Lífsgæðarannsókn Sameinuðu þjóðanna

Hér í BNA hef ég á stundum vísað í þessar rannsóknir SÞ, en þær má sjá á http://hdr.undp.org/hdr2006/statistics/. Hér er litið til þátta eins og læsis, hlutfalls þjóðarframleiðslu til menntunar, rannsókna og heilbrigðismála. Það er litið til barnadauða, hverjar eru lífslíkur, þjóðarframleiðslu, misskiptingar í samfélaginu, aðgengis að síma, bifreiðum, hreinu vatni og svo mætti lengi lengi telja.

Vísanir mínar hér í BNA hafa reyndar flestar snúið að heilbrigðismálum, enda er öflug heilbrigðisþjónusta fyrir alla þegna eitt af einkennum landanna efst á listanum ef frá er talið ríkið í 8. sæti.

Áhugasamir geta skoðað einstaka þætti sem horft er til á síðu Sameinuðu þjóðanna. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.