Reglur fyrir sængurkonur eru næst á dagskrá. Konum er gert að halda kyrru fyrir í 33 daga eftir fæðingu sveinbarns en 66 daga eftir fæðingu stúlkubarns. Þeim er ekki heimilt að koma inn í helgidóminn á þessum tíma. Að þessu hreinsunartímabili loknu skal hún leggja fram brennifórn og syndafórn til helgidómsins. Hér er enn á ný gert ráð fyrir að fórnargjafir séu í samræmi við fjárhagslega getu, en ekki föst stærð. Continue reading 3. Mósebók 12. kafli
Category: Lestur
Ágætur vinur minn sem starfar sem prestur í Texas í BNA, ákvað nýverið að lesa í gegnum Biblíuna á tveimur árum og blogga um það sem hann les. Hann nálgast textann ekki endilega á fræðilegum nótum, heldur einfaldlega skrifar þær hugsanir sem koma upp við lesturinn.
Mér finnst hugmyndin frábær, hún kallar á aga í reglulegum Biblíulestri og getur hjálpað til við að glíma við texta sem e.t.v. eru misþægilegir aflestrar.
3. Mósebók 11. kafli
Ég hef fjallað um 3. Mósebók eins og um sé að ræða línulega frásögn af ákveðnum viðburðum í lífi Ísraelsþjóðarinnar í eyðimörkinni. En auðvitað er þetta ekki svo einfalt. Þessi texti er fyrst og fremst texti sem er ætlað að móta helgihald og líf Ísraelsþjóðarinnar. Hér er um að ræða helgisagnir, ráðleggingar og lög sem eru sett í ákveðið form af prestastéttinni í Ísrael, og prestastéttin var ekki ein. Við höfum annars vegar musterishefðina (P-hefðin) og hins vegar fyrirheitnalandshefðina (H-hefðin). Continue reading 3. Mósebók 11. kafli
3. Mósebók 10. kafli
Það er ekki gott að vera fullur í vinnunni og með sítt hár. Hvað þá ef fötin hanga lauslega á þér og vinnan felst í því að undirbúa eld fyrir fórnarathafnir. Kaflinn hér fjallar um reglur fyrir presta, sem fylgja í kjölfarið á dramatískum viðburði þar sem Nadab og Abíhú synir Arons, brenna til bana. Continue reading 3. Mósebók 10. kafli
3. Mósebók 9. kafli
Eftir 7 daga vígsluathöfn var komið að Aroni og sonum hans að sinna hlutverki sínu. Aron og synir hans fylgja helgihaldsreglum undir eftirliti Móse. Söfnuðurinn upplifir dýrð Guðs í helgihaldinu og
[þ]egar fólkið sá það hóf það upp fagnaðaróp og féll fram á ásjónur sínar.
3. Mósebók 8. kafli
Aron og synir hans eru vígðir til þjónustu við samfundatjaldið af Móse og athöfninni er lýst ítarlega. Þeirri staðreynd að prestarnir neyta fórnarkjötsins er ekki haldið leyndri. Við vígsluathöfninni sjálfa borða Aron og synir hans fórnarkjöt og -brauð frammi fyrir samfélaginu öllu.
3. Mósebók 7. kafli
Ítarlegar lýsingar halda áfram á meðferð fórna og fórnarkjöts. Hér kemur fram að fórnarkjöt þarf að borða innan tveggja daga frá slátrun. Ef kjötið kemst í snertingu við eitthvað sem skilgreint er óhreint, þarf að brenna það. Continue reading 3. Mósebók 7. kafli
3. Mósebók 6. kafli
Hér er farið yfir helgisiði í tengslum við fórnir og fórnarkjöt. Helgihaldið hefur á sér virðulegan blæ, eldurinn við altarið má aldrei slokkna og áhersla lögð á snyrtimennsku í hvívetna. Continue reading 3. Mósebók 6. kafli
3. Mósebók 5. kafli
Löggjöfin hófst á brotum af vangá í síðasta kafla og nú eru nokkur slík brot útskýrð. Sektargreiðslan eða fórnin byggir á fjárhag þess sem brotið fremur. Hér virðist reyndar tekið fram að prestar fái einungis umbun þegar kornfórn er færð.
3. Mósebók 4. kafli
Eftir að hafa fjallað almennt um sekt og synd, heillafórnir og rekstarforsendur altarisþjónustunnar. Þá er komið að almennri löggjöf þar sem musterisþjónar hafa hlutverk löggjafar-, dóms- og framkvæmdavalds. Enginn upplýst þrískipting stjórnvalds til staðar í þessu samfélagi. Continue reading 3. Mósebók 4. kafli
3. Mósebók 3. kafli
Áfram er fjallað um fórnargjafir, að þessu sinni heillafórnir. Það virðist vera að þegar um heillafórnir sé að ræða séu það aðeins mörin og innyflin sem séu brennd, blóðið sé látið leka úr dýrinu en ekki er útskýrt hvað verður um afganginn af kjötinu. Það er enda aðeins eitt sem fær okkur til að gefa meira en sektarkennd og skömm. Það er vonin um að öðlast eitthvað gott. Continue reading 3. Mósebók 3. kafli
3. Mósebók 2. kafli
Hér er því ekki leynt í 3. versinu og síðan aftur í 10. versinu.
Það sem eftir er af kornfórninni fá Aron og synir hans. Það er háheilagur hluti af eldfórnum Drottins. Continue reading 3. Mósebók 2. kafli
3. Mósebók 1. kafli
Valdakjarninn við samfundatjaldið heldur áfram að styrkja stöðu sína með orðum Drottins í gegnum Móse. Aðeins það besta er nógu gott fyrir Guð og því ber brennifórnum að vera lýtalaus karldýr, slátrun dýranna fær á sig helgiblæ og Ísraelsmönnum sagt að Drottinn sé ánægður með ilm fórnargjafanna. Continue reading 3. Mósebók 1. kafli
Viðaukar við Daníelsbók
Viðaukar við Daníelsbók er eitt af apókrýfuritum Gamla testamentisins. Ég fjalla e.t.v. seinna um hvaða aprókýfurit eru í íslensku kristnihátíðarþýðingunni af Biblíunni og af hverju, en að þessu sinni mun ég beina sjónum mínum að Viðaukunum við Daníelsbók. Continue reading Viðaukar við Daníelsbók
Daníelsbók 12. kafli
Vonin felst þó ekki aðeins í dauða hins illa konungs. Vonin felst í því að réttlátur leiðtogi, Mikael, muni koma fram. Continue reading Daníelsbók 12. kafli
Daníelsbók 11. kafli
Nálgun mín að Daníelsbók byggir á því að bókin sé fyrst og fremst sem verk skrifara sem leitast við að túlka fortíðina og stöðu þjóðar sinnar í kringum 167 f.Kr. Aðferðin sem skrifari notar er að túlka söguna í gegnum „framtíðarsýn“ Ísraelsmannsins Daníels sem upplifði herleiðinguna til Babýlón 400 árum. Með framtíðarsýn Daníels að vopni fjallar ritari á mjög gagnrýnin hátt um hátterni, hegðan og persónu konungsins sem hefur Jerúsalem á valdi sínu. Continue reading Daníelsbók 11. kafli
Daníelsbók 10. kafli
Daníel sér sýn þar sem Mikael (sá sem líkist Guði) lofar aðstoð og hjálp í baráttu við kúgunaröflun. Spurningin sem vaknar við lesturinn er hver Mikael sé eða hafi verið. Hér er mikilvægt að sjá hvernig túlkunarhefðir virka. Continue reading Daníelsbók 10. kafli
Daníelsbók 9. kafli
Eg hef ekki áður nefnt hlutverk Gabríels í Daníelsbók sem sendiboða Guðs, en hann er nefndur á nokkrum stöðum í ritinu. Í mínum huga er Gabríel nátengdur fæðingarfrásögn Jesú og því gaman að stinga því hér inn, sem ég gleymdi fyrr í skrifunum, að ég hef alltaf verið fremur svag fyrir vitringunum sem Daníel verndaði í öðrum kafla, og hef haft tilhneigingu til að tengja þá við vitringana frá austurlöndum sem vitjuðu jötunnar. Continue reading Daníelsbók 9. kafli
Daníelsbók 8. kafli
„Framtíðarsýnir“ Daníels halda áfram. Söguskilningur ritara á valdabaráttu, uppbyggingu og falls stórvelda fyrir botni Miðjarðarhafs á árunum 597 f.Kr.-167 f.Kr. eru settar fram í draumi Daníels, ríki þenjast út og dragast saman, klofna og hverfa. Continue reading Daníelsbók 8. kafli
Daníelsbók 7. kafli
Textinn hér kallast augljóslega á við yngra verk, þ.e. Opinberunarbók Jóhannesar. Konungdæmi koma og fara, framtíðarsýn Daníels er vísun til samtímans. Járnríkið sem kemur, er í raun og veru ástandið sem varir þegar ritið er skrifað. Líkt og fyrri konungsríki þá er núverandi ástand tímabundið. Continue reading Daníelsbók 7. kafli
Daníelsbók 6. kafli
Nýr konungur tók við völdum í Babýlon. Að þessu sinni Daríus frá Medíu. Hann setti upp kerfi héraðshöfðingja og af þeim bar Daníel af. Þetta leiddi til afbrýðissemi og öfundar, enda er óþolandi að vinna með fólki sem er öflugt og duglegt og lætur alla aðra líta illa út. Veikleiki Daníels var átrúnaðurinn, hann neitaði að biðja til konungsins. Continue reading Daníelsbók 6. kafli