3. Mósebók 3. kafli

Áfram er fjallað um fórnargjafir, að þessu sinni heillafórnir. Það virðist vera að þegar um heillafórnir sé að ræða séu það aðeins mörin og innyflin sem séu brennd, blóðið sé látið leka úr dýrinu en ekki er útskýrt hvað verður um afganginn af kjötinu. Það er enda aðeins eitt sem fær okkur til að gefa meira en sektarkennd og skömm. Það er vonin um að öðlast eitthvað gott.

Í lok þessarar umfjöllunar um heillafórnir er síðan bætt við:

Þetta skal vera ævarandi regla hjá ykkur frá kynslóð til kynslóðar hvar sem þið búið: Þið skuluð hvorki neyta mörs né blóðs.

Slátur, haggis og aðrar slíkar innyflamáltíðir eru með öðrum orðum aðeins ætlaðar til brennslu á altari Guðs, en ekki til átu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.