Skattaskemmtun

Það er óneitanlega kómískt að sitja við tölvu í LSS West Pantry, bíða eftir næsta kúnna sem þarf hjálp með skattskýrslu eða aðstoð við að fylla út umsóknir um húshitunarstyrk, læknishjálp eða matarmiða og lesa á sama tíma eftirfarandi texta í bók Thomas Friedman, The World Is Flat.

This weekend there will be accountants painting watercolors in their garages. There will be laywers writing screenplays. But I guarantee you that you won’t find any sculptors who on weekends will be doing other people’s taxes for fun.

Það er nefnilega þannig að sum okkar sem tilheyrum “liberal arts” hluta heimsins, leggjum stund á listir, heimspeki eða guðfræði, lítum á tölur og “fill-in-form” sem áhugaverð hliðarskref sem er vert að stíga sér til skemmtunar. Thomas hefur þannig einfaldlega vitlaust fyrir sér í þönkum sínum hér að ofan. En þetta er svo sem ekki eini galli bókarinnar.