Hægt að spyrja mig

Þegar ég ákvað að kaupa nýja stafræna vél í stað 2mp Canon Ixus vélarinnar, þá endaði ég á Lumix vélinni, ekki síst vegna Leica linsunnar. Reyndar var mér bent á að Panasonic væri ekki stórt nafn í myndavélum, en á móti kom að $500 vél með Leica linsu er næstum mótsagnakennt og í trausti þess að Leica legði ekki 80 ára reynslu og ímynd við hvað sem er, ákvað ég að kýla á vélina. Það verður að segjast að sjaldan hef ég gert jafn gáfuleg kaup.

Linsan er frábær, það er auðvelt að stjórna vélinni, rafhlaðan endist ágætlega og miðað við stærð er auðvelt að höndla hana. Reyndar eru myndir við léleg ljósskilyrði ekki neitt svaka góð, en ef ég festi iso á 100 eða 200 og nota flass (það er möguleiki á stærra flassi) þá er það ekki vandamál. 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.