Fátækt í tölum

Fátæktarmörk í BNA eru $20.444 á hverja fjögurra manna fjölskyldu eða rétt um $1.700 á mánuði. Það kostar mig og konuna mína sem lifum tiltölulega sparlega með tvö börn, erum í mjög ódýru húsnæði, með niðurgreitt barnaheimilispláss, ókeypis sjúkratryggingu, höfum borgað bílinn og höfum ekki kapal rétt um $4.000 á mánuði að búa hérna. Þannig að vera undir fátæktarmörkum í BNA merkir fyrir fjögurra manna fjölskyldu að hafa $2.300 minna á milli handanna en þú þarft til að geta lifað af mánuðinn.

Viðmiðunin er fengin með því að reikna út laun einnar fyrirvinnu með $10 á tímann. En hvað kosta hlutir í BNA fyrir 4 manna fjölskyldu.  Fyrst er að byrja með húsaleigu sem hér í Columbus fer varla undir $600 og síðan bætist við rafmagn og gas, þú sleppur hugsanlega með $700. Rekstur bifreiðar er nauðsyn fyrir fjölskyldu, samgöngukerfið er í rúst. Með mikilli ráðdeild og þekkingu má hugsanlega sleppa með $150 á mánuði, en þá þarf kreditsagan að vera í lagi fyrir tryggingafélagið og bíllinn að vera í góðu standi og að fullu greiddur. Nær lagi væri að tala um $200. Niðurgreitt barnaheimilispláss er í kringum $700, fullt verð er nær $1.500. Matur kostar, þó hann sé ódýrari en á Íslandi – föt kosta líka, nú eða frístundir fyrir börnin nú eða skóladótið. Það er ljóst að $20.444 duga skammt hér í BNA. En fátæktarmörkin eru skilgreind þar og því eru bara 10% íbúa skilgreindir fátækir.

Ekki má gleyma sjúkratryggingunni sem kostar vart undir $8.000 á ári, líkast til vel ríflega það. Reyndar eru þeir fátækustu tryggðir í gegnum almenningstryggingakerfið, en við hin…

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.