Spádómsbók Jesaja er eitt af lykilritum Gamla testamentisins, ekki síst fyrir kristna, enda fjölmargar vísanir til frelsarans sem hafa verið lesnar sem spádómar um líf og starf Jesú Krists. Almennt er talið að ritið sé a.m.k. þrískipt og í því samhengi talað um Jesaja, Deutero-Jesaja og Trito-Jesaja. Continue reading Jesaja 1. kafli
Tag: God’s Plan
Jóel 4. kafli
Þjóðirnar sem um aldir hafa kúgað Ísraelsmenn munu á endanum fá makleg málagjöld. Réttlætið sigrar að lokum skv. Jóel Petúelssyni. Þjóðin hans, sem hefur mátt þola svívirðingar mun ná fram rétti sínum með Guðs hjálp. Continue reading Jóel 4. kafli
Jóel 3. kafli
Anda Guðs verður úthellt yfir alla. Allir fá hlutdeild í náðargjöfum Guðs. Þær verða ekki bundnar við helgihaldið og prestanna. Jafnvel þrælar munu fá að finna kraft Guðs. Ef við aðeins treystum á Guð og áköllum nafn Drottins munum við frelsast.
Jóel 2. kafli
Uppgjörið er framundan, Dagur Drottins, þar sem allt ferst, allt líður undir lok. En á þessum degi, þegar neyðin er algjör, þá
…skuluð þér snúa yður til mín af öllu hjarta yðar,
með föstu, með gráti, með harmakveini. Continue reading Jóel 2. kafli
Jóel 1. kafli
Jóel Petúelsson skrifar í bundnu máli um hörmungar Ísraelsþjóðarinnar. Hvenær, hvar og hvers vegna þetta er skrifað, liggur e.t.v. ekki ljóst fyrir. Ein kenningin er að þetta sé skrifað sem sögulegt yfirlit e.t.v. frá 3. öld fyrir Krist, upprifjun á þeim hörmungum sem sífellt dynja á þjóðinni sem telur sig útvalda af Guði. Continue reading Jóel 1. kafli
3. Mósebók 26. kafli
Guð gerir kröfu um að lögunum sé framfylgt, aðeins þá
…mun [ég] reisa bústað minn mitt á meðal ykkar og ekki hafa neina óbeit á ykkur. Ég mun ganga um mitt á meðal ykkar, vera Guð ykkar og þið verðið þjóð mín. Continue reading 3. Mósebók 26. kafli
3. Mósebók 20. kafli
Guðinn Mólok sem hér er nefndur til sögunnar, var einn þeirra guða sem dýrkaður var af nágrannaþjóðum Hebrea. Í túlkunarhefðinni er Mólok tengdur við mannfórnir og sér í lagi fórnir á börnum. Ef sá skilningur er ofan á, þá er auðvelt að skilja textann í upphafi þessa texta. Sá sem fórnar barni sínu hefur lítinn rétt. Continue reading 3. Mósebók 20. kafli
Prestskosningar
Hugmyndin um prestskosningar er um margt áhugaverð frá lúthersku sjónarhorni, embættismannaskilningi, hugmyndum um þjóð- eða ríkiskirkju. Continue reading Prestskosningar
3. Mósebók 11. kafli
Ég hef fjallað um 3. Mósebók eins og um sé að ræða línulega frásögn af ákveðnum viðburðum í lífi Ísraelsþjóðarinnar í eyðimörkinni. En auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þessi texti er fyrst og fremst texti sem er ætlað að móta helgihald og líf Ísraelsþjóðarinnar. Hér er um að ræða helgisagnir, ráðleggingar og lög sem eru sett í ákveðið form af prestastéttinni í Ísrael, og prestastéttin var ekki ein. Við höfum annars vegar musterishefðina (P-hefðin) og hins vegar fyrirheitnalandshefðina (H-hefðin). Continue reading 3. Mósebók 11. kafli
3. Mósebók 10. kafli
Það er ekki gott að vera fullur í vinnunni og með sítt hár. Hvað þá ef fötin hanga lauslega á þér og vinnan felst í því að undirbúa eld fyrir fórnarathafnir. Kaflinn hér fjallar um reglur fyrir presta, sem fylgja í kjölfarið á dramatískum viðburði þar sem Nadab og Abíhú synir Arons, brenna til bana. Continue reading 3. Mósebók 10. kafli
Daníelsbók 8. kafli
„Framtíðarsýnir“ Daníels halda áfram. Söguskilningur ritara á valdabaráttu, uppbyggingu og falls stórvelda fyrir botni Miðjarðarhafs á árunum 597 f.Kr.-167 f.Kr. eru settar fram í draumi Daníels, ríki þenjast út og dragast saman, klofna og hverfa. Continue reading Daníelsbók 8. kafli
Daníelsbók 7. kafli
Textinn hér kallast augljóslega á við yngra verk, þ.e. Opinberunarbók Jóhannesar. Konungdæmi koma og fara, framtíðarsýn Daníels er vísun til samtímans. Járnríkið sem kemur, er í raun og veru ástandið sem varir þegar ritið er skrifað. Líkt og fyrri konungsríki þá er núverandi ástand tímabundið. Continue reading Daníelsbók 7. kafli
Daníelsbók 4. kafli
Hrun Babýlóníu er yfirvofandi, þó að ríkið eigi ef til vill afturkvæmt ef það leitar til Guðs hins æðsta. Tilraunir til að sjá í þessum texta tímabundið brotthvarf Nebúkadnesars konungs frá völdum og endurkomu hans í valdastól er fyrst og fremst skemmtilegur misskilningur einstaklingshyggjuhugsuða í kjölfar upplýsingarinnar. Continue reading Daníelsbók 4. kafli
Daníelsbók 3. kafli
Nebúkadnesar gerir kröfu um skilyrðislausa hlýðni og dýrkun, sem hetjurnar okkar Sadrak, Mesak og Abed-Negó geta ekki samþykkt vegna trúar sinnar og samvisku. Continue reading Daníelsbók 3. kafli
Markúsarguðspjall 7. kafli
Orð Jesú um helgihaldið er í anda spámannanna sem gagnrýndu áhersluna á rétt helgihald á kostnað réttlætis og miskunnsemi. Gagnrýnin á þann sem gefur til musterisins í stað þess að styðja við foreldra sína kallast á við orðin í Amos 5, sem ég hef svo sem vísað í áður. Continue reading Markúsarguðspjall 7. kafli
Markúsarguðspjall 2. kafli
Frásögnin af vinunum sem rjúfa gat á þakið heima hjá Jesú, til að láta lama mann síga niður til hans er oft notuð í barna- og æskulýðsstarfi kirkjunnar og kristinna félagasamtaka. Continue reading Markúsarguðspjall 2. kafli
Markúsarguðspjall 1. kafli
Markúsarguðspjall er oft talið elst guðspjallanna. Það er styst, virðist síst upptekið af flóknum guðfræðipælingum og birtir að einhverju leiti „hrárri“ mynd af Jesú en hin guðspjöllin. Continue reading Markúsarguðspjall 1. kafli
2. Mósebók 34. kafli
Ég gleymdi víst að nefna það í tengslum við 32. kafla, að þegar Móse kom niður af fjallinu og sá Gullkálfinn varð honum svo mikið um að hann braut steintöflurnar sem YHWH hafði gefið honum með boðorðunum. Continue reading 2. Mósebók 34. kafli
2. Mósebók 33. kafli
YHWH stendur við orð sín um að leiða þau til landsins sem hann hafði áður gefið Abraham, Ísak og Jakobi. En YHWH segir jafnframt að hann muni ekki fylgja fólkinu sínu inn í landið. Continue reading 2. Mósebók 33. kafli
2. Mósebók 27. kafli
Í lítilli og nýlegri kapellu úti á landi er altarisborð úr grjóti. Reyndar er ekki rétt að tala um borð í þessu sambandi. Hlutverk altarisins sem borðs hafði nefnilega gleymst í hönnuninni. Réttara væri að segja að þar sem að öllu jöfnu væri altarisborð í kapellu, sé til staðar risastór grjóthnullungur án nokkur slétts flatar. Tilgangur altarisins týndist í hönnuninni. Continue reading 2. Mósebók 27. kafli