Jóel 2. kafli

Uppgjörið er framundan, Dagur Drottins, þar sem allt ferst, allt líður undir lok. En á þessum degi, þegar neyðin er algjör, þá

…skuluð þér snúa yður til mín af öllu hjarta yðar,
með föstu, með gráti, með harmakveini.
Rífið hjörtu yðar
fremur en klæði yðar
og snúið aftur til Drottins, Guðs yðar.
Miskunnsamur er hann og líknsamur,
seinn til reiði og gæskuríkur
og iðrast hins illa.

Ef við höldum í vonina, horfumst í augu við sjálf okkur, þegar eymdin er mest, þegar við hittum botninn. Þá getur Guð reist okkur við. Ef þjóðin sér að sér, þá lýkur hörmununum.

Óttast ekki, land,
heldur fagna og gleðst
því að Drottinn hefur unnið mikil stórvirki.
Óttist ekki, dýr merkurinnar.
Beitilönd öræfanna gróa,
trén bera ávöxt,
fíkjutrén og vínviðurinn veita þrótt sinn.
Gleðjist, Síonarbúar,
og fagnið í Drottni, Guði yðar.
Af réttlæti sínu hefur hann sent yður vorregnið
og eins og fyrrum mun hann gefa yður vorregn og haustregn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.