Sexual Violence in the Church

Sexual abuse by people in power has been reality in religious circles since the beginning of times. Joy A. Schroeder has written a book about how sexual violence in the Bible has been interpreted by the church through the ages, Dinah’s Lament: The Biblical Legacy of Sexual Violence in Christian Interpretation.

Joy A. Schroeder wrote an article about sexual abuse in the middle ages in Lutheran Quarterly, 7 (1993): 171-190, called “Marguerite of Navarre Breaks Silence about Sixteenth Century Clergy Sexual Violence.”

The third text worth mentioning is by Marguerite de Navarre, The Heptameron, but stories twenty-two and twenty-three in that book address a sexual abuse of clergy.

Skattaskemmtun

Það er óneitanlega kómískt að sitja við tölvu í LSS West Pantry, bíða eftir næsta kúnna sem þarf hjálp með skattskýrslu eða aðstoð við að fylla út umsóknir um húshitunarstyrk, læknishjálp eða matarmiða og lesa á sama tíma eftirfarandi texta í bók Thomas Friedman, The World Is Flat.

This weekend there will be accountants painting watercolors in their garages. There will be laywers writing screenplays. But I guarantee you that you won’t find any sculptors who on weekends will be doing other people’s taxes for fun.

Það er nefnilega þannig að sum okkar sem tilheyrum “liberal arts” hluta heimsins, leggjum stund á listir, heimspeki eða guðfræði, lítum á tölur og “fill-in-form” sem áhugaverð hliðarskref sem er vert að stíga sér til skemmtunar. Thomas hefur þannig einfaldlega vitlaust fyrir sér í þönkum sínum hér að ofan. En þetta er svo sem ekki eini galli bókarinnar.

Olympíueldurinn

Er það almenn vitneskja að þessi hefð að hlaupa með eldinn í gegnum borgir á leiðinni frá Grikklandi til mótsstaðar, var hönnuð af áróðursmaskínu Nasista í þriðja ríkinu í tengslum við leikanna 1936?

Fjölskylduábyrgð

Það kemur fyrir að ég rekist á vangaveltur sem ég er sammála, eða ósammála, skrifi niður setningu eða tvær og hugsi sem svo að ég þurfi að skoða merkingu þeirra nánar. Þannig hefur einn “Stickies”-miðinn á skjáborðinu mínu innihaldið setninguna/orðin “velferðarkerfið sem ögrun við fjölskylduábyrgð” í líklega rúmt ár.

Í BNA er ekkert velferðarkerfi og fjölskylduábyrgðin virðist ekki meiri hér en annars staðar, jafnvel minni en á Íslandi. Fullyrðingin sem er haldið á lofti hér í landi frelsisins er því röng. Þegar við bætist að fjölskylduábyrgðin sem vísað er til er einhvers konar draumsýn um mann, konu og með tvö börn, strák og stelpu, sem síðan giftast fullkomnu tengdabörnunum, og þau eignast tvö börn, strák og stelpu, og allir í pakkanum styðja alla í fullkomnum heimi og allir eru hamingjusamir í fínu einbýlishúsunum sínum í úthverfunum, þá er slíkt ekki til heldur. Fjölskylduábyrgð sem hugtak í pólítískum áróðri um eitthvað sem ætti að vera er þannig frekar ögrun við velferðarkerfið en að velferðarkerfið ögri fjölskyldunni.

Nú get ég eytt “stickies”-miðanum.

Ilmvötn eða menntun

Það er sagt að Maria Antoinette hafi spurt af hverju fólkið borðaði ekki kökur, fyrst það átti ekki brauð. Daniel G. Groody bendir á í nýrri bók sinni Globalization, Spirituality, and Justice: Navigating the Path to Peace (Theology in Global Perspective) að árið 2005 hafi veltan í ilmvatns og rakspíraiðnaðinum verið jafnmikil og kostnaður við alla menntun í Afríku og Mið-Austurlöndum, tæplega 28 milljarðar USD.

Detroit

Í janúar síðastliðinn var ég staðsettur á skrifstofu Kwame Kilpatrick í Detroit nákvæmlega viku áður en Free Press birtu afritin af SMS-skilaboðunum.  Heimsóknin var hluti af námskeiði í skólanum mínum um kirkjulegt starf í stórborgum. Við hittum reyndar Kwame aðeins í nokkrar mínútur, en meginhlutverk komunnar á skrifstofuna var að fá fyrirlestur hjá aðstoðarmönnum hans um uppbygginguna í borginni. Þessi tveggja tíma heimsókn var einn óþægilegasti hluti rúmlega 10 daga heimsóknar til Detroit, þar sem við hittum skólastjóra í niðurnýddum grunnskólum, töluðum við hjúkrunarfræðinga sem glöddust yfir að ungbarnadauði hefði lækkað úr 15 í 13 börn af hverjum 1000 (tölur á Íslandi 2 af 1000), tókum vakt með lögreglumönnum sem höfðu það markmið helst að komast slysalaust úr vinnunni, hlustuðum á skýrslu frá innra eftirliti lögreglunnar þar sem fram kom að enn voru 1500 kvartanir á hendur lögreglunni frá 2007 órannsakaðar í janúar 2008 (rúmlega ein kvörtun á hverja tvo lögreglumenn) og heimsóttum húsnæði heimilislausra svo fátt eitt sé nefnt.

En heimsóknin til Kwame var það sem kallaði fram hvað hörðustu viðbrögðin. Aðstoðarmennirnir lýstu markmiðum sínum og Kwame og héldu því fram blákalt að allt væri að fara á betri veg í borginni og sögðu sögur af fjölskyldudagskrá einu sinni á ári á einu af grænu svæðum borgarinnar og hrósuðu sér af spilavítunum sem eru að rísa um alla borg. Raunveruleikinn var hins vegar sá að þeir félagar og Kwame virtust ónæmir fyrir því að almenningssamgöngur eru í rúst, atvinnuleysi er 15-20% í sumum hverfum, félagsráðgjafar borgarinnar eru sumstaðar með 530 mál á ári, það er framið eitt morð á dag í borginni og lögreglan borgar 20 milljónir dollara á ári vegna rökstuddra kvartana um misbeytingu valds. Þessar upplýsingar virtust ekki hafa náð eyrum aðstoðarmannanna í leðurstólunum, þar sem við sátum umkringd myndum af Kwame með hinum og þessum stórstjörnunum.

Í borginni sjálfri heyrðum við sögusagnir af myrtum vændiskonum eftir að hafa verið í partíi í borgarstjórabústaðnum, sem reyndar líktust meira reifara en sannleikanum. Nú er að koma í ljós að sumar þessara sögusagna höfðu einhverja stoð í raunveruleikanum og ljóst að Detroitborg á enn eftir að hnigna á meðan málaferli gegn Kwame halda áfram.

Kirkjan uppfærð í samræmi við gildandi lög

Ákvörðun Kirkjuþings um málefni samkynhneigðra færir kirkjuna á par við núgildandi lög í landinu. Kirkjan gengur inn í það fyrirkomulag sem ríkir um staðfesta samvist og “óskar” eftir heimild fyrir þá sem eru vígslumenn að lögum til að staðfesta samvist. Jafnframt stendur kirkjuþing áfram við hefðbundin skilning á hjónabandinu sem sáttmála karls og konu.

Allt orðalag og sér í lagi framsetning á tillögunum hefur verið milduð. Þannig er ekki lengur talað um ályktun um hjónabandið líkt og þegar málið var lagt fram. Eins hefur hugtakið vígslumenn verið sett inn í tillöguna til að mynda hugrenningatengsl við vígslu staðfestrar samvistar þó það sé ekki sagt berum orðum.  Þá er áherslan á heimildarákvæði veikari enn áður, ekki er talað um samviskufrelsi presta til að neita um athöfn en á móti lögð áhersla á að frelsi presta sé virt.

Vangaveltur sem vakna við lestur þessara breytinga og við þessa samþykkt eru nokkrar:

  • Ef frumvarp VG um ein hjúskaparlög nær fram að ganga, er ljóst að málið þarf að fara aftur fyrir Kirkjuþing vegna orðalagsins í þessari samþykkt.
  • Það virðist augljóst að hugtakið vígslumenn er sett inn til að mynda hugrenningatengsl við vígslu. Hvernig tókst fylgismönnum réttinda samkynhneigðra að fá kirkjuþingsmenn til að samþykkja það?
  • Hvers vegna er ekkert um form helgihalds samþykkt, en það var hluti af 15. máli. Nú þegar ný helgisiðahandbók er væntanleg má ekki seinna vænna að ganga frá formi fyrir athafnir, ef ekki á einfaldlega að notast við hjónavígsluformið.
  • Hvaða hugmyndir eru uppi um hvernig virða á frelsi presta? Þetta er augljóslega gert til að friða presta sem vilja ekkert með samkynhneigða hafa, en hefur þetta einhverja raunverulega merkingu. Hafa prestar frelsi til að neyta einhverjum um fyrirbæn?
  • Hér má segja að skrefið sé stigið til fulls guðfræðilega til jafnrar stöðu gagn- og samkynhneigðra innan kirkjunnar. Boltanum er rúllað yfir til löggjafans að stíga næsta skref, veita vígslumönnum rétt til staðfestingar samvistar og hugsanlega kalla eftir einum hjúskaparlögum.
  • Hvernig tekst kirkjunni að spila úr þessari ákvörðun? Ég verð að viðurkenna að ég efast um að það takist vel. Kirkjan tapaði fyrir löngu síðan allri PR-vinnu vegna þessara mála og ég fæ ekki séð að það breytist núna. En hver veit?

Lífsgæðarannsókn Sameinuðu þjóðanna

Hér í BNA hef ég á stundum vísað í þessar rannsóknir SÞ, en þær má sjá á http://hdr.undp.org/hdr2006/statistics/. Hér er litið til þátta eins og læsis, hlutfalls þjóðarframleiðslu til menntunar, rannsókna og heilbrigðismála. Það er litið til barnadauða, hverjar eru lífslíkur, þjóðarframleiðslu, misskiptingar í samfélaginu, aðgengis að síma, bifreiðum, hreinu vatni og svo mætti lengi lengi telja.

Vísanir mínar hér í BNA hafa reyndar flestar snúið að heilbrigðismálum, enda er öflug heilbrigðisþjónusta fyrir alla þegna eitt af einkennum landanna efst á listanum ef frá er talið ríkið í 8. sæti.

Áhugasamir geta skoðað einstaka þætti sem horft er til á síðu Sameinuðu þjóðanna. 

Fátækt í tölum

Fátæktarmörk í BNA eru $20.444 á hverja fjögurra manna fjölskyldu eða rétt um $1.700 á mánuði. Það kostar mig og konuna mína sem lifum tiltölulega sparlega með tvö börn, erum í mjög ódýru húsnæði, með niðurgreitt barnaheimilispláss, ókeypis sjúkratryggingu, höfum borgað bílinn og höfum ekki kapal rétt um $4.000 á mánuði að búa hérna. Þannig að vera undir fátæktarmörkum í BNA merkir fyrir fjögurra manna fjölskyldu að hafa $2.300 minna á milli handanna en þú þarft til að geta lifað af mánuðinn. Continue reading Fátækt í tölum

Aðgreiningin styrkt / Tímabundin lausn?

Sjá athugasemd Þráins Haraldssonar!

<DEL>Það er sorglegt að sjá þetta stigma í garð geðsjúkra barna og ungmenna. Að í einu af ríkustu ríkjum heims, með besta velferðar- og heilbrigðiskerfi veraldar skuli viðhorf heilbrigðiskerfisins vera að halda þeim geðsjúku frá hinum líkamlega veiku.

Á sama tíma og stefnt er að uppbyggingu glæsilegs sjúkrahús á Hringbrautarsvæðinu, þar sem öll þjónusta er á einum stað – þá á að halda einum hópi sér. Geðsjúk börn og ungmenni eru væntanlega öðruvísi en aðrir eða hvað?</DEL>

Að sjálfsögðu fagna ég endurbótum og bætri húsnæðisaðstöðu fyrir BUGL-ið, <DEL>en um leið harma ég það viðhorf sem ég tel felast í áframhaldandi uppbyggingu á Dalbraut.</DEL>

Athugasemd:
Sæl Elli, það hefur komið fram í umræðunni að það standi til að BUGL verði staðsett við hlið nýs spítala við Hringbraut. Húsnæðisvandi deildarinnar er hins vegar svo mikil að ekki er hægt að bíða eftir nýjum spítala. Væntanlega verður húsnæði BUGL selt þegar kemur að flutningum á Hringbraut, en hvenær það verður, veit nú enginn!
Þráinn Haraldsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 16:05

Dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi

Í desember fórum við með son minn í læknisskoðun, við fundum út hvaða barnalæknir væri innifalinn í sjúkratryggingunni okkar og pöntuðum tíma. Í sjálfu sér gekk það vel, við fengum skoðun og þegar tímanum var lokið, fengum við nýjan tíma fyrir þrjár bólusetningar, þessar sem öll börn þurfa að fá. Við mættum síðan nokkrum dögum seinna og strákurinn fékk sprauturnar sínar. Tveimur vikum síðar kom reikningurinn, tvær heimsóknir og þrjár sprautur $760 eða 48.000 krónur. Fram kom að tryggingafélagið neitaði greiðslu vegna formatriðis, sem ekki var útskýrt. Það tók mig þrjá mánuði og 7 símtöl að leysa vandamálið. Ég þurfti að hringja á læknastofuna, tryggingafyrirtækið, fyrirtækið sem sér um greiðslur á kröfum fyrir tryggingafyrirtækið og síðan annan hring til allra. Eftir nokkur símtöl þar sem mér var sagt að ekki væru til nein gögn um að ég hefði kvartað, fékk ég loks bréf um að tryggingafyrirtækið hefði borgað sinn hlut.

Þegar ég svo nefndi þessa sögu við kunningja minn sem er lögfræðingur, sagði hann mér að allir vissu að tryggingafyrirtækin, alla vega sum, treystu á að fólk gæfist upp á 3 hringingu og greiddi þjónustuna sjálft enda kostar tíma og fyrirhöfn að standa í stöðugu tuði um þrjár sprautur.

Þetta gerist í dýrasta heilbrigðiskerfi í heimi, þar sem stór af starfsfólkinu er ekki heilbrigðisstarfsfólk heldur lögfræðingar, viðskiptafræðingar, símastarfsfólk á endalausum skiptiborðum við að neita viðskiptavinum um þjónustu. Þetta kerfi er frábært fyrir þá einstaklinga sem eiga allt, þá sem taka ekki eftir því hvort það er $760 meira eða minna á Debetkortinu. En fyrir alla hina, þær 45 milljónir manna sem eru tryggingalaus, tugi eða hundruði milljóna manna sem eru háðir vinnuveitanda í vistaböndum, þar sem vinnuveitandi veitir af gnægtum sínum þær litlu tryggingar sem flestir hafa, þá er ástandið ekki eins gott.

En það sem ætti að vekja mesta athygli þeirra sem trúa á framtak atvinnulífsins og mikilvægi einkavæðingar er að kerfið er eitt það dýrasta í heimi, þegar litið er til hlutfalls af þjóðarframleiðslu. 

Hope

All who believed were together and had all things in common; they would sell their possessions and goods and distribute the proceeds to all, as any had need. Day by day, as they spent much time together in the temple, they broke bread at home and ate their food with glad and generous hearts, praising God and having the goodwill of all the people. And day by day the Lord added to their number those who were being saved. (Acts 2) Continue reading Hope

After the flood all the colors came out

Það var magnað að sjá hér í sjónvarpi innlegg Green Day og U2 í kvöld við enduropnun SuperDome í New Orleans. En Edge hefur tekið virkan þátt í uppbyggingu tónlistarlífs í borginni eftir flóðin í fyrra. Það er ekki minna magnað að sjá þetta þar sem ég stefni á að taka námskeið um hópslysaviðbrögð í New Orleans og taka þátt í enduruppbyggingarstarfi á svæðinu í tvær vikur á aðventunni.

Hefndin [spoiler]

Það er margt að segja um hefndina og þeir Wachowski-bræður reyna að koma sínum hugmyndum til skila í nýrri mynd hér í BNA, V for Vendetta. En hefndin er ekki það eina sem glímt er við, hér er líka snert við einhverri þekktustu glímu guðfræðings. Er í lagi að beita ofbeldi til að leiðrétta óréttlætið? En íbúar BNA eru mjög uppteknir af því að Bonhoeffer hafi ekki þegið stöðu við Union Theology Seminar um miðjan 3. áratug síðustu aldar, heldur haldið heim til Þýskalands, barist gegn Hitler og svarað ofangreindri spurningu játandi. En það er útúrdúr.

Continue reading Hefndin [spoiler]

Ekki frétt

Morgunblaðið birtir í dag frétt um neikvæð tengsl tónlistarnáms og vímuefnaneyslu . Þetta er EKKI frétt. Staðreyndin er einfaldlega sú að börn sem eru í góðum tengslum við foreldra sína eru líklegri til að nota ekki vímuefni.
Það á að öllu jöfnu við um tónlistarnemendur, sérstaklega í efri bekkjum grunnskóla. Þau þurfa skilning og stuðning foreldra sinna til að geta sinnt náminu sem skyldi.
Námið er fokdýrt sem segir okkur að viðkomandi foreldrar hafi MEIRI peninga milli handanna en gengur og gerist. Þá er mikilvægt að foreldrarnir þurfa að gefa sér tíma til að taka þátt í náminu að einhverju leiti. Það hefði verið frétt og það stórfrétt ef ekki hefðu verið neikvæð tengsl milli vímuefnanotkunar og tónlistarnáms. (Upphaflega skrifað 22. febrúar 2004)