninn við samfundatjaldið heldur áfram að styrkja stöðu sína með orðum Drottins í gegnum Móse. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Guð og því ber brennifórnum að vera lýtalaus karldýr, slátrun dýranna fær á sig helgiblæ og Ísraelsmönnum sagt að Drottinn sé ánægður með ilm fórnargjafanna. Continue reading 3. Mósebók 1. kafli
Daníelsbók 11. kafli
Nálgun mín að Daníelsbók byggir á því að bókin sé fyrst og fremst sem verk skrifara sem leitast við að túlka fortíðina og stöðu þjóðar sinnar í kringum 167 f.Kr. Aðferðin sem skrifari notar er að túlka söguna í gegnum „framtíðarsýn“ Ísraelsmannsins Daníels sem upplifði herleiðinguna til Babýlón 400 árum. Með framtíðarsýn Daníels að vopni fjallar ritari á mjög gagnrýnin hátt um hátterni, hegðan og persónu konungsins sem hefur Jerúsalem á valdi sínu. Continue reading Daníelsbók 11. kafli
Daníelsbók 10. kafli
Daníel sér sýn þar sem Mikael (sá sem líkist Guði) lofar aðstoð og hjálp í baráttu við kúgunaröflun. Spurningin sem vaknar við lesturinn er hver Mikael sé eða hafi verið. Hér er mikilvægt að sjá hvernig túlkunarhefðir virka. Continue reading Daníelsbók 10. kafli
Daníelsbók 8. kafli
„Framtíðarsýnir“ Daníels halda áfram. Söguskilningur ritara á valdabaráttu, uppbyggingu og falls stórvelda fyrir botni Miðjarðarhafs á árunum 597 f.Kr.-167 f.Kr. eru settar fram í draumi Daníels, ríki þenjast út og dragast saman, klofna og hverfa. Continue reading Daníelsbók 8. kafli
Daníelsbók 7. kafli
Textinn hér kallast augljóslega á við yngra verk, þ.e. Opinberunarbók Jóhannesar. Konungdæmi koma og fara, framtíðarsýn Daníels er vísun til samtímans. Járnríkið sem kemur, er í raun og veru ástandið sem varir þegar ritið er skrifað. Líkt og fyrri konungsríki þá er núverandi ástand tímabundið. Continue reading Daníelsbók 7. kafli
Daníelsbók 3. kafli
Nebúkadnesar gerir kröfu um skilyrðislausa hlýðni og dýrkun, sem hetjurnar okkar Sadrak, Mesak og Abed-Negó geta ekki samþykkt vegna trúar sinnar og samvisku. Continue reading Daníelsbók 3. kafli
Daníelsbók 2. kafli
Nebúkadnesar hefur ekki mikla þolinmæði gagnvart loddurum, hvort sem þeir eru særinga-, galdra- eða spásagnafólk. Fyrst þeir hafa svona góða tengingu við hið yfirnáttúrulega eiga þeir ekki aðeins að ráða drauma, heldur ættu að geta sagt frá því hver draumurinn var upphaflega. Aðeins þannig getur Nebúkadnesar dæmt um raunverulega tengingu miðlanna. Continue reading Daníelsbók 2. kafli
Daníelsbók 1. kafli
Þegar við lesum texta, nálgumst við þá alltaf með einhverjum fyrirframgefnum forsendum. Þannig hefur fyrri lestur eða túlkun einhvers annars á textanum áhrif, nú eða við tengjum einstök orð við minningu eða upplifun. Við erum ekki tómt eða autt blað og textinn sem við lesum er heldur ekki ósnertur áður en við lesum hann.
Markúsarguðspjall 12. kafli
Dæmisaga Jesú í 12. kaflanum er harkaleg og kallast á við frásögu Fjodor Dostojevski í The Grand Inquisitor í Karamasov bræðrunum. Guð fól þjóð sinni allt, þegar spámennirnir komu og kölluðu eftir réttlæti og friði, voru þeir svívirtir, sbr. Jeremía og fleiri. Continue reading Markúsarguðspjall 12. kafli