Fjölskylduábyrgð

Það kemur fyrir að ég rekist á vangaveltur sem ég er sammála, eða ósammála, skrifi niður setningu eða tvær og hugsi sem svo að ég þurfi að skoða merkingu þeirra nánar. Þannig hefur einn “Stickies”-miðinn á skjáborðinu mínu innihaldið setninguna/orðin “velferðarkerfið sem ögrun við fjölskylduábyrgð” í líklega rúmt ár.

Í BNA er ekkert velferðarkerfi og fjölskylduábyrgðin virðist ekki meiri hér en annars staðar, jafnvel minni en á Íslandi. Fullyrðingin sem er haldið á lofti hér í landi frelsisins er því röng. Þegar við bætist að fjölskylduábyrgðin sem vísað er til er einhvers konar draumsýn um mann, konu og með tvö börn, strák og stelpu, sem síðan giftast fullkomnu tengdabörnunum, og þau eignast tvö börn, strák og stelpu, og allir í pakkanum styðja alla í fullkomnum heimi og allir eru hamingjusamir í fínu einbýlishúsunum sínum í úthverfunum, þá er slíkt ekki til heldur. Fjölskylduábyrgð sem hugtak í pólítískum áróðri um eitthvað sem ætti að vera er þannig frekar ögrun við velferðarkerfið en að velferðarkerfið ögri fjölskyldunni.

Nú get ég eytt “stickies”-miðanum.